Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 5
MINNING Halldór Helgason, HALLORMSSTAÐ „Mismunur er á náðargáfum, en andinn hinn sami, og mismunur er á embættum, en drottinn hinn sami, og mismunur er á fram- kvæmdum, en Guð hinn sami, sem öllu kemur til leiðar í öllum“. Svo mör-g eru þau orð, sem hér skulu vera yfirskrift hugleiðinga í minningu Halldórs Helgasonar á Hallormsstað, sem hinn eini og sami andi hlutaði að vild sinni í gjöf hins jarðneska lífs. Ekki eins og öðrum. En „út af fyrir sig, eins og öllum“, svo að speki Páls t Andvarp. (Flutt við luiskveðju Einars Kads Sigvaldasonar.) Pabbi minn! Nú ertu kominn í himininn. Ég veit að þú hefir fengið þinn vilja, en það er svo erfitt að skilja. Pabbi minn! Nú ertu kominn í himininn. Þú málaðir blámann með brunandi skýjurn og bættir við litina nýjum og nýjum. Pabbi minn! Nú ertu kominn í himininn. Þú sást aðeins fjöllin við sjóndeildarhringinn. Þig svimaði ekkert og fannst ekki stinginn. Pabbi minn! Nú ertu kominn í himininn. Fjöllin þú sérð og firðina betur og fegurstu kvæðin þín skrifað nú getur. Alvaldur blessi anda þinn. Sara Karlsdóttir. komi fram í ályktuninni um fjöl- brigði mannlífsins og ójöfn skipti. Þeir, sem þekktu Halldór vita, að hann var sáttur við ræðan hlut og óræða veiting þess, sem honum féll til. Maður öfundarlaus og trú- lyndur. Herrar hans um dagana minnast þann veg hins dygga þjóns, og sjá nú fallið sjaldfundið merki húsbóndahollustunnar, þeg- ar hann er allur. — Halldór þjón- aði öðrum lengst af ævi sinnar. Sú þjónusta var veitt með því móti, sem hiklaust má kalla fórn. Hann bar að vísu úr býtum það, sem hann þurfti af hendi heiðar- legs fólks. Og hann var fráleitt píslarvottur í umhverfi sínu, því að hann fékk ríkulegast goldið af þeim fjársjóði, ®em honum þótti mest um vert. Það var gleðin yfir velgengni þeirra, sem honum voru kærastir, skyldra og vandalausra. Ilann átti marga velunnara og góða kunningja. Óvildarmenn enga, af því að rnenn öfunda ekki þjóninn né girnast þær eigur, sem ekki eru til. Mismuninn á embætt- urn mat hann án nokikurra sárinda, og á framkvæmdum með hiýlegri aðdáun og hógværð. En hín undar- legu brigð náðargáfnanna sá hann í ljósi þess, að eitt er gæfan og annað gjörvileikinn. Og hann þakk aði þá heill, sem hann, næstum einn, áleit líf sitt hafa hlotið. Þá skoðun þekktu hinir fáu nákomnu vinir hans, og glöddust með ein- lægum, jákvæðum hug hins gamla og reynda þjóns. Rás átakalausra örlaga leiddi til þess, að hann, sem a ldrei hafði verið annars staðar en í Valla- hreppi á Héraði, dó vestur í Stykk- ishólmi. Hann kvaddi Hallorms- stað og sveit sína á s.l. hausti og hugðist hafa vetursetu á Elliheim- ilinu Grund, en lieilsu hrakaði ört við vistaskiptin, eins og oft vill verða. Bak jólum hvarf hann til bróðursonar síns, læknisins í Stykikishólmi, og dó þar hinn 19. janúar, þó heldur óvænt. Útför hans var gerð í Vallanesi 27. janú- ar af öllum þeim sóma, sem vant er að sýna minningu genginna sveitunga á Héraði. Saknaði ég þess mjög, að vera firr farinn og geta ekki sungið hinn góða vin fjölskyldu minnar til moldar. Eitt sinn, er við Halldór sátum á tali á Hallormsslað, sagði hann mér frá uppruna sínum og ævi- vegi. Þótt enginn viti hver annan grefur, eins og honum voru þá endurnýjuð sannindi, er þau voru fyrir skemmstu látin á miðjum aldri frú Þórný Friðriksdóttir, hús móðir hans, og Sigurður Guttorms son hreppstjóri á Hallormsstað, vildi hann helzt, að ég þyrfti ekki að grennslast um sögu sína, er hann færi fram af heiminum. Víkst ég að sömu ekki undan, þótt á öðrum vettvangi sé, en hann ætl- aði. Ilalldór fæddist í Gíslastaða- gerði á Völlum 30. apríl 1896. Voru foreldrar hans Helgi Eíríks- son, bónda í Gíslastaðagerði Auð- unssonar, og kona hans Guðfinna Halladóttir, Snjólfssonar Rustik- ussonar, en móðir I-Ialla, esm bjó á Sturluflöt í Fljótsdal, var Ásdís, yngst tíu dætra síra Sigfúsar und- ir Ási Guðmundssonar, prests á Refsstað Eiríkssonar. Þau Helgi og Guðfinna voru ekki sjálfstæðir búendur, enda varð hann skammlífur. Lengst voru þau hjá Þórarni, föður Árna á Ormarsstöðum, er þá bjó á Úlfs- stööum. En frá sex ára aldri var Halldór hjá Nikulási oddvita Guð- jnundssyni og Þuríði ljósmóður ÍSLBNDINOAÞÆTTIR 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.