Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Page 31

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Page 31
Pétur Jónsson í Árhvammi er sonur hjónanna Hildar Benedikts- dÓttur, Jónssonar frá Auðnum og Jóns Pétnrssonar bónda í Mjóadal í Bárðardal, Stórulaugum og víðar, Péturssonar, Jónssonar bónda á Hólmavaði, Magnússonar. Er fjöl menni komið frá þeim feðgum, Jóni og Magnúsi, þar á meðal flest skáldin í Aðaldal. Á nýársdag 1926 gekk Pétur í Árhvammi að eiga unnustu sína, Regínu Frímannsdóttur, og það er það skynsamlegasta sem hann hef ur gert á ævi sinni, hvílik kona sem hún hefur verið honum. Regína Kristjana, eins og hún heitir fullu nafni, er dóttir hjón- anna Guðrúnar Jónatansdóttur, Hjálmarssonar bónda á Hömrum í Reykjadal, og Frímanns Þórðarson ar bónda í Yztahvammi og Jódís- arstöðum, Þorkelssonar bónda á Núpum, Þórðarsonar. Bróðir Þórð- ar í Yztahvammi var Árni Þorkels son Grímseyjarjarl. Eru nöfnin Þorkell og Þórður mjög ríkjandi í ættinni. Foreldrar Regínu bjuggu fyrst á KvíslarhóLi á Tjörnesi en síðan á Húsavík. Móður sína missti hún 6 ára gömul. Þegar hún var 11 ára gömul kom hún fyrst í Laxárdal og hefur átt þar heima síðan. Frú Regína hefur ekki legið á liði sínu um ævina. Hún hefur gengið með áhuga og hörku að hverju vekri og gengur enn. nærri 64 ára gömul. Þó hefur heilsan verið biluð nú í nærfellt 24 ár. Þegar þau hjónin fluttu í Kast- hvamm 1928, voru húsakynnin, sem þau fluttu í léleg, jafnvel að þeirra tíma kröfurn. Eldhúsið var til dæmis gömul skemma, sem lag- færð hafði verið svo hún gæti bor- ið það nafn. Hún hafði alla þá ókosti sem eitt hús getur haft: Hún var lág, köld og dimm, en við umgengni þeirra hjóna varð jafnvel þetta hús viðkuunanlegt. Þau hjón bæði hafa alltaf haft lag á því að gera heimilislegt í kring um sig, og því ánægjulegt er til þess að vita, að þau búa nú i góðri íbúð og við flest þægindi. Þegar þau Árhvammshjónin stofnuðu heimili höfðu þ___ekk ert jarðnæði og mátti því álíta eðliiegt að þau hefðu flutt í kaup- stað. Em það var að minnsta kosti fjarri Pétri .Hann var bundinn seskusveit sinni þeim böndum, sem hann vildi ekki slíta. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Engum er fært að dæma um það hvað öðrum er fyrir beztu, þótt gjarna sé það gert. Hér verður ekki heldur reynt að gera það upp, hvort heppilegra hefði verið fyrir þau hjón að flytja í kumstað. En fyrir sveit þeirra var það happ að þau fóru ekki. Pétri hefðu eflaust staðið margar leiðir opnar á víð- ari vinnumarkaði, vegna ágætrar verkhæfni á mörgum sviðum. Hann hefði ef til vill átt léttari starfsdag, en þá er spurningin, hvort hann hefði skilað þjóðinni jafnmiklu dagsverki. Og þjóðfélag inu er það mest um vert hvílíkan ávöxt dagsverk þegnanna ber hverju sinni. Hjónin í Árhvammi hafa eign- azt ellefu börn. Þrjú misstu þau, stúlku á 4. ári, aðra á 12. ári og dreng á fyrsta mánuði. Hin eru ÖU uppkomin og hafa staðfest ráð sitt. Þau eru þessi: Hildur, húsfreyja á Dalvík, Guð- rún, húsfreyja á Árhólum i