Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 21
fyrir utan Skála og þess vegna á leiðinni að Hvammi, spilltist svo hún varð illfær hestum. En Þóru varð allt í einu svo mikið í mun að komast út að Hvammi til Siggu sinnar, að Jón Sveinbjarnarson dótt ursonur 'hennar, sem var bæði stór og sterkur, tókst þann vanda á hendur að bera hana yfir upp- bólgna ána á milli skara. Hefur hann sagt mér, að við það hafi hann komizt í mikla þrekraun, því að sú gamla var ærið hnellin, þótt hún væri ekki há í lofti. En hon- um tókst að koma bæði henni og hestinum heilu og höldnu yfir ána og þá var gatan greið út að Hvammi. Eftir að hún kom að Hvammi mætti hún Sigurjóni, þar sem hún var á gangi utan húss og sagði við hann, að hún hefði verið að gæta að, hvort hann ætti nokk- urn við í kistuna sína. En Sigur- jón var nú líkkistusmiður sveitar- innar eftir föður sinn. Þóra hafði aldrei verið málskrafs kona um ævina, en nú vissi liún líka yel hvað hún söng, því það leið ekki á löngu að hún veiktist skyndi- lega og var öll að mjög skömm- um tírna liðnum. Virtist hún aðeins hafa komið til þess að skila Alföður önd sinni í höndum sinnar elskulegu dóttur. Einmitt rétt um þessar mundir fékk aldraður bóndi, Jón Jóngeirs- son, sem lengi hafði búið í Vestur- holtum skammt frá Hvammi og ekki vildi yfirgefa sveit sína og flytja til Eyja með fjölskyldu sinni að dvelja sín síðustu ár þar, og deyja þar í höndum þeirra Sigríð- ar og Sigurjóns. Hann átti aðeins einn dýrgrip í eigu sinni, sem var grár hestur. Með blindum augum hafði honum marg tekizt að skrifa á miða sem hann geymdi í koffortinu sínu, að hún Sigríður ætti að eiga hann Grána. Þau hjónin voru sem að líkum lætur eftir lyndiseinkunum þeirra mjög hjúasæl, þótt þá væri sú öld að mestu um garð gengin að fólk gerðist ársvistarhjú. En Sigríður átti .því láni að fagna að hafa sömu duglegu og trúu vinnukonu í 23 ár. Líka tóku þau vikadreng, Ein- ar Auðunsson, frá Efrihól. Hann yfirgaf aldrei Sigurjón meðan hann þurfti hans með, reyndist hann bæði tryggur Qg þarfur uppeldís- sonur. Einar þessi var Iaghentur Qg hefur það brðlð honum mikill ávinningur að k'ómast í kynni við Sigurjón snillinginn og smiðjuna hans. Þuríður yngsta barnið og einka- dótturin varð snemrna stór og glæsileg stúlka, enda yndi og auga steinn foreldra sinna. Virðist mér hún líkjast Þuríði ömmu sinni og nöfnu líklega bæði í sjón og raun. Hún giftist líka ágætum rnanni, Valdimar Einarssyni Kárasyni frá Neðradal í Biskupstungum og Kristjönu konu hans. Valdimar er bifreiðastjóri, en þó fremur öku- kennari í seinni tíð. Þau hafa eign azt 5 efnileg vörn, 4 drengi og eina stúlku. Er þar líkt á komið með þeim mæðgum, nema hvað Þuríður hefur fengið að halda öll- um sínum hjá sér. Það má segja að með Valdimar eignuðust þau hjónin Sigríður og Sigurjón góðan son, svo kær og hugþekkur var hann þeim báðum. Það var þeim mikið yndi og upp lyfting, að skreppa suður og dvelja hjá þeirn og börnum þeirra um stundarsakir. Ekki má heldur gleyma tengda- dóttur þeirra Magneu Hallmundar dóttur, ekkju Einars þeirra. Hún reyndist mikill stólpi við að koma börnum sínum og Einars til manns og vera líka tengdaforeldrum sín- um góð og trygg, leyfa þeim oft að sjá barnabörn sín og hafa þau hjá sér tíma og tíma. Á greftrunardegi Sigurjóns 27. sept. 1969, var hans vel og mak- lega minnzt í Morgunblaðinu, af séra Birni Jónssyni presti í Kefla- vík. Ég hef þess vegna verið fáorð um list lians og verkmenningu. Þess má nærri geta, að Sigríður sem staðið hafði við hlið manns síns 1 bKðu og stríðu, sorgum og gleði í 56 ár, hafi nú þótt stórt skarð fyrir skildi og einmanalegt um að litast lieima í Hvammi, eft- ir ástvin sinn horfinn. Samt var hún undur róleg þegar ég heim- sótti hana daginn eftir jarðarför- ina. En þá sagði hún mér, að Þuríð- ur dóttir sín vildi endilega, að hún kæmi til hennar fyrst um sinn, til þess að dreifa eyðileikanum. Það varð svo að ráði að hún yfir gaf Hvamminn, þar sem hún hafði dvalið í 56 ár og ekki hugsað sér að yfirgefa í alvöru lifandi. En það var eins og að örlög hennar og móður hennar ættu að vera þau somu í því að deyja ekki þar, sem þær lehgst höfðu alið aldur sinn. Það var 9. júií, einmitt þegar i óðaönn var verið að urtdirbúa ferð ÍSLENDINGAÞÆTTIR hsnnar austur að Hvammi og tengdasonur hennar var að kepp- ast við að ná út nýjum bíl, til þess að keyra hana í austur, að hún hné niður máttlaus öðrum megin og var önduð á hádegi 12. júlí. Hún var fluít á Landakot og Þuríður vakti þar yfir henni. En hún missti fljótt meðvitund og leið á braut án minnstu kvala. — Áður hafði hún eitt sinn sagt við dóttur sína, að líklega ætti liún að deyja hjá henni, eins og mamma sín hefði dáið hjá sér. Það var nú fram kom- ið. Þar sem Sigríður dvaldi í Reykja- vík, gat ég nokkrum sinnum hitt hana, hennar síðustu mánuði. Mér fannst þá, eins og hún gæti átt eftir að lifa ennþá í mörg ár. Ég h'eld, að það hafi verið á síðasta fundi okkar, sem hún sagði við mig: „Himnafaðirinn hefur verið mér mikið góður. Ég hef átt mik- ið góðan hinmaföður". — Hún kveið áreiðanlega ekki för sinni heim til föðurhúsanna, þar sem hún var örugg um að allir ástvin- ir, sem á undan voru farnir væru vel geymdir. Fjöllin tjölduðu sírm fegursta, þann 14. júlí, sem lík hennar var flutt austur að Hvammi, þar sem hún beið þess að verða lögð við hlið manns sína í ísólfsskálakirkju garði 18. júlí, að viðstöddu miklu fjölmenni, með góðum yfirsöng. og við sólardýrð og mestu unaðs- serndir Eyjafjalla — sveitarinnar, sem lengi mun blessa minningu þessara ágætu hjóna. Hún er fá- tækari að þeim gengnum, en það er líka mikið þakkarefni, hve lengi þau fengu að lifa og starfa meðal vina og ástvina í sinni elskuðu fæð ingarsveit. Örottinn blessi látna og lifend- ur! ' Reykjavík í febrúar 1971, Anna frá Moldnúpi. 1 á í 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.