Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 2
gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Sigrúnu Haraldsdóttur frá Heiðarseli, hlaut með henni traust- an ævifélaga og skilningsríkan. Sigi’ún fæddist 19. okt. 1903, dótt- ir hjónanna Rósu Guðlaugsdóttur og Haralds Illugasonar, sem lengi bjuggu í Heiðarseli á Fljótsheiði allinnarlega. Sá bær er nú í eyði eins og fleiri afskekkt býli, sem þóttu fyrrum allbjörgulegir staðir, og fóstruðu dugmikið fólk og ætt- ir, er leggja þjóðfélaginu til þegna, er skipa vel sæti sín á líðandi stundu við hin sundurleitustu verk efni og víðs vegar. Einar Karl og Sigrún eignuðust tvö börn: Harald, sem fæddist 8. okt. 1936. Hann býr góðu búi á Fljótsbakka. Er kvæntur Helgu Halldórsdóttur frá Litla-Hvammi á Svalbarðsströnd. Söru, sem fæddist 1. apríl 1938. Hún er húsfreyja í Hafnarfirði, gift Skarphéðni Lýðssyni mat- reiðslumanni. Auk sinna eigin barna ólu Sig- rún og Einar Karl upp að mestu leyti tvö börn Sigurbjargar Har- aldsdóttur, systur Sigrúnar, en móðir þeirrá dó frá þeim korn- ungum. Ennfremur tóku þau á heimili sitt tvö börn Kristjönu syst ur Einars Karls, sem misstu for- eldra sína, þegar þau voru enn í barnæsku. Má því segja að Fljóts- bakkahjón þessi hafi tekið á sig óvenjumiklar frændsemiskyldur og farizt manndómlega. Systurbörn Sigrúnar eru: 1. Björn Björnsson nú bóndi á Strjúgsstöðum í Langadal í Húna- vatnssýslu, kvæntur Elsu Þorvalds- dóttur. 2. Rósa Björnsdóttir, húsfreyja í Sandgerði, gift Sigurði Bjarna- syni skipstjóra. Systurbörn Einars Karls eru: 1. Kjartan Jónsson bóndi að Hlíðarenda í Óslandshlíð í Skaga- firði, kvæntur Ingibjörgu Stefáns- dóttur. 2. Hólmfríður Jónsdóttir. Hún er aðstoðarráöskona við Landsspít- alann. Einar Karl bjó á Fljótsbakka eig- in búi í 41 ár, þ.e. frá 1927 til 1968. Síðustu árin hafði hann mikla samvinnu við son sinn, Har- ald, sem bjó þar líka. Annar rak sauðfjárbú, en hinn kúabú a.m.k. seinast. Jörðin tók miklum stakkaskipt- um, sem býli á búskapartíð Einars Karls. Hann reisti þar íbúðarhús úr steini árið 1930. IÞað hús var svo endurbætt og stækkað 1963—1964 aðallega fyrir atbeina sonar hans. Keypti hann jörðina á fyrstu bú- skaparárum sínum. Túnið var ellefu dagsláttur, þeg- ar hann hóf búskap sinn, en rúm- lega hundrað dagsláttur, þegar hann hætti. Peningshús voru reist í nýjum stíl og heygeymslur. Heimilisrafstöð byggði hann við Djúpá í félagi við bændur í Fremstafelli og Hriflu. Einar Karl var mikill vinnugarp- ur og gekk með kappi að bú- störfum. Oft leituðu nágrannar hans til hans og fengu hann til að vinna hjá sér verk, sem mikla at- orku þurfti við og þrek. Heyskapur er löngum byrjaður fyrr á Suðurlandi en í Þingeyjar- sýslu, vegna þess að grasspretta er fyrr á ferð syðra. Einar Karl fór oftar en einu sinni suður, þeg- ar hann hafði lokið nauðsynleg- ustu vorverkum sínum heima, og gerðist kaupamaður við fyrri slátt hjá Geir Gunnlaugssyni bónda í Eskihlíð í Reykjavík, sem var frændi hans. Voru þetta fjáraflan- ir utan bútekna og lögð nótt við dag, til þess að geta farið þessar ferðir og haft sem mest upp