Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 11
sveit sem kunnugt er. Þar sprett- ur gras meira en á öðrum stöðum og dilkar verða vænir. Ef til jarð- ar náðist á vetrum, nægði ein þúfa kindinni til fylli, en slíkt var fá- títt því snióþyngslin eru fádæma mlkil. Regnsamt er 1 Fljótum og hey vildu hrekiast, og því var það að bændur þar tóku að verka vot- hey um eða skömmu eftir alda- mót. Þarna^ var þeim einum fært að búa sem birgir voru að harð- fengi og útsión. Þannig lýsti Gunn laugur FÞótunum. Vorið 1913 réðst hann til bónda í Fljótunum sem vinnumaður og leit ekki æskubyggð sína framar nema sem Pestur og sannaðist þar, að eneinn má sköpum renna. Þá var móðir hans látin að ég hygg. í Fljótunum réttu örlög að Gunn- laugi bikar sterkari en hann hafði áður kneyfað og urðu beiskar dreggjarnar. Fliótamenn tóku vel hinum unga manni sem reyndist hvers manns hugljúfi og lék á fiðlu á gleðimótum. Ótaldar voru þær næturnar þau tíu árin sem hann dvaldi í Fliótum sem hann lék einn og hvíldarlitið fyrir dansi, en þá var sá háttur á hafður, að dansa á dag fram. Ekki var minnzt á greiðslu fyrir þetta. Á Illugastöðum bjó um þessar mundir .Tón Sigurðsson. Dóttur átti hann uppkomna er María hét. Þau Gunnlaugur felldu saman hugi og gengu i hiónaband síðla vors árið 1915. Ekki beið þeirra óðal með gögnum og gæðum. því siður hæg- ur sess á værðarbeði. Þau átta ár sem þau héldu bú, bjuggu þau á þrem jörðum: Hólakoti, Helgustöð- um og á hluta af Stórholti. Gunn- laugur sagði mér margar sögur af erfiðleikum þeirra hjóna i sam- bandi við óþurrkana þegar hvorki tókst að gagni að þurrka hey eða mó sem notaður var til eidsneytis. Af sniónum sem faldi fyrir hon- um heykuml langt á vor fram og af heyþrotum sem hentu eitt vor- ið. Þessar sögur rek ég ekki frek- ar, þær eru raunar margsagðar af Öðrum og gerðust viðar á okkar kalda landi. Á útmánuðum hvert ár, fór Gunnlaugur bóndi á sióinn, ýmist á bákarla- eða fiskiskip. Hann var ávailt „kokkur“ i hiá- verkum frá drætti og hafði eitt- hvað hærri hlut en hásetarnir. Ver tíðir stóðu þar til túnsláttur hófst. SlgiH-ður gamli Gunnlaugsson ann aðist búið i forföllum bónda. Margar sögur fékk ég að heyra frá sjónum: Af stórhríðarbyljum þeg- ar tæpast sást út fyrir borðstokk- inn. Af brotsjóum, ísingu og hafís. Skipin voru vélarlaus og sum hreinir manndrápsbollar, enda voru skiptapar tíðir á þessum ár- um sem kunnugt er. Aldrei lenti Gunnlaugur þó á strandi, þótt stundum lægi nærri og aldrei tók út mann af skipi hans. Svona liðu árin til 1923. Þá kom reiðar- slagið. Það var komið undir vor. Ekkert hafði frétzt af skipi því er Gunnlaugur var á og töldu menn líklegt að það hefði farizt. Barna- veikin illræmda var að læðast um sveitina. Hún kom við hjá Maríu og hreif með sér í dauðann dætur hennar báðar. Áður um veturinn hafði hún misst dreng, fárra vikna að aldri og var um kennt kulda í baðstofunni. Einnig hafði það hent þennan sama vetur, að mig minnir, að faðir Maríu sem hún unni mikið, dó af slysförum. Nú stóð unga konan eftir ailslaus og gengu þessar raunir svo nærri henni, að hún truflaðist á geðs- munum. Ekki freistást ég til að ætla á um hugraun Gunnlaugs vinar míns, er hann kom óvænt heim að borg sinni í rústum, en það er mér í fersku minni er faðir