Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 30
/
svo sem Pétur Sigurðssonar frá
Geirmundarstöðum, söngstjóri og
tónskáld, og frændi hans Bjarni
Sigurðsson í Glæsibæ. Systursonur
Eyþórs Stefánssonar, Svavar Guð-
mundsson bæjargjaldkeri á Sauð-
árkróki, er nafnkenndur söngmað
ur, og má þá ekki gleyma Unu í
Brennigerði, en svo sagði Ósk
Gísladóttir frá Eyvindarstöðum, að
þegar hún var á Sjávarborg laust
fyrir eða um síðustu aldamót,
hevrðist það oft að Sjávarþorg,
þegar Una söng fyrir utan Grá-
stein, en alllöng leið e r á milli
þessara bæja. Una var móðursyst-
ir Eyþórs.
Ekki getur Eyþór Stefánsson
svarað því, hvenær hann lærði að
svngja, en hann veit þó og margir
fieiri, að það hefur hann lært á
heimili sínu á milli vita, því for-
eldrar hans voru bæði söngvin í
meira lagi. Það sem hann man
fyrst eftir er það, að hann sá Jó-
hann bera velta sér í snjóskafli.
Og svo var hann látinn syngja.
Honum var stillt upp á kassa eða
tunnu og þar söng hann fyrir fleiri
eða færri tilheyrendur og fékk
stundum gjafir fyrir sönginn. Séra
Hailgrímur í Glaumbæ gaf honum
kringlur og Sigurður læknir pen-
inga. En eitt sinn gat hann ekki
sunvið og hélt þá séra Árni í hönd
hans. Það var þegar líkfvlgd Sig-
urðar læknis Pálssonar kom utan
göt.una.
Stefán bróðir Evþórs var 17 ár-
um eldri. Hann fluttist til Akur-
evrar og va'nn þar við verzlun.
Söngvinn var hann eins og frænd-
fólk hans. Árið 1912 var Evþór
um tíma hjá bróður sínum á Ák-
urevri. Þá söng hann fvrir séra
Geir, og lét hann svo ummælt. að
aldrei hetsi hann heyrt svo fagra
barnsrödd.
Árið 1912, 11 ára gamall. var
Evþór tekinn í kirkiukór Sauðár-
krókskirkiu. Söng b^nn bar fyrst
altrödd meðan hann var barn. en
síðan tenór. Hann tók við stiórn
kórsins árið 1929 af frænda sín-
um Pétri SiguUVcsvni og stiórnar
honum ennbá. ílg var í Sauðár-
krókskirkiu síðastliðið gamlárs-
kvöld. Þá sló Evbór takt f"’':r stól-
versi og voru enein ellimörk á því,
en síðustu árin hefur sön"-,rórn
hlotið að vera honum erfið. því
hann varð að hætta sönetrennslu
í skólum á Sauðárk-’óki ve«na sión
depru, laust eftir 1960 e«a líkiega
1963. Um sama Ieyti eða litlu síð-
ar gekkst hann fyrir stofnun tón-
listarskóla á Sauðárkróki og kenn-
ir þar enn með öðrum.
í bókinni: íslenzkir samtíðar-
menn er náms- og'starfsferill Ey-
þórs Stefánssonar rakinn nokkuð.
Nám í unglingaskóla á Sauðár-
króki, leiklistarnám hjá Indriða
Waage veturinn 1928 og tónlistar-
nám hiá Páli ísólfssyni og Emil
Thoroddsen á sama tíma. í Ham-
borg 1934 til 1935 (leiklist og tón-
listi. Var við verzlunar- og skrif-
stofustörf á Sauðárkróki frá 1923
til 1948. Söngkennari við barna-
og unglingaskóla Sauðárkróks
1948 og fram yfir 1960. Stjórnandi
Lúðrasveitar Sauðárkróks 1928 til
1938. Kór.stióri Kariakórs Sauðár-
króks 1932 til 1942 Vann að söng
og leiklistarstörfum fyrir ung-
mennafélagið Tindastól á Sauðár-
króki og fieiri félög 1921 til 1941.
Leikstióri Iæikfélags Sauðárkróks
frá 1941 (fram yfir 19601. Formað-
ur Kirkiukórasambands Skaga-
fjarðarprófastsdæmis. í stjórn
Kirkjukórasambands íslands frá
stofnun þess 1951. Sendikennari
Kirkjukórasambands íslands á
Norður-, Austur- og Vesturlandi
1952 til 1961. Heiðursfélagi Ung-
mennafélags Tindastóls og sæmd-
ur heiðursmerki Karlakórasam-
bandsins Heklu á Akureyri.
Við þetta má bæta, að Eyþór
var sæmdur riddarakrossi Fálka-
orðunnar 1969, og fyrir nokkrum
árum var hann kjörinn heiðursfé-
lagi í Tónskáldafélagi íslands eft-
ir tillögu frá doktor Hallgrími
Helgasyni, sem var samþykkt ein-
róma á félagsfundi og var Eyþór
þó ekki félagsmaður.
Ungur að árum fór Eyþór að
stunda sjó með föður sínum, sem
var aflasæll sjómaður og skytta
góð eins og forfeður hans. En
Stefán Sigurðsson varð fyrir slysi
þegar Eyþór var um fermingu og
var lítt vinnufær eftir það. Þá tók
Eyþór við af föður sínum að róa
til Drangeyjar og fór þangað í níu
vor. Síðasta vorið, sem Eyþór var
við eyjuna, varð þar hörmulegt
slys, þegar Friðrik Jónsson sigmað
ur hrapaði til bana. Mun sá at-
burður hafa gengið nærri honum
og fór hann ekki oftar til Drang-
eyjar.
Hér að framan er leiklistarstarf
Eyþórsi Stefánssonar talið frá 1921,
en haún mun þó hafa staðið fyrst
á leiksviði þrem árum fyrr eða
1918. Innan við tvítugt fór hann
að semja lög, og á sama tíma fór
hann að kynnast æðri tónlist af
hljómplötum og njóta hennar.
Löngu seinna var það, að Björn,
sonur Kristjáns Gíslasonar kaup-
manns á Sauðárkróki, sem þá var
orðinn stórkaupmaður í Hamborg,
bauð honum til sín, svo hann ætti
kost á að kynnast listalífi í Þýzka-
landi. Eyþór þá þetta góða boð,
en var samt fjárvant til ferðarinn-
ar. Fjmn sótti um styrk frá Mennta
málaráði, og fylgdu umsókninni lof
leg meðmæli frá kennurum. Hann
fói' siálfur á fund formannsins,
en fékk syniun. Þá fór hann á
fund Magnúsar Guðmundssonar
þingmanns Skaefirðinva, en Magn-
ús sagðist engin áhrif geta liaft á
stvrkveitinsu. „Og bvað æt.larðu
bá að gera?“ spurði Magnús. . F.g
fer samt“, svaraði Eyþór. „Það lík-
ar mér vel, sagði þá Masnús og
laeði 100 krónur í lófa hans sem
svarar til að vera 20 búsund krón-
ur nú. Þessi námsferð kostaði alls
500 krónur og var þó fæði og hús-
30
ÍSI FNDINGAbÆTTIR