Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 31
næði gefins hiá Birni eins og áð-
ur segir.
Þetta var haustið 1934 að Eyþór
sigldi til Þýzkalands með mjög lof
legt meðmælabréf að heiman.
Þetta bréf fór til borgarstjórans í
Hamborg, sem hafði þau áhrif að
ríkisópera og ríkisleikhús stóðu
Eyþóri opin, og sennilega hefur
það ekki spillt á uppgangstíma
Hitlers, að hann var norrænn mað
ur og ljóshærður. Stundum fékk
hann sæti í stúku með fínu fólki,
sem hafði tónverkið sem flytja átti
á nótum fyrir framan sig, en Ey-
þór hafði fyrst engin blöð og var
hálf feiminn. En þessi námsferð
varð honum til mikils lærdóms og
ósegjanlegrar gleði.
Tónsmíðar Eyþórs Stefánssonar
eru ekki miklar að vöxtum, sem
út hafa verið gefnar. Þrjú sönglög
voru gefin út í Kaupmannahöfn
árið 1947, Lindin, Mánaskin,
Myndin þín og Þjóðveldisdagur ís-
lands hafa verið gefin út hér á
landi. Auk þess á hann allmikið
safn af tónsmíðum, sem ekki hafa
verið prentaðar og landslýðurinn
á eftir að tileinka sér og njóta.
Lög eftir Eyþór hafa verið tekin
til flutnings á Norðurlöndum, og
fyrir fáum árum fékk hann pen-
ingasendingu frá Vínarborg, en
þar hafði lagið Lindin verið tekið
til flutnings í höfuðborg tónlistar
í Evrópu, sem Vín hefur verið um
aldir.
Tónlist er ráðgáta eins og lífið
sjálft og býr yfir dularfullu afli,
sem haft hefur mikil áhrif á þróun
menningarinnar. Sumir telja tón-
listina æðsta allra listgreina. Hinn
gríski spekingur Plató skrifar um
tónlistina: „Tónlistarleg þjálfun er
öllum tækjum voldugri, vegna
þess, að taktur og samhljómur
ryðja sér braut inn í innstu fylgsni
sálarinnar, þar sem þeir setjast að
og veita sálu þess, sem réttilega
er kennt, yndisleik og þokka“.
Eyþór Stefánsson er meðalmað-
ur á hæð, fremur grannur, svipur-
inn hreinn og fyrirmannlegur, hár
ið alveg hvítt, var áður gulbjart,
málrómur fagur. Manna kurteis-
astur er hann, orðprúður og orð-
var, stundvís, hófsamur og reglu-
samur. Þennan mann mundu Bret
ar hafa sæmt tignarnafninu „noble
man“, enda hefur ævistarf hans
beinzt að því að veita „yndisleik
og þokka“ inn í sálir samtíðar-
manna.
Eitt skortir Eyþór með öllu, sem
mörgum er í blóð borið og notast
til að halda sig vel 1 mannlegu
samfélagi. Það er féhyggja og þess
vegna hefur fjárhagur hans löng-
um verið fremur þröngur. Ekki
þó svo, að hann hefur eignazt hús
og hljóðfæri og verið vel búinn
eins og höfðingja sæmdi.
En gæfumönnum verður margt
til stuðnings. Árið 1936 kvæntist
Eyþór Sigríði Önnu Stefánsdóttur
og eiga þau eina dóttur, Guðrúnu,
sem búsett er og gift á ísafirði.
Faðir Sigríðar var Stefán bóndi á
Refsstöðum í Laxárdal fremri, Ei-
ríksson bónda í Blöndudalshólum.
Systir Eiríks var Þorbjörg, fyrri
kona séra Stefáns á Auðkúlu. Móð-
ir Sigríðar var Svanfríður Bjarna-
dóttir bónda á Vöglum á Þela-
mörk, Arngrímssonar prests á
Bægisá. Hálfbróðir Svanfríðar var
Frímann B. Arngrímsson, merki-
legur maður á sinni tíð.
Frú Sigríður er góð kona, hrein
og bein í fasi og framkomu og
má ekki vamm sitt vita. Hún hef-
ur löngum unnið við verzlunar-
störf með heimilisstörfum til þess
að drýgja tekjur heimilisins, er
hagsýn og ráðdeildarsöm.
