Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 32
PÁLL ÞORLÁKSSON Fæddur S. apríl 1898. Dáinn 8. október 1970. Fjölmargir Reykvíkingar muna eflaust mann sem um mörg undan farin ár átti fjölfarið um götur borgarinnar, rauðbirkinn nokkuð með fastmótaða og persónulega andlitsdrætti, alltaf berhöfðaður og ætíð á reiðhjóli. Handtaska hékk við hjólið. Víða nam hann staðar, sté af hjóli sínu og hélt til útidyra einhverra íbúðar eða stofn- unar, með töskuna í hendinni. Hann kom að vörmu spori aftur og hélt áfram ferð sinni. Hann hét Páll Þorláksson og var innheimtu- maður. Páll Þorláksson fæddist að Víði- hóli á Hólsfjöllum, 6. apríl 1898. Hann var sonur hjónanna Sólveigar Pálsdóttur, Jónssonar sálmaskálds í Viðvík, og Þorláks Jónssonar, Einarssonar. Kona Jóns Einarsson- ar var Sigríður Pálsdóttir, .Tóakims sonar, systir Aðalbjargar á Stóru- völlum, konu Jóns Benediktssonar bónda þar og systir Sigurgeirs, sem kenndur var við Svartárkot og síðar Þingeyrar, föður Karls á Bjargi í Miðfirði og þeirra Bárð- dalsbræðra í Winnipeg. Sigríður og Jón Einarsson bjuggu á ýmsum stöðum í Bárðar- dal og að þeim látnum bjuggu börn þeirra á Jarlsstöðum í sömu sveit og voru við þann bæ kennd. Þau voru Ingólfur, bóndi á Innra- Hólmi, Páll Helgi, bóndi í Stafni, Sigurgeir og Jónína Aðalbjörg, sem héldu heimili saman í mörg ár og bjuggu á ýmsum stöðum í Árnessýslu og svo Þorlákur, sem var yngstur þeirra systkina. Sólveig og Þorlákur bjuggu í sambýli við aðra, fyrst á Víðihóli sem fyrr segir, síðan á Þverá í Laxárdal og loks á Stóruvöllum í Bárðardal. Þau eignuðust þrjú börn, Pál, Jón og Sigríði. Sigríður er gift Bernharði Pálssyni skip- stjóra og búa þau í Reykjavík. Jón andaðist ungur, en fulltíða. Árið 1912 fluttust Sólveig og Þorlákur frá Stóruvöllum að Innra-Hólmi, til Ingólfs, bróður Þorláks. Síðan bjuggu þau á ýms- um stöðum, en lengst á Kirkju- ferju í Ölfusi og Geithálsi, í nám- unda Reykiavíkur. Að lokum lá leiðin til höfuðborgarinnar og þar önduðust þau. Sólveig var gáfuð kona, ljóðelsk og tónelsk með af- brigðum, en mjög heilsuveil lang- an hluta ævinnar. Þorlákur var glæsimenni. glaðljmdur og greind- ur vel, hvers manns hugljúfi og búfjárhirðir í fremstu röð. Þau störf stundaði hann um nokkurt skeið hjá Thor Jensen á Korpúlfs- stöðum og víðar. Mörg ár var hann mjög heilsuveill. Allir sem kynnt- ust þessum hjónum áttu um þau ljúfar minningar og þótti vænt um þau. Veraldarauður varð þeim aldrei að fótakefli. Páll Þorláksson og Sigríður systir hans fylgdu jafnan foreldr- um sínum, og eftir lát þeirra héldu þau heimili saman, unz Sigríður giftist. Eftir það átti Páll athvarf lijá þeim hjónum. Páll Þorláksson var um margt sérkennilegur og merkur maður, lét þó litið yfir sér og otaði sér aldrei fram fyrir aðra. Hann var atgerfismaður til íþrótta, var 1 íþróttafélaginu Ármanni og stund- aði sund, glímu og frjálsar íþrótt- ir á meðan aldur og heilsa leyfðu. Hann var greindur eins og hann átti ætt til, ljóðelskur mjög og kunni mikið af kvæðum og lausa- vísum og las mikið. Hann skrifaði eina hina fegurstu rithönd, var ráðvandur og trúr í störfum og hinn ljúfasti félagi. Hann var ferða garpur mikill og hans mesta yndi voru ferðir um fjöll og öræfi- Hann var gjörkunnugur landinu og unni náttúrufegurð og öræfa- kyrrð af heilum hug. Atgervi og hæfileikar Páls Þor- lákssonar virtust í mikilli mótsögn við reiðhjól hans, lúða handtösku og endalausar ferðir um götur höfuðborgarinnar til innheimtu fyrir aðra. En einmitt fyrir það starf vann hann sér hylli hús- bænda sinna og vinsældir sam- starfsmanna. Hann var lengi í þjón- ustu sömu manna og stofnana og síðustu 30 árin innheimti hann fyrir Sjóvátryggingarfélag ls- lands, svo dæmi sé nefnt. Hann var prúður og hógvær svo að af bar, og þó var yfir honum reisn íþróttamannsins og ferðagarps- ins, er hann sté af hjólinu. Hann var hjartahlýr og vægur í dóm- um um menn og málefni og lagði aldrei öðrum illt til. Þótt Páll Poláksson væri ung- ur, þegar hann fluttist úr Bárðar- dal, voru honum æskustöðvarnar hér fyrir norðan kærar og ferðir hingað eins konar pílagrímsferð- ir. Það var gott að fá liann að gesti og þær tryggðir er hann batt, slitnuðu ekki. Hans er gott að minnast. Árið 1967 varð Páll Þorláksson fyrir slysi. Bifreið rann á hjól hans í mikilli hálku. féll hann á götuna. Eftir það var hann sjúkl- ingur, þar til hann andaðist 8. október 1970. Páll H. Jónsson, Laugum. 32 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.