Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 14
við búreksturinn. Þá hjálp skorti þau aldrei. Á Ærlæk vildi fólk vera. Ég held óhætt sé að fullyrða, að þar á bæ þekktust ekki yinnu- deilur. Þar var jafnan margt fólk í heimili, oft fólk, sem ekki átti rtfskipað um verustaði. Segir það sína sögu. Hver heimilismaður á þeim bæ tilheyrði fjölskyldunni, þó óskyldur væri. Gestkvæmt var á Ærlæk á öll- um árstímum og voru þar oft fund ir haldnir. Stóðu hjónin jafnfætis ÁSA WRIGHT - Framhald af bls. 15. • sem því hefur nokkru sinni veitzt. Þær sýna svo ekki verður um villzt, að þrátt fyrir að hún væri áratugum saman fjarvistum frá ættjörð sinni og kæmi hingað sjaldan, víst aldrei síðustu 27 árin hafði hún þó sterkar taugar til gamla landsins. Þótt örlögin hög- uðu því svo, að hún ætti heimili ytra alla tíð og hefði aðeins bein samskipti við örfáa íslendinga, var henni landið kært og hún unni því heitt. Sá ég glöggt á bréfum hennar, að liún i.'.at mikils for- feður sína og ættmenni, og það voru í upphafi ekki sízt hlutir þeir, sem frá þeim voru komnir, sem | hún lagði kapp á að koma í heila • höfn. Ég kynntist Ásu ekkert nema af 1 bréfaskiptum síðustu árin. Ég sá ' hana aldrei, en af frásögnum kunnugra svo og bréfum hennar var greinilegt, að hún var heij*. steypt og stjórnsöm, ákveðin í skoðunum og lét ekki sinn hlut fyrir neinum. Tekið er til þess, hve glæsileg hún hafi verið á yngri árum, og reisn sinni og virðingu hélt hún til dauðadags. , Síðustu árin voru henni að ýmsu leyti erfið, sem von var eft- ) lr að heilsan var tekin að bila og I hún þurfti ein að ráða fram úr ' margs kyns vandamálum. Henni tókst þó nokkrum árum fyrir and- r lát sitt að selja hinar miklu landar- eignir sínar til nájtúruverndarsam ! *taka, og þá rættísí stór draumur ( hennar, því að ííih síðari ár bar j hún náttúruverndarmál mjög j fyrir brjósti. Ása G. Wright var jarðsett i hinn 13. þ.m. við. hlið eiginmanns , síns og föður 1 Port of Spain í 1 Trinidad. Þór Magnússon. 1 þeirri list og þeirri dyggð að laða til sín gesti og þjóna þeim. Halldóra og Jón bjuggu saman á Ærlæk yir fjörutíu ár. Eftir það dvöldu þau þar til æviloka í skjóli Guðmundar sonar síns og tengda- dóttur, Guðnýjar Tryggvadóttur. Jón lézt sumarið 1969. Þeim hjón- um fæddust fjögur börn, Guð- mundur, Svava, Sigfús og Oddný. Svava og Sigfús eru gift og búsett í Reykjavík, hinna hefur áður ver- ið getið. Öll eru þessi systkin hin mannvænlegustu, enda nutu þau góðs uppeldis og uúdirbúnings fyr ir lífsstarfið. Ærlækur tók miklum stakka- skiptum í tíð Halldóru og Jóns. Þar til er og viðeigandi að geta þeirra, sem við hafa tekið Guðnýj- ar og Guðmundar. Ræktunarlönd hafa margfaldazt að stærð, vegleg ar byggingar risið af grunni, girð- ingar lagðar, túnið stóraukið og búið vélvætt. Halldóra og Jón voru bæði hrein- ræktuð afsprengi aldamótakynslóð arinnar. Æska þeirra var böðuð vakningarljóma þeirra merkilegu tíma. Hinar félagslegu hugsjónir runnu þeim í merg og bein. í þeim efnum héTdu þau sitt strik til æviloka. Þessi kynslóð er nú óðum að telja af sér, en önnur tekur við með breyttan hugsunar- hátt og lífsviðhorf. Mér þykir við eiga