Þá vil ég geta þess, að Eyþóri
hafa verið veitt listamannalaun all
lengi og hafa aldrei verið af hon-
um tekin. Fyrir það er hann mjög
þakklátur og hefur látið svo um-
mælt, að þess vegna hafi hann get
að unnið meira að hugðarmálum
sínum.
Ekki get ég stillt mig um að
segja lítið eitt frá húsi listamanns
ins á Sauðárkróki. Það stendur
uppi í brekku norðarlega í bænum
og er þar fögur útsýn yfir bæinn
og fjörðinn. í þessu húsi er sér-
staklega gott andrúmsloft og hafa
margir fleiri en ég skynjað það.
Andinn mótar efnið. „Þar andar
Guðs blær,“ og þar hefur „söngs-
ins englamál“ fyllt sali í háa tíð.
í stofu á neðri hæð er orgel og
yfir því er stór mynd af Beethov-
en, en annars staðar gipsmynd af
Schubert. Til hliðar við orgelið
eru myndir af Páli ísólfssyni og
Emil Thoroddsen og allmargar
myndir af leiksviði. í stofu á efri
hæð er píanó og þar hjá myndir
af Mozart og Wagner. Þar eru
líka mörg málverk, flest gjafir
frá vinum og - félagasamtökum.
Stærsta málverkið er eftir Sig-
urð Sigurðsson, gjöf frá kirkju-
kór og sóknarpresti. Þá eru mál-
verk eftir Kristínu Jónsdóttir, Em-
il Thoroddsen, Kjarval og Jón
Stefánsson.
Eyþór Stefánsson er eins konar
opinber persóna, sem Skagfirðing-
ar eiga og það er gagnkvæmt.
Hann á þá líka. Þau hjónin gerðu
ferð vestur á ísafjörð og voru þar
á afmælisdegi Eyþórs 23. janúar
síðastliðinn. Það veit ég með vissu,
að Skagfirðingar hafa sent beztu
afmælisóskir þangað vestur „yfir
fjöll og flóa“ með hljóðri þökk
og einlægum vinarhug, sem er
það bezta, sem bærist með mönn-
um.
Björn Egilsson.
Engin ævisaga, engin afreka
skrá, enginn lofköstui — aðeí.us
örfá þakkarorð fyrir þær ótöldu
stundir, sem ég hef setið „unair
ljúfum lögum“ þessa ljúfl'ingsson
ar sönggyðjunnar, þessa sjötuga
sveitunga míns.
Eigi veit ég hver er góíugust
lista. Hitt veit ég, að engin list hef-
ur sem tónlistin komið át á mér
tárum — og er mér þó naumast
grátgjarnara en öðru.n mönnuin
flestum. Þessari list gexx Eyþór
ungur á hönd og batt við hana ævi-
langa tryggð. Hún er Qrottning
hans, æviást og ástríða, þessa hæg-
láta, gagnprúða manns. Henn. hsf-
ur hann þjónað af einiægrj und.r-
gefni og lotningu, svo sem þeir
einir geta gert, sem eru fæddir
með auðmýkt hins sanna lista-
manns í hjartanu.
Tónsmíðar Eyþórs Stefánssonar
hefðu án efa orðið fleiri, meiri að
magni, stærri í sniðum, ef átt
hefði hann þess kost að læra
meira, ef örlögin hefðu búið hon-
um aðstöðu til þess að helga list-
inni tíma sinn og alla orku. Hitt
læt ég ósagt, að þær hefðu ljóm-
að af meiri heiðríkju, meiri inni-
leik og hlýju, meiri fegurð. Þess
vegna þakka óg þér, Eyþór, fyrir
það, sem þú ert. Og ég þakka kon-
unni þinni, henni Sigríði, fyrir
sinn hlut.
Þú ert sá hamingjumaður, Ey-
þór, að þér hefur auðnazt, með
verkum þínum, að auka og hækka
hróður þess hóraðs, sem þú annt
um aðra fram, flesta, er ég þekki.
Vertu blessaður fyrir það
23. jan. 1971.
Gísli Magnússon.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
31