Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 18
Líka voru þau Sigríður mamma
mín og Tómas systurbörn hans.
Hann gerði það heldur ekki
endasleppt við Guðrúnu systur
sína, því að þegar hún hafði misst
mann sinn og þau börn, sem stóðu
fyrir búinu á Rauðafelli, tók hann
hana til sín og andaðist hún í hárri
elli í Varmahlíð, þar sem lágu
hennar bernsku- og æskuspor. Sig-
urður ávarpaði hana aldrei öðru-
vísí en „systir mín“.
í Varmahlíð ríkti mikil glað-
værð, þar var mikið spilað og mik-
ið sungið. Þóra hafði undraverða
ánægju af spilum. Hún hefði ef-
laust komist langt í þeirri grein,
hefði hún lifað á þeim tíma, sem
spilamennskan varð íþrótt, en ekki
aðeins dægradvöl, eins og hún var
á Þóru tíð. Þá sungu allir, sem
vettlingi gátu valdið þar, því að
þá var ætíð sungið við húslestra.
Raunar var það víst líka tíðkað
á fleiri bæjum. En vera má að
prestablóðið í Varmahlíðarfólkinu
hafi eitthvað kynnt þar undir. Jón
Steingrímsson eldprestur var lang-
afi Sigríðar Einarsdóttur frá Skóg
um. En Sigurður Jónsson prestur
í Holti, sem talinn var mikill ræðu
skörungur, var langafi Tómasar
manns hennar. Varmahlíðarsyst-
kinin voru líka aðalsöngkrafturinn
í ísólfsskálakirkju í mínu ung-
dæmi og Sveinbjörn Jónsson á ís-
ólfsskála, sem Anna giftist, var
lengi organisti í kirkjunni. Það var
skömmu áður en Sigríður í
Hvammi dó, sem hún sagði við
mig:
„Alltaf varð maður að syngja,
hvernig sem manni leið innan
brjósts. Við urðum að syngja yfir
mömmu þinni, sem var eins og
systir okkar, en það var enginn
annar til“.
Það var sannarlega góður kraft-
ur, sem Fjallasveitin fékk frá
Reykjavík. þar sem Þóra Torfadótt
ir var. Hún var svo hagsýn og
stjórnsöm við alla umsýslan matar
gerðar, að ekki þótti gerlegt að
halda svo nokkurt samkvæmi, sem
að kvað, nema Þóra væri þar til
umsjónar og forsvars.
Ég minnist þess sem sælustu
stunda bernsku minnar, þegar við
systkinin fengum að fara til frænd
fólksins í Varmahlíð og dvelja þar
dægrin löng við allsnægtir og
blíðu. Fara út í Hlaup, ganga á
Háunýpu og Skinnastein eða jafn-
vel út á Arnarhól í fygld þeirra
sem ráðnari og rosknari voru.
Eiginlega var það skemmtipró-
gram i Varmahlíð, að ganga út á
Arnarhól, þaðan varð sjónhringur-
inn víðari en að heiman frá bæn-
um. í þá daga var svo margt smátt
sér til gamans gert og fólk var
þá ekki vansælla í sinni látlausu
gleði en nú í allri dýrðinni. Þó er
mér smiðjan á hlaðinu allra hug-
stæðust, þar sem frændur mínir
Sigurður eða Tómas sátu og hömr-
uðu skeifurnar eða annað því líkt.
Það var mér mikið undrunarefni
að sjá gallhart stálið láta að vilja
þess, sem á hamrinum hélt, þegar
það kom rauðglóandi út úr kola-
glóðinni. Það var líka mikill mun-
aður, að fá að blása ofurlítið. Líka
fannst mér kornmyllan við læk-
inn mikil töfrasmíð. Mér fannst
sem þeir Varmahlíðarmenn gætu
alla hluti vel gjört!
Úr þessu bjarta hlýja umhverfi
var Sigríður Einarsdóttir, sem
gjörðist húsfreyja í Hvammi, sprott
in. Það var haustið 1913, sem þau
giftust Sigríður og Sigurjón Magn-
ússon í Hvammi. Móðir Siginrjóns
var frá Indriðakoti undir Eyjafjöll
um dóttir Jóns og Arndísar, sem
þar bjuggu allan sinn búskap.