að Ijúka þess- um minningarorðum, með lítilli frásögn af okkar fyrstu kynnum. Ekki man ég ártalið, en það mun hafa verið á tímaskeiði fyr-ri heims- styrjaldar. Á Miðbæjum 1 Keldu- hverfi, Garði, Austurgörðum og Krossdal, sem þétt liggja saman, var í uppvexti stór hópur ung- menna. Samgangur var mikill milli þessara bæja og óþvingaður. Fjöl- miðlun var þá lítt þekkt í afskekkt urn sveitum. Lífsgleði og skemmt- an varð að vera heimatilbúin eða engin. Heimboðin, sem hlakkað var til allt árið hófust á jólum og stóðu méð hvíldum oft lengi vetr- ar. Þau voru til skiptis á bæjunum. Við lögðum höfuðin í bleyti, ungl- ingarnir að undirbúa skemmtiat- riði og skapa ný, alls konar leiki og þrautir. Fullorðna fólkið tók þátt í þessu, hvatti okkur og leið- beiodi. Okkur fannst við komast býsna langt í þessum efnum. Mest var um vert að finna upp á ein- hverju, sem kom á óvart og hljóta lof fyrir. Eitt sinn og harla óvænt datt Halldóra á Hafursstöðum inn í okk J4 ar skemmtanalíf. Ekki man ég með vissu hvernig það atvikaðist, en hygg þó hún hafi komið í kunn- ingjaheimsókn að Krossdal. Við- stöðulaust voru heimboð skipulögð í tilefni af komu Halldóru. Hún var nokkru eldri en við, þekktum hana aðeins af afspurn, vissum að hún hafði víða farið, mikið séð og lært. Við unglingarnir vorum hreinir heimaalningar saman borið við hana. Mikill spenningur og nokkur beigur þó, var í liði voru, en ekki varð aftur snúið. Hvernig mundi þetta fara, mundi þessi heimsdama vilja blanda geði Við okkur krakkana, mundi henni ekki finnast lítið til okkar koma og okk ar barnalegu leikja. Sjálfsálitið rið aði til falls. Við vorum stödd inni flest. Halldóra kom inn í fylgd með virðulegum frúm. Loftið var rafmagnað. Komið þið blessuð og sæl, börnin góð, slöngvaði hún yf- ir hópinn. Börnin góð. Nú hún er þá svona. Það var dauft tekið und- ir þessa kveðju eða ekkert. Ég mjakaði mér með hægð út úr hópn um. Mér var það viðkvæmt mál á þeim árum, hve ég var smár vexti. En Halldóra? Það liðu fáein augna- blik. Hún leit yfir hópinn og brosti. Augun geisluðu. Svo fór hún að hlæja. Og hún hélt áfram að hlæja. Við vorum ráðalaus, þorðum ekki einu sinni að líta hvert á ann- að. En þá fór ein lítil stelpa að hlæja líka og síðan við hin hvert af öðru, en við létumst hlæja að litlu stelpunni. ísinn var brotinn. Skemmtilegur timi fór í hönd. Við urðum bergnumin. Hún sagði svo margt skemmtilegt og fyndið, opn aði nýja heima. Og þegar hún hló, hlutu allir að hlæja með. Hún kenndi okkur ýmsa nýja leiki og dáðist að þeim, sem við höfðum búið til. Þetta skal ég muna að kenna vinum mínum sagði hún. Lengi síðan var minnzt komu henn ar. Á þessum hraðfleygu dögum tengdist Halldóra fólkinu á Miðbæj um vináttuböndum, sem entust til æviloka. Meira en hálf öld er liðin síðan þetta var. Og nú er Halldóra far in, en hafði hún breytzt? Að sjálf sögðu — og þó. Sama blikið var í augunum, sama lífsgleðin, bjartsýn in, áhuginn. Með aldri og þroska óx henni raunsæi, en jákvæð var hún engu að síður og aldrei annað en jákvæð. Hún fyllti jafnan þann flokk, sem trúir á batnandi mann- Uf. Björn Haraldsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.