Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 6
MINNING Úgmundur Jónsson yfirverkstjóri Jónsdóttur í Arnkelsgerði. Þaðan fór hann eftir tuttugu ára veru með þessum merku ágætishjónum. Rómaði hann jafnan mannkosti þeirra og drenglund. Keypti Gísla- staðagerði, á eins árs fresti, fyrir 4 hundruð kr., og mun hann hafa verið all-vel fjáður, er hann fór frá Arnkelsgerði. Ekki varð þó úr búskap Halldórs á jörðinni, því að hann lét Þórði bróður sínum hana eftir, enda var Þórður þá kvæn-t- ur og átti fyrir sýnilegri ómegð að sjá. Sjálfur réðist Halldór í vinnu- mennsku að Hallormsstað. Var hann þar fyrst hjá Guttormi Páls- syni, en síðan Benedikt Blöndal, alls á 7. ár. Á þessum fyrstu Hall- ormsstaðaárum varð hann fyrir slysi, sem leiddi til þess, að hann missti annað augað. Bar hann áþján þess og lýti með hinni mestu stillingu og beiskulaust. Læknir var þá á Brekku, en seint vitjað að hætti gamla tímans, þegar vinn an gekk fyrir öllu. Eftir ársvist hjá Degi á Strönd hvarf Halldór til Þórðar bróður síns, sem þá var fluttur að Hvammi, göimlu útbýli hjá Valla- nesi. Varð hann þar full 13 ár, ómetanleg stoð heimilinu og mik- ill vinur barnanna. Virtu þau hann öll og vottuðu honum elskusemi og hlýju úr fram. Gæfa þeirra var gleði hans, og fylgdist hann jafn- an með gengi þeirra af föðurleg- um áhuga. En 1944 tók hann sig upp frá Hvammi. Ferðin ekki löng, fremur en endranær, en af frek- ari flutningi milli bæja í Valla- hreppi varð ekki eftir það. Hann var kominn aftur í Hallormsstað og átti þar heima síðan. Var hann ráðinn til hinna ýmsu þjónustu- starfa við húsmæðraskólann, sem þá rak enn nokkurn búskap, og Halldór hinn þarfasti maður, utan húss og innan. Guðfinnu móður sína tók hann með að Hallorms- stað og annaðist hana, gamla og veika 1 fátækri elli, af mikilli alúð. — Með jólaföstu 1944 tók frú Þór- ný Friðriksdóttir við stjórn hús- mæðraskólans. Er frú Þórný og •maður hennar, Hrafn Sveinbjam- arson oddviti, fluttust í eigið hús á staðnum 1952, fór Halldór þang- að með þeim. Samleiðin með þess- um sérstæðu mektarhjónum varð því löng. Stóðu honurn engir nær í elli hans, en þau og Sigrún dótt- ít þeirra, sem var „afa“, eins og hún kallaði Halldór jafnan, kærari en aðrir. Nutu þau mikillar elsku Fæddur 18. apríl 1918, Dáinn 30. janúar 1971. Ögmundur Jónsson réðist til Vita og Hafnamálastjórnarinnar, sem yfirverkstjóri Áhaldahúss í Fossvogi, árið 1959 eftir að hafa horfið frá störfum við stofnunina um nokkur ár og þá starfað sem verkstæðisformaður á stóru bif- reiðaverkstæði hér í bæ. Kynni mín af honum hófust fyrst eftir að hann hvarf til starfa í Áhalda- húsinu, sem reyndur iðnaðarmað- ur með mikinn félagslegan þroska. Það árabil, sem Ögmundur starf aði fyrir hafnargerðir á íslandi, var mikill anna og framgangstími og átti hann virkan þátt í mótun Áhaldahússins í þeirri mynd, sem það er í dag. Sérstæðir persónu- legir eiginleikar hans, hentuðu einkar vel í tilbreytingaríku og er- ilsömu starfi. Þótt blíða og nærgætni væru mjög ríkir eiginleikar í skaphöfn Ögmundar, átti hann til hörku og festu, sem ávallt var virt af sam- starfsmönnum, enda vissu þeir all ir að harðastur var hann við sjálf- hans og virðingar, en hann aftur öryggis heimilis og forsjár. Fjölmennt hefur löngum verið á Hallormsstað og þeir margir, sem kynnzt hafa Halldóri þar. Hús mæður víða um land, sem verið hafa á sikólanum, minnast hans í eftirsjá gömlu áranna. Og trúlegt er, að margir eigi erfitt með að bugsa sér Hallormsstað án hins gamla þjóns. En eins og ekkert er nýtt undir sólinni, í sannleika fornrar speki, er þar heldur ekk- ert gamalt. Allt hið andlega svið er á hreyfingu og sérhver dauð- legur hlutur háður sífelldri breyt- ingu. — En þótt mismunur sé á embættum í mannfélaginu og fram kvæmdum á jarðneskum vett- vangi, er andinn hinn sami, sem öllu kemur til leiðar í öllum. Hann an sig. Hann átti einnig til þann sveigjanleika, sem fékk jafnað margan ágreining, sem upp hlýtur að koma í umfangsmiklu starfi, með mikil samskipti við marga að* ila. Ögmundur vann stofnuninni með sérstakri trúmennsku og vaí leiðandi afl í félagslífi starfsmanna Áhaldahússins og stuðlaði á allan hátt að samheldni og samstarfs* vilja þeirra allra. Hann var góðuf fagmaður, myndugur verkstjóri og leiðtogi. Hans skarð verður erfitt að fylla. Fátækleg kveðjuorð segja ekkl mikið, en þau eiga að lýsa virð* ingu og þakklæti allra félaganna og samstarfsmanna í Fossvogi og á Seljavegi, fyrir að hafa fengið að starfa með Ögmundi. Fyrir hönd Hafnamálastofnunar ríkisins færi ég þakkir hennar fyrir að hafa fengið að njóta beztu starfsára hans. Ykkur, ekkju, skyldmennum og vinum flyt ég dýpstu samúðar* kveðjur. útbýtir í vild og brigðum. En Hall* dóri Helgasyni fannst hann mega kalla lífsferð sína náðargjöf, er hann leit til baka til hinna mörgu velviljuðu kunningja og fáu trún- aðarvina. Að endingu ófölnandi þakkar* hugur konu minnar, er batzt Hall* dóri einlægum tryggðaböndum, er hún kom ung til skólastjórnar á HaHormsstað. í augum hennar var hann ekki aðeins hinn vinnandi þjónn á staðnum, en hinn holli og hlýi vinur, sem gott var að kynn- ast og eiga að. Og litlu systkinin frá Vallanesl munu sakna vinar í stað, er þau koma að sumri á hið hugþekka setur í skóginuim. Ágúst Sigurðsson. Aðalsteinn Júlíusson. I ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.