Lax- árdal, Jón, bóndi á Árhvammi, liallsrímur, húsasmíðarnp;*i'": í 0 Framhald af bls. 32. um á tilheyrendum sínum. Langt er síðan ég varð Baldvini samferða á fundi, ©r hann var erindreki SÍS og jafnframt lítilsháttar þátt- takandi. Við höfðum meðferðis kvikmyndavél. Hann var ávallt iafn upplífgandi. Og mér virðist hann samur og jafn nú, er ég hef setið með honum fundi Samvinnutrygg- inga, og aðra fámennari trygginga- fundi, síðustu árin. Sami áhuginn, fjörið og glaðværðin. Baldvin ritstýrir nú smæsta blaði landsins, Gjallarhominu. Hann hefur kunnað svo með að fara, að geta þjappað saman kjarn- miklu efni í örstuttum greinum, svo eftir er tekið, má s.-gja um samstarfsmenn hans við blað- ið. Hann er afbragðs rit- snjall, er hann vill það við hafa, og hefur tamið sér þarna stuttorðan blaðastíl og gagngeran. TeJ ég að stóru blöðin gætu hér mikið lært af hinu smæsta. Geta má þess hér, að þá er Bald vin dvaldist sér til heilsubótar suður í löndum og síðar í Hveragerði, tók hann sig til og þýddi vel og vandlega, merka bók siðfræðilegs og trúarlegs efnis, eftir víðkunnan kennimann, dr. Vinsent Pale. Það Kópavogi, ÞorkelJ stund-i irá húsa smíði, Þórður, skytta á Húsavík, Pétur, útgerðármaðu. á Húsavík og Aðalsteinn fulltrúi á Húsavík. ön eru systkinin ág‘vvt' °ólk, starfhæf og vel kynnt hvar sem þau koma fram. Það sézt á framanrituðu, að þau Árhvammshjónin hafa haft eitt hvað við að vera um ævina og að oft hefur hlotið að vera þungt fyr- ír fæti. í byrjun búskapar þeirra skail á hin illvíga fjárhagskreppa, sem allt ætlaði að leggja í rústir. Kom það auðvitað sérstaklega illa við þá, sem voru að byrja húskap eignalausir. Það hlutu að verða erfiðleikar með afkomuna. En kjarkur þeirra hjóna oe br^ut- seigja var mikil og sigraði að lok- um. Það ér mikill arfur sem þau hiskíla bióðinni. Að endingu sendi ég Pétri og Regínu mínar beztu hamineiuósk ir með framtíðina oe v^kka lrynn- in á liðnum árum. — Vinur. hefur ekki verið gert með hang andi hendi að ljúka þýðingunni og k„ma bókinni á prent. Baldvin er kvæntur Gróu Ás- mundsdóttur frá Akranesi, mætri dugnaðar- og forstandskonu. Þau eiga tvo sonu: Kristján, er stund að hefur lækningar um nokkur ár í Svíþjóð, en er nú nýtekinn við embætti sjúkrahúslæknis í Stykkis hólmi og Gunnlaug rafvirkja. Um 40 ára skeið hef ég notið óbrigðullar runáttu Baldvins Þ. Kristjánssonar. Ég bið honum vel- farnaðar, er hann fetar nú inn á sjöunda áratug ævi sinnar. Fvrst og fremst óska ég þess, að ’ann megi varðveita Ifsþrótt sinn tii hinztu stundar, sem ég treysti að sé ennþá langt undan. Menn með hans hugarfari ala jafnan með sér næg hugðarefni, sem þeir miðla samferðamönnum í ræðu og riti af ..fiársióði síns hjarta“. Og að lolcnum þessum línum finnst tilhlýðilegt að tileinka Baldvini þessaT ljóðlínur úr einu af kvæðum Þórodds Guðmundssonar: Um eilífð varir æskugleði mín. Ást, ég fagna því að hafa lifað. Kristján Jónsson, frá Garðsstöðum. 3! BALDVIN Þ. KRlSTJÁNSSON

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.