Mega þau hafa verið mikil sæmd-
arhjón, svo ágætar voru þær þrjár
dætur, sem þau eignuðust og Jósef
uppeldissonur þeirra, lagði okkur
til ráðherra, þar sem var Jóhann
Þ. Jósefsson. En Magnús faðir hans
var Sigurðsson frá Seljavöllum í
Austur-Eyj af j allasveit, þau höfðu
búið í Hvammi allan sinn búskap.
Þuríður var ekkja og tveggja
bama móðir, þegar Magnús gekk
að eiga hana. Fyrri maður hennar
var Einar ísleifsson frá Seljalandi
undir Eyjafjöllum. Hann missti
hún eftir fárra ára sambúð, þar
sem hann var við sjóróðra á Suð-
urnesjum.
Þeirra hjónaband hafði verið
með eindæmum ástúðlegt. Ég man
það eins og ég hefði heyrt það í
gær, að Þuríður var að segja kon-
um, sem vöktu með lienni eftir
barnsfæðingu frá tildrögum síns
fyrra hjónabands, þá var ég bara
10 ára. Hún var ekki neitt
mikið hrifin af Einari, þegar hann
fór að leita til við hana, þótti hann
ekki nógu fríður og var að hugsa
um að hryggbrjóta liann. Samt seg
ir hún Guðlaugu systur sinni frá
þessu, sem þó var yngri. En hún
segir: „Þá færð þú þó mann, sem
elskar þig“. — Þetta fór hún svo
að hugleiða og varð það úr að hún
játaðist honum. Og það voru allir
dagar of stuttir sem ég átti með
honum.
Hann vildi heldur ekki láta hana
munaðarlausa í heiminum með tvð
ungbörn, því að hann lét Magnús
sem var mikill vinur hans og hjá
honum var í banalegunni lofa sér
því, að taka Þuríði og bömin að
sér.
Hefur Einar þekkt vin sinn það
vel, að hann vissi, að sá mundi
ekki lenda á hrakningi, er hann
tæki að sér, ef honum entust líf
og kraftar.
Það hafa heldur ekki verið nein
neyðarúrræði að lofast til að taka
Þuríði Jónsdóttur að sér, jafnvel
þótt hún væri með tveim ungum
börnum.
Þuríður var ein sú merkasta og
yndislegasta kona, sem ég hef
kynnzt, þótt hún væri þá orðin
öldruð og hefði orðið fyrir þeirri
reynslu, að missa því nær alveg
getu til gangs sökum kölkunar,
sem hún fékk um mjaðmir.
Mér hverfur hún aldrei úr
minni, þar sem hún sat alla daga
í rúminu sínu, vel klædd að forn-
um íslenzkum hætti með skott-
húfu og óvenjulega langar og þykk
ar fléttur, sem voru nældar undir
húfuna, tóku henni í beltisstað.
Hárið sem var dökkjarpt, var sjálf-
liðað að framan og þurfti hún
enga sundurgerð, til þess að vera
hin tígulegasta ásýndum. Hún var
sí-iðjandi, eða þá lesandi guðsorð.
Öll hennar breytni var til mikillar
fyrirmyndar, ungum og gömlum.
Aldrei minnist ég þess að hún
misstigi sig á tungu sinni, svo ræð-
in og skemmtileg, sem hún þó var.
Eitt sinn sagið hún við mig:
„Ég bið þess oft, að ég megi
finna öll ljósubörnin mín í skila-
réttinni stóru á himnum“. — Því
líka ljósú áttum við börnin undir
Eyjafjöllum, sem Þuríður í
Hvammi greiddi veg til þessa mis-
jafnlega hlýja jarðlífs. Hún var
enda elskuð og virt af öllum þeim,
sem hennar hjálpar urðu aðnjót-
andi.
Þeim Þuríði og Magnúsi Sigurðs
syni hafði búnazt mjög vei í
Hvammi, munu þó naumast hafa
byrjað auðug. Þá var líka tvíbýli
í Hvammi. En síðar tókst Magnúsi
að komast yfir alla jörðina, og þótt
hann yrði fyrir miklu tjóni á lieilsu
sinni, snemma á búskaparárum sín
um, þar sem hann lá tvær stór-
legur, nær að bana kominn af
18
ÍSLENDINGAÞÆTTIR