minn fékk nokkru síðar í hendur bréf frá Gunnlaugi. í þessu bréfi bað hann foreldra mína að skjóta skjólshúsi yfir þau hjón og rakti sögu sína alla. Nokkru síðar um vorið kom hann svo með sína geð- veiku konu og fékk rúm í bað- stofunni á Grýtubakka sem raunar var setin fyrir, þó allstór væri tal- in. Þess er ekki að vænta að ég þrettán ára strákurinn skildi til fulls þennan sorgarleik, en þó er mér í minni hin algera örbyrgð þessara aðkomuhióna og þó áttu þau enn eftir að missa, missa hvort annað. Að því kem ég síðar. Varla mun búslóðin hafa verið fjölskrúð- ug. Þó man ég þriá hluti í eigu Gunnlaugs, sem mér þóttu forvitni iegir, en það voru fiðlan, renni- bekkurinn og framhlaðin hagla- byssa. Seinna fékk ég að umgang- ast muni þessa eins og ég ætti þá sjálfur. Ekki sé é? ástæðu til að fara að lýsa siúkdómi Maríu, en hann virtist á allháu stigi. Svo var það einn morgun. að henni líður mikið betur og smám saman eyð- ast einkenni sjúkdómsins, unz María er albata. Þetta varð með þeim hætti, að enginn á heimilinu mun hafa efazt um að hér var um almættisvérk að ræða. Að beiðni ritstjóra „Morguns" ritaði faðir minn skýrslu um þessa atburði, og birtist hún í ritinu sama ár. Gunn- laugur var Maríu nærgætinn og eftirlátur í veikindum hennar, enda var hann henni mjög unn- andi. Þó fór svo að þegar veikind- in voru að baki, vildi hún ekkert annað en að þau slitu samvistum. Næsta haust flutti María til Ólafs- fjarðar, mun hafa átt þar skyld- menni. Hún gerðist ráðskona hjá manni sem misst hafði konu sína og mun hafa gengið börnum hans í móðurstað. Þau eignuðust saman dóttur sem nú er húsfreyja á Ak- ureyri. María er látin fyrir ail- mörgum árum. Hún var myndar- kona í sjón og mjög vel gefin, og hæglát og ljúf í dagfari. Allir báðu henni velfarnaðar þegar hún hvarf af heimilinu. Oft var þungt yfir Gunnlaugi vini mínum þetta skiln aðarsumar, og ekki man ég til að fiðlan væri snert, en er haustönn- um var lokið, fékk faðir minn. hann til að grípa hljóðfærið á kvöldin og þá var oft mikið sung- ið. Tíminn er iðinn og þolinmóður læknir og brást Gunnlaugi elcki. Örin bar hann þó til æviloka og viðkvæm voru þau á stundum. Frá því er áður sagt að Gunnlaugur var þrjú ár vinnumaður að Grýtu- bakka, þá um tvítugsaldur. Nú dvaldi hann þar önnur þrjú ár, þó með einhverjum frávikum á vetr- um. Þetta kallaði hann í gamni fyrra og seinna lífið. Við urðum nánir vinir og þótt furðulegt sé virtist honum léttara um að segia mér hug sinn allan, en hinum full- orðnu. Annars var það svo. að hvar sem Gunniaugur fór, leituðu börn og unglingar vináttu hans. Svo er jafnan um góða menn. Árið 1926 urðu enn þáttaskil. Þá flutti Gunnlaugur fram i Þor- móðsstaði í Saurbæiarhreppi og átti þar heima um skeið, en síðar að Hrísum i sömu sveit. Þar reisti hann smíðahús sér við hæfi og undi þar löngum. Hann laeði gjörva hönd á svo margt að ófært er upp að telia. Vinsælastir smið- isgripa hans voru hestarnir. Voru þeir gerðir af tré. á hió’um og fót- stignir. Þeir revndust hinir vökr- ustu gæðinear oa hent.uSn re;A- mönnum tveggia og allt upp i siö ára gömlum. Grini bessa vmist eaf hann eða seldi við vægu verði og fóru þeir á dreif um héraðið. Einn ÍSLENDWGAÞÆTTIR il

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.