Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 7
Hmstsis Sigui rbjörg Jónsdóttir Gautsdal Því verður ekki neitað, að mis- hár virðist sá brestur verða, þeg- ar einn eða annar hverfur úr röð- um ferðafélaganna, enda kemur þar margt til. Sú er líka reynslan. að sá brestur veltur ekki fyrst og fremst á því, bversu sætið hefur verið skipað, heldur því hve stormasomt hefur verið um það. Má vel vera, að þegar lægst Iætur, verði það talið til öfugmæla, að tala um brest. Þó mun 1 flestum þykja, sem eitthvað sé brostið, þeg- ar horft er á autt sætið, jafnvel þótt. úr fjarlægð sé, og þá með öðrum augum og aldnari, en fyrir áratugum, enda eru þá oft tekin önnur verðmæti til mats- gerðar en áður. Þetta á vel við, þegar Sigurbiörg i Gautsdal á í hlut, en þannig nefndum við sveit- ungarnir liana löngum og þar heima geymum við hana i minn- ingum okkar. a.m.k. við. sem heim an erum horfin. Hún kvaddi sér lítt hljóðs utan heimilisins. Skorti hana þó til þess hvorki skapríki né einurð. En hún var barn síns heima, átti þar sin vé að vernda og helgaði þeim önn sína og at- orku. Hún bm nær allan sinn bú- skap á jörðum þeirra sveita, se1'" hún dvaldi í. Ys umferðarinnar á þjóðleiðunum snart því ekki heim- ili hannar að jafnaði. Sá sístreymi kliður, er hanni fylgir. vakti því enga athygli á Sigurbjörgu né hátt- um hannar. Þó voru á því minn- isstæðar undantekningar. í örskots lengd frá bæ hannar þar í Gautsdal var skilarétt fyrir iiluta sveitar- innar flest árin, sem hún réði þar húsum. Auk þess áttu fimm aðrar sveitir allmiklar fjárskilavonir þar. Þeim er til réttarinnar sóttu, var því allra hluta vegna auðsóttast um alla fyrirgreiðslu til þeirra Gautsdalshjóna, enda auðsótt þang að, hvernig sem metið er. Reynsla þeirra er þangað sóttu var og sú að þegar hausthregg og hrakviðri tóku sinn þátt í réttarstörfunum og jók nauðsyn leitarmanna og réttargesta svo ómælanlegt varð, því hlýrri voru viðtökurnar, því fyllri úrlausnir þeirra hjóna. Þó réttin sé fyrir nokkrum árum flutt frá garði þar í Gautsdal, munu margir muna þessa sögu frá þeim haustum, þegar veðurguðir sner- ust andvígir þessum sérstæðum og þó þjóðfrægu hátíðum íslenzkra sveita. En þessa sögu eigum við sveitungar þeirra Gautsdalshjóma einnig frá nágrenni annarra skila- rétta, enda gerist hún í flestum þeim sveitum, sem slíkar réttir eiga innan sinna marka. En hún er því hugstæðari, hlutur og önn þeirra húsmæðra, sem þá deila málsverðum og yl meðal nauð- þurftarmanna auðskildari, sagan hugþekkari, minningarnar hug- ljúfari, sem henni eru tengdar. En hlutur húsmæðranna í þessu æv- intýri er þá stærstur, er á móti blæs. Þar var Sigurbjörg í Gauts- dal ágætur fulltrúi og naut þar at- orku sinnar og úrræða í ríkum mæli. Sigurbjörg fæddist á Tind- um á Ásum 1. apríl 1899. Foreldrar hennar voru hjón- in Sigurlaug Bjarnadóttir og Jón Jónasson, bóndi í Haga. Faðir Sigurlaugar var Bjarni bóndi í Króki á Skagaströnd og víðar, síð- ast í Hamarsgerði í Skagafirði, Benediktsson bónda á Skúfi og Ytri-Ey, Jónssonar. Kona Bene- dikts var Sigríður Bjarnadóttir bónda í Kálfárdal, Jónssonar. Móð- ir Sigurlaugar var fyrri kona Bjarna, Guðrún Hafliðadóttir, bónda í Ögmundarstaðakoti. Jóns- sonar. Móðir Guðrúnar var Björg Magnúsdóttir frá Vallholti. For- eldrar Jóns í Ilaga voru Jónas Sigurðsson, bóndi í Melrakkadal og Titlingastöðum og kona hans Ragnhildur Aradóttur frá Þverá. Verða þessar ættir ekki raktar hér frekar. Er margt þessara ætt- menna þekkt að atorku og hug- rekki. Sigurbjörg fluttist ineð foreldr- um sínum að Haga í Þingi fyrsta vorið. sem hún lifði. Þá náðu for- eldrar hennar ábúðarrétti á jörð- inni og bjuggu þar, meðan þeim entist orka. Þar ólst Sigurbjörg upp við erfiði uppvaxtaráranna, svo sem þá var títt um þrekmikla unglinga. Ilún stundaði nám við kvennaskólann á Blönduósi í tvo vetur og var það eina skólaganga hennar. Mun hún hafa reynzt henni hinn ágætasti þroskagjafL 1920 réðist ungur maður að Haga, sem vinnumaður. Hann heit- ir Haraldur Eyjólfsson, upprunn- inn af Álftanesinu en alinn upp í Skagafirði við harðtæk kjör á marga lund. Ilann náði samt þeim þroska að verða að hetju til afls og áræðis. Þau Sigurbjörg felldu hugi saman og giftust 1922. Þau reistu bú í Hlíð á Vatnsenda og þó aðeins á hluta jarðarinnar vor- ið 1923 og bjuggu þar til vors ÍSLENDINGAÞÆTTIR 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.