Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 15
MINNING Asa Guðmundsdóttir Wright Laugardaginn 6. febrúar sl. lézt í Trinidad í Vestur-Indíum Ása Guðmundsdóttir Wright. Hún hafði dvalizt lengi fjarvistum frá ættjörð sinni íslandi, fyrst í Eng- landi og síðan í Trinidad, en hin síðari ár var nafn hennar oft nefnt hér heima, einkum í sambandi við hinar höfðinglegu gjafir, sem hún eftirlét Þjóðminjasafni íslands, svo og Vísindafélagi íslandinga. Ása Guðmundsdóttir fæddist í Laugardælum 12. apríl 1892. For eldrar hennar voru hjónin Arn- dís Jónsdóttir, háyfirdómara Pét- urssonar, og Guðmundur Guð- mundsson héraðslæknir, sem lengst af þjónaði Laugardæla- og Stykkishólmshéruðum, nafn- kenndur maður á sinni tíð. Systkini átti Ása nokkur, en þau létust öll löngu á undan henni. Mér er í rauninni fátt kunnugt um æviatriði Ásu fyrr en þá hin síðustu ár, en hún fór snemma utan og lá leið hennar til Eng- lands. Þar gekk hún að eiga mann sinn, Henry Newcome Wright lög- fræðing, og stofnuðu þau heimili sitt þar í landi. í lok heimsstyrjald- arinnar fluttust þau vestur um haf og settust að á eynni Trinidad skammt undan strönd Venezuela. Mun það hafa verið af heilsufars- ástæðum manns hennar, sem þau brugðu á þetta ráð, en þarna áttu þau heimili upp frá því. Eignuðust þau þar allvíðlendar plantekrur, sem renndu stoðum undir traust- an efnahag þeirra, og er líklegt, að þar liafi hagsýni Ásu ráðið miklu um. Föður sinn tók Ása til sín þang- að vestur, aldurhniginn og hrum- an, og þar lézt hann árið 1946. Árið 1955 lézt svo eiginmaður hennar og stóð hún þá ein uppi, en þau hjón voru barnlaus. Hélt hún enn um langt skeið uppi hin- um umfangsmikla búrekstri, en er hún fann að halla tók undan fæti tók hún að hugleiða, á hvern hátt húii gæti ráðstafað eignum sínum og fundið þeim öruggan samastað, þar sem þeir kæmu að nokkrum notum og varðveittu um leið minn- ingu ættmenna hennar og skyldu- liðs. Hún þóttist sjá fram á, að lítið kynni að verða úr hinum veg- lega húsbúnaði sínum og öðrum persónulegum munum þar vestra eftir að hún væri fallin frá, heldur mundi það að líkindum tvístrast og verða sumt eyðileggingunni að bráð. Árið 1959 tókust bréfaskipti milli hennar og fyrrverandi Þjóð- minjavarðar, dr. Kristjáns Eld- járns, en Ása liafði látið að því liggja, að hún vildi senda Þjóð- minjasafninu sitthvað merkra hluta úr eigu forfeðra sinna. Smám saman hóf hún að senda ýmsa listmuni heim, fyrst fáa í einu, en síðar urðu sendingar hennar æ stærri og kom þar að lokum, að hún hafði sent hingað meginhluta búslóðar sinnar, það er dýrmætast mátti kallast. í upp- hafi þessa árs kom frá henni stór sending og um það bil sem lát hennar fréttist kom tilkynning um enn eina sendingu, sem að líkind- um er því hin síðasta til safnsins. Þessir hlutir, sem hún sendi Þjóðminjasafninu á þennan hátt, eru allt úrvalsgripir. Bæði eru þar margir ættargripir hennar og manns hennar, svo og vandaður og dýrmætur húsbúnaður þeirra hjóna. Sýna þeir, að þau hjónin hafa haft glöggt auga fyrir vönd- uðum og fögrum hlutum og kunn- að að meta þá, þótt reyndar hafi loftslagið á Trinidad verið nokkuð óhollt sumu af innbúi þeirra. Nokkrir hinir smærri þessara gripa hafa verið til sýnis í safninu síðastliðin ár, en ástæður hafa ekki verið til að hafa nema lítinn hluta af gjöfum Ásu til sýnis. Verð ur að vona, að í framtíðinni skap- ist möguleikar til að bæta þar um er hægist um sýningarhúsnæði safnsins. Ekki lét Ása þar við sitja að senda safninu framangreindar gjafir, heldur átti hún eftir að verða enn stórgjöfulli. Á árinu 1968 var tilkynnnt um mikla fé- gjöf hennar til safnsins, er mynda skyldi minningarsjóð, sem bæri nafn hennar og hefði það mark- mið að bjóða heim hingað einum erlendum fræðimanni árlega til að flytja fyrirlestur á vegum safns- ins um þætti úr norrænni menn- ingu, sem snertu ísland að ein- hverju leyti. Skyldi sjóðurinn bera nafn hennar og vera til minn- ingar um eiginmann hennar og nokkur náin skyldmenni. Með þessu rættist gamall óskadraum- ur safnmanna og er það von okk- ar, að sjóðurinn muni gegna sínu hlutverki um langa hríð og halda á lofti minningunni um höfðings- lund þessarar mætu konu. Ver'ð- launasjóð af svipuðu tagi stofnaði hún við Vísindafélag íslendinga um sama leyti. Allar þessar gjafir Ásu til safns- ins eru einn mesti heiðursvottur, Framhald á bls. 14. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.