úr þeim. III. Árið 1968 brá Einar Karl búi og fluttist ásamt konu sinni til Hafnar- fjarðar í nágrenni dóttur þeirra. Hvort tveggja mun verið hafa, að hann vildi láta son sinn njóta fulls olbogarýmis við búskapinn á Fljóts bakka, — og svo átti hann enn ósvalað heitri þrá sinni til þess að mála og móta. Hann hafði að vísu komið sér upp heima á Fljótsbakka aðstöðu til þvílíkra starfa, því hann hafði gert sér þar sal með ofan- ljósi um leið og íbúðarhúsið var stækkað 1963—‘64. Til þess að koma upp þeim sal, höfðu bæði Kaupfélag Þingeyinga og Kaupfé- lag Svalbarðseyrar veitt honum dá- litla listamannastyrki úr menning- arsjóðum sínum. En hann fýsti heldur en að dvelja afsíðis að kom- ast í nálægð við nútíma myndlistar menn höfuðborgarinnar og kynna sér hvernig þeir blönduðu liti og héldu á pensli. Hann var líka far- inn að finna til líkamlegs slits. Hafði æðabólgu á fæti til óþæg- inda og ónot fyrir hjartanu oft og tíðum. Hins vegar var „sálin fleyg og höndin hög“ — og. áfeugimi til afkasta óbilaður. Eftir að suður kom hafði Einar Karl aðaltrúnaðarsamband um mál arastörf sín við myndlistarmann- inn Hring Jóhannesson kennara, enda báðir þingeyingar. Vissi ég, að Einar Karl taldi sér það sam- band mjög til ávinnings, því að Hringur er fjölvís kunnáttumaður á sviði myndlistar. Átta ára byrjaði Einar Karl að teikna blýantsmyndir á blað og krítarmyndir. Skemmti hann bæði heimafólki og gestum með þessum myndum. Seinna — og snemma þó — fékk hann sér léreft og pensla. Einnig mótaði hann menn og dýr úr leir og gipsi. Á stopulum stundum, sem Ein- ar Karl gat gripið frá búsönnum, reyndi hann sífellt eitthvað að sinna kalli sérgáfna sinna. Hann leitaði sér myndrænna sjónarsviða með því að ferðast um hálendi íslands bæði í fylgd með öðrum og sem einfari. Tign og mikilleiki öræfanna töfraði huga hans. Frá bernskudögum las hann og lærði íslenzku fornsögurnar, þjóðsögur og ævintýri. Ljóð — einkum söguljóð — voru eftirlæt- is lestrarefni hans. Vel mátti hann fullorðinn taka sér í munn þessi orð Steph. G. Stephanssonar til ættjarðarinnar: „Þín fornöld og sögur mér búa í barm.“ Sá hugarheimur, sem Einar Karl byggði sér á þennan hátt, lagði hon- um í hendur aðalverkefnin til list- sköpunar. Hann málaði hrikaleg fjöll og hamragil, hvíta jökla, víðáttumikl- ar auðnir með stökum gróðurreit- nm og blaktandi blómstóði. At- burði löngu liðinna daga í hillingu þjóðsagna. Hryssuna Stjörnu á sundi, úr sögunni Heimþrá eftir Þorgils Gjallanda. Ökuferð „á gull- inhyrndum hreinum,“ sem Stefán frá Hvítadal segir frá í kvæði — Rjúpu, sem „ræður að lyngi“ og Jónas Hallgrímsson kvað um — Bónda, sem ber hey á garða. Und- anvillt lamb í lireti. Sólskinsdag á engi-------- Fyrstu opinberu sýninguna á verkum sínum hélt Einar Karl á Akureyri í september 1968. Þar voru til sýnis: 34 olíumálverk, 4 vatnslitamálverk, 2 teikningar og 7 gripir mótaðir (borðskraut og veggskildir). Aðsókn var ágæt og sala góð. í apríl 1969 hélt hann í annað glnn sýningu og þá í Hafnarfirði. Voru þar: 41 olíumálverk, 7 vatns- a ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.