Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 29
SJÖTUGUR: EYÞÓR TJpphaf sjöunda kapitula Land- námu er á þessa leið: „Eiríkur hét maður ágætur. Hann fór af Noregi til íslands. Eiríkur nam land frá Gilá um Goðdali alla og ofan til Norðurár". Annar landnámsmaður, Kráku- Hreiðar, kom í Skagafjörð og sigldi upp á Borgarsand til brots, þar sem Þór hafði vísað honum til landa. Hreiðar vildi berjast við Sæmund suðureyska, en Hávarður Hegri vísaði honum á fund Eiríks í Goðdölum með þeim ummælum, að hann væri „vitrasti maður í hér- aði þessu“. „En er hann fann Ei- rík, latti hann þessa ófriðar og kvað það óheyrt, að menn deildu, meðan svo væri mannfátt á landi, kveðst heldur vilja gefa honum tunguna alla niður frá Skálamýri“. Þetta boð þáði Hreiðar og bjó á Steinsstöðum. Ekki þarf lengi að leita til þess að sjá hvers vegna Eiríkur í Goð- dölum var sagður maður ágætur og vitrastur í héraðinu. Þó heið- inn væri, vildi hann að farið væri með friði og sýndi það í verki, með því að gefa af því landi, sem hann hafði numið, bæði Kráku- Heiðari og Hrosskeli á írafelli. Þá sendi hann þræl sinn Rönguð suður á fjöll í landaleit og gaf honum frelsi fyrir. Guðrún Bjarnadóttir bónda í Teigaseli og Blöndugerði Stefáns- sonar bónda á Egilsstöðum í Vopna firði faéddri í Dölum í Hjaltastaða- þinghá 1763, Þorsteinssonar. Læt ég hér staðar numið ættartölum Þó af nógu sé að taka í því efni. En þetta eru alkunnar bænda ætt- ir. komnar út af hákarla-Bjarna, sem ættir Austfirðinga hefjast á. STEFÁNSSON, TÓNSKÁLD Sagan tengir menn saman þó aldir renni, og nú vil ég leyfa mér að draga línu milli þeirra Eiríks í Goðdölum og Eyþórs Stefánsson- ar og tel þar jafnræði nokkurt. Fyrst er það, að skapadómur leiddi þá til sætis í sama héraði og báðir eru þeir ágætir menn og vitrir. Eyþór er ágætur fyrir marga hluti, svo sem tónlist, leik- list og einnig er hann listaskrifari. Eyþór Stefánsson „kom út til Skagafjarðar“ í dögun þessarar aldar, 23. janúar 1901. Ekki lenti hann í brotsjóum, eins og Hreiðar forðum, sem silgdi til brots á Borg arsandi. Það var mjúk lending í Króknum norðan við Sauðá. Það var vel tekið á móti honum og þar ólst hann upp í lágum bæ fyrir ofan kirkjuna. Alla tíð síðan hefur Eyþór verið lukkunnar pamfíll og gæfuriddari Skagfirðinga. Ekki vissi ég fyrr en nú nýlega, að Eyþór heitir tveimur nöfnum eða Kristján Eyþór. Til þess er sú saga, að Guðrúnu móður hans lang aði til að láta hann heita Eyþór eftir Þóreyju móður sinni, en bar ugg í brjósti út af nafninu, vegna þess að þau hjón höfðu áður átt tvo drengi, sem dóu á barnsaldri og hétu báðir Eyþór. En þá gerðist það, að Guðrúnu dreymdi mann nokkurn, sem hún þekkti ekki, og Afkomendur Árna og Guðnýj- ar eru nú orðnir æðimargir. Sem dæmi um það eru afkomendur Guðríður elzta dóttur þeirra, fædd 1894 nú 71 á lífi. Guð blessi minningu ísaks Árna sonar og ættmenna bans með þökk fyrir allt. Hrólfur Kristbjörnsson. sagði hann, að óhætt væri að láta drenginn heita Eyþór, það mundi vel lánast, en það spillti ekki, þó hún léti hann heita Kristján líka. Þennan draum dreymdi Guðrúnu oftar en einu sinni. Foreldrar Eyþórs voru Guðrún Jónasdóttir og Stefán Sigurðsson. Stefán var í beinan karllegg kom- inn af Sigurði Þorsteinssyni á Daufá, sem úti varð á Kili með Staðarbræðrum, en kona Sigurðar á Daufá var Guðfinna, dóttir Iljálms lögréttumanns á Keldu- landi. Móðir Stefáns og amma Ey- þórs var María, dóttir Bjarna Jóns sonar á Sjávarborg (Borgar- Bjarna), sem var kunnur fyrir sönglist og skytta góð eins og fað- ir hans, Jón Bjarnason í Álftagerði. Bróðir Borgar-Bjarna var Jónas hreppstjóri á Syðsta-Vatni í Lýt- ingsstaðahreppi, sem talið var að vissi lengra en nef hans náði og gæti sýnt þjófa i vatni. Þeir bræð- ur voru komnir af Sigurði sýslu- manni á Víðimýri í beinan karl- legg, en Sigurður var sonur Hrólfs sterka á Álfgeirsvöllum. Kona Borgar-Bjarna var Guðrún Þor- steinsdóttir hreppstjóra á Reykja- völlum, sem var bróðir Sveins læknis Pálssonar, en þeir bræður voru komnir af Goðdalaprestum á 18. öld. Ekki er það ólíklegt að ættir Goðdalapresta og Hrólfs sterka, sem koma víða sama, séu frá Eiríki í Goðdölum þó ekki verði rakið, en Eiríkur átti fjóra syni og tvær dætur. Þau Stefán og Guðrún, foreldr- ar Eyþórs, voru systkinabörn, því Jónas, faðir hennar, var sonur Borgar-Bjarna en móðir Guðrúnar var Þórey Sigurðardóttir bónda á Geirmundarhóli í Sléttuhlíð. Margir afkomendur Borgar- Bjarna hafa verið söngfólk gott, ÍSLENDINGAÞÆTTIR 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.