Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Side 30

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Side 30
SJÖTUGUR PÉTUR JÓNSSON, \ ÁRHVAMMI, LAXÁRDAL Pétur Jónsson bóndi í Ár- hvammi varð sjötugur 28. febr. sl. Vil ég af því tilefni minnast hans með nokkrum orður’. Af- mælisdaginn heimsótti hann fjöldi manna úr mörgum sveitum, nutu ríkulegra veitinga og skemmtu sér við viðræður og söng langt fram á nótt. Það er að vísu ekki nýtt að margir komi að Árhvammi, bæði af sérstöku tilefni og tilefn- islaust, þó mun þetta hafa verið með mesta móti. Þau hjón hafa gaman af gestum og kunna ágæt- lega að taka á móti þeim, og ætla ég ekkert að skipta þeim þætti á milli þeirra, þar styðja þau hvort annað. Margar góðar gjafir bárust frá börnum og tengdabörnum, fru.idum og vinum fjær oe nær, ásamt miklum fjölda heillaskeyta víðs vegar að, því að margir þekkja Pétur og Pétur þe'kkir marga. Pétur Jónsson hefur átt heima í Laxárdai alla ævi, aðeins fært sig um nokkra kílómetra, en á þá því fleiri spor á þessum kílómetrum á liðnum árum. Hvað hefur hann svo aðhafzt um ævina? Það er ým- islegt. Hann hefur verið bóndi i 44 ár, fyrst á litlu jarðnæði á Þverá. en fluttist vorið 1929 á hálfan Kasthvamm og bjó þar í 11 ár, en byggði nýbýlið Árhvamm á sínum ábúðarhluta 1939 o? hefur Við stöndum hljóð, hér dagur '.ífs er liðinn, það lýsir inn í æðsta dýrðarfriðinn, og biðjum þess, að föðurhöndin hlýja hefji þig á sviðið bjarta og nýja. ?ið englasöng á fögru ljóssins landi lifa mun þinn kærleiksríki andi. Við hryggjumst ei þó hold i jörðu I rotni, í himninum er sálin geymd hjá Drottni. G.J. búið þar síðan. Árið 1939 byggði hann íbúðarhúsið og geymslu. Að- drættir voru þá mjög erfiðir og skal nefnt sem dæmi, að fyrst var flutt á bíl frá Húsavík og suður í Laxárdal, tekið á kerru og flutt að ferjustað, tekið úr kerrunni, borið niður í ferju, ferjað yfir Laxá, borið upp úr bátnum og á kerruna á ný, þannig flutt heim, borið af kerrunni og gengið frá flutningnum. Þetta voru mörg handtök og dálítíð lýjandi vinna. Börn hans voru þá öll ung. Árhvammur er nú mjög vel hýst ur fyrir fólk og áhöfn. Þar er fjós fyrir 16 kýr, fjárhús með grind- um og áburðarkjailara fyrir 300 fjár, hlöður með súgþurrkun fyr- ir 12—13 hundruð hesta af heyi. Ekki hefur Pétur unnið þetta einn, öðru nær. Við útihúsin unnu syn- ir hans mest, atorkusamir og hag- virkir menn, en hann átti veiga mikinn þátt í því sem og öðrum umbótum, því að Pétur er að upp lagi umbótamaður. Tún hefur tí- faldazt síðan 1928. Pétur í Árhvammi er maður sveitanna, fyrst og fremst sinnar heimasveitar. Það eru ekki margir, sem trúa meira á framtíð íslenzkra sveita og vilja veg þeirra og íbú- anna meiri en hann. Hann hefur sýnt trú sína í verki. Hann er einn af landnámsmönnum liðinna ára. Eins og aðrir, sem eru á aldur við Pétur, byrjaði hann snemma að hjálpa til á heimili sínu. Hann var smali, flestum fundvísari á hreið- ur, gat varla haldið á stöng þeg- ar hann fór að veiða, varð einn snjallasti stangaveiðimaður við Laxá, enda hefur hann margan góðan feng sótt þangað. Nú á seinni árum er hann orðinn bjRttu lega sýktur af laxveiðifarsóttinni, er betri annan daginn, lakari hinn, en mun vera ólæknandi. Hann er góð skytta, hefur verið grenja- skytta í Reykdælahreppi í 45 ár og átt við það starf marga kalda nótt, en verið þrautseigur og fengsæll, Pótur var — og er — ágætuf verkmaður, heyskaparanaður góð* ur, sérstakur afkastamaður við slátt, bjó sér vel í hendur og gekk með hagleik að hverju verki. Lag- færði hann allt á sínu heimiii og margt fyrir aðra, græddi efcki pen inga á þeim lagfæringum, en hvað þá? Eru ekki peningamir fyrir öllu? Ekki er það svo með alla menn, og einn af þeim er Pétur. Hirðusemi, góða meðferð verkfæra og snyrtimennsku gætu margir af honum lært. Það er ekki af því, að Pétur hafi átt hægara með það en margir aðrir, að rétta hjáipar- hönd, þar sem þess hefur verið þörf, að hann hefur verið öðrúm fljótari til þess, en hitt er stað- reynd, að það hefur hann verið. Pétur í Árhvammi hefur gaman af bókum og á stórt og gott bóka- safn. Eru þar flestar bækur ágæt- ar. Hann hefur keypt mikið sjálf ur, en mörg bókin hefur honum gefizt, því flestir sem minnast hans við sérstök tækifæri senda honum bók, og gæti hann sagt eins og Magnús Kjaran, að hann gæti verið sokkalaus fyrir þvi, að enginn gæfi sér sokka. Mikið af bókum sínum hefur Pétur sjálfur bundið í ágætt band. Um fjölda ára hefur Pétur Jóns son verði póstur í Laxárdal, lengst af úr Einarsstöðum, _en nú síðustu árin úr Staðarhóli. Á meðan póst- ferðir voru farnar í Einarsstaði, var pósturinn oftast borinn á bak- inu að vetrinum. Leiðin er erfið, svo sem þeir vita, sem til þekkja, og voru þessar ferðir oft mjög þreytandi. Frá þessum póstferðum mega sveitungar Péturs hugsa til hans með þakklæti fyrir margháttaða greiðasemi, sem seint verður full- metin. Það kom sér vel fyrir Pét- ur í þessum ferðum að vetrinum, að hann var ágætur skíða og göngumiaður. 30 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.