Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 10
Gunnlaugur Jóhann Sigurðsson Fæddur 31. júlí 1884. Dáinn 8. júlí 1970. Ég haíði hugsað mér að biðja íslendingaþættina í'yrir nokkur orð til Gunnlaugs vinar míns í til- efni 85 ára afmælis hans. Þetta lenti þó i undandrætti. Okkur er sagt að aldrei sé of seint að bæta ráð sitt og því freista ég að skrifa nokkrar línur, sem hljóta nú að vera minningarorð. en ekki afmæl isgrein. Gunnlaugur Sigurðsson fæddist að Ingvörum í Svarfaðar- dal 31. júlí 1884. Foreldrar hans voru: Kristín Jóhannsdóttir og Sig urður Gunnlaugsson. Bæði voru þau af svarfdælskum ættum. Brest ur mig kunnáttu að rekja þær að ráði og læt því hjá líða. en oft heyrði ég á tali Gunnlaugs, að frændgarður hans var stór í Svarf aðardal, Hrísey, Ólafsfirði og náði á Siglunes norður. Kristín náði ekki háum aldri og sá ég hana aldrei. Gunnlaugur unni henni mjög og geymdi minningu hennar sem helgan dóm. Oft minntist hann ljúflyndis hennar og góð- mennsku og sérstæðrar nærfærni hennar við menn og dýr sem áttu við bágt að búa. Sigurður var af öðrum viði unn- inn. Ég man hann allglöggt. Augn- svipur hans var svo hvass og harð ur, að ég hef engan slíkan séð sið- an. Honum mun aldrei liafa brugð ið við vofeiílega hluti, enda alinn upp við útilegu-skútuhark eins og Stjáni blái. Hann var kröfuharður um vinnubrögð við sjálfan sig og aðra, en enginn dró í efa trú- mennsku hans og drengskap. Ekki gat ég séð að Gunnlaugur líktist föður sínum að nokkru ráði. Hins vegar var því líkast að móðirin ætti í honum hverja taug, svo lík voru þau um lundarfar og fram- göngu. Var Gunnlaugi þetta vel ljóst. Þau Kristín og Sigurður voru alltaf fátæk og náðu víst aldrei haldi á jarðnæði svo heitið gæti. Svo var þá setinn Svarfaðardalur. Sigurður var löngum á hákarla- og fiskiskipum meðan vertíð entist en réri haustróðra frá Böggvisstaða- sandi (nú Dalvík), eins og háttur var Svarfdæla. Ellefu ára að aldri réðist Gunnlaugur að Hóli í Svarf aðardal til Þorleifs móðurbró'ður síns og var þar tvö ár. Þar var nóg að starfa en lítið varð úr skóla- göngu, — þó eitthvað. En þarna á Hóli opnaðist drengnum nýr heim ur, heimur sem stóð honum opinn æ síðan og var honum hrein upp- spretta yndis á hverju sem gekk. Þorleifur bóndi lék á fiðlu og með einhverjum hælti komst Gunnlaug ur yfir slíkt hljófæri, lélegt þó og tók að „sarga“ eins og hann orðaði það. Litla eða enga tilsögn hlaut hann í fiðluleik en varð þó að margra dómi snillingur á því sviði. Tóneyra hans var svo næmt og traust að sérstætt þótti og ef Gunn laugur vinur minn hefði verið ung ur nú, hefði fiðlan hans prýtt ein hverja hljómsveitina. Síðan eignað ist iiann ágæta fiðlu er hann aldr- aður og skjálfhentur gaf frænku sinni «ögri, ef ég man rétt var mær sú dótturdóttir Sesselíu syst- ir Gunnlaugs, en þau systkinin voru aðeins tvö. Sesselía bjó lengi í Hrísey, en flutti þá suður. Þrettán ára að aldri réðst Gunn- laugur á fiskiskip í fyrsta en ekki síðasta sinn, kraftasmár og kvíð- inn. Móðir hans annaðist fararbún- að hans og fékk ekki hamið né dulið tár sín. Skipstjóri var Helgi Benediktsson. hinn merkasti mað- ur. Hann kenndi ungum mönnum stýrimannafræði. Á skipinu kenndi ýmissa grasa um mannval. Svolamenni sló drenginn með flöt- um lófa á annað eyrað, vildi birta mönnum orku sína. Þetta gat Gunnlaugur aldrei fyrirgefið, enda gekk hann síðan með skerta heyrn. Á skipinu var Guðni Bjarnason frá Meðalheimi á Svalbarðsströnd. Hann tók drenginn undir síná vernd og var ekki framar við hon- um blakað og brátt tók sjómann- inum unga að falla vel og aldrei fann hann til sjóveiki. Á þessu skipi var hann tvær vertíðir. Gunn- laugur mun hafa verið um tvítugt er hann réðst til íoreldra minna að Grýtubakka og þá munu for- eldrar hans hafa fylgt honum en líklega hefur dvöl þeirra orðið skemmri en Gunnlaugs, sem var þrjú ár að Grýtubakka. Þá var liann eitt ár á Grímsnesi á Látra- strönd en síðan hvarf hann aftur til Svarfaðardals. Á þessum árum og raunar ávallt síðan fékkst Gunn laugur við smíðar. Hann kom sér upp rennibekk sem var að mestu hans eigin smíð og aflaði sér ýmissa áhalda. Vegna fjölhæfni 1 störfum og takmarkalausrar trú- mennsku var hann af bændum vel þeginn í vistir, og ágætlega var því tekið er hann greip fiðluna á kvöld vökum og lék dillandi danslög og þau lög önnur er fólkið lærði þá og söng. Gunnlaugur undi vel hag sínum á þessum árum meðal frænda og vina í Svarí'aöardal og hugði ekki til breytinga. Leiö svo fram til ársins 1913 en þá var hann tuttugu og níu ára að aldri. Fljót í Skagafirði er sumarfögur 10 fSLENDINGAÞÆTTm

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.