Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Síða 19
brjóstveiki, bar heldur aldrei sitt
barr þaðan í frá. En hagsýni hans,
framtakssemi, hagleikur og snyrti-
mennska á öllu sviðum, gjörðu
það að verkum, að vanheilsan sýnd
ist ekki verða honum eins mikill
fjötur um fót og ætla hefði mátt,
því að allt blómstraði og færðist
í það horf, sem bezt varð á kosið
á þeirri tíð.
Því var almennt trúað um Magn-
ús, að hann væri fjárglöggur og
féfastur maður, og má vel vera að
svó hafi verið. En hann var mjög
sanngjarn og vinfastur, mun held-
ur ekki hafa látið berja bumbur
fyrir sér, þótt hann viki þeim
góðu, sem hann taldi hafa þess
þörf.
Það var hans síðasti vetur í þess
um heimi, sem við áttum samleið,
þegar ég dvaldi nokkra mánuði í
Hvammi. Þá varð ég þess áskynja,
að hann lúrði á hjá sjálfum sér,
bæði kaffi og kornvöru, meira að
segja harðfirski, því að liann átti
hlut í skipi, þetta hafði hann til
þess að gleðja fátækar konur, sem
komu þegar vetri tók að halla og
heldur fór að sneyðast um björg á
barnmörgum heimilum.
Þrátt fyrirvanheilsuna var Magn-
ús mjög glaðvær og skemmtilegur
á heimili. Hann hafði mikið yndi
af sögulestri. En heilsa hans leyfði
honum þá ekki þann munað að
lesa. En það var gaman að mega
fá stund og stund, til þess að lesa
hátt fyrir hann á vökunni, því að
þá var ég þó viss um, að geta glatt
aðra um leið og ég naut gæðanna
sjálf. Ég minnist þessara göfugu
heiðurshjóna jafnan með mikilli
virðingu. Þeir munu nú vart
lengur verða taldir, sem nutu
skjóls og umönnunar þeirra.
Þau ólu upp sér bæði skyld og
vandalaus börn. Þar ólst upp með
móður sinni, Björgu Sveinsdóttur,
Arnlaug Samúelsdóttir, síðar hús-
freyja á Seljalandi. En Björg var
Þuríðar önnur hönd, meðan hún
nam ljósmóðurstörf og gengdi
þeim. Öllum var óhætt í umsjá
Bjargar, því að hún var öðlings-
kona og barngóð svo að af bar.
Öllum börnum, sem sáu hana þótti
vænt um hana, eða svo var það
um mig, þegar ég fór að heim-
sækja Sigríði frændkonu mína, eft
ir að hún kom að Hvammi. Síðar
fylgdi Björg einkadóttur sinni að
Seljalandi.
Kristbjörgu Sigurðardóttur tóku
þau unga og umkomulausa, ólu
upp og komu vel til manns, hún
var lengi húsfrú í Lambhúshól.
Þegar Guðjón bróðir Magnúsar dó
frá ungum börnum sínum, tóku
þau Hvammshjón yngsta barnið,
sem var Einar Guðjónsson járn-
smíðameistari í Reykjavík. Honum
hefur eflaust verið hagleikur í
blóð borinn, enda hefur uppeldi
hans með snillingunum í Hvammi
ekki nítt það úr honum.
Þegar Ástríður systir Magnúsar,
sem bjó í Hernhól missti Ingvar
mann sinn, frá átta hálf-
uppkomnum og stálpuðum börn-
um, tók Magnús hana til
sín með tveim yngstu dætr-
um hennar. Síðar fluttist Ást-
ríður til Vestmannaeyja með aðra
stúlkuna, liin sem hét Dýrfinna
varð eftir og ólst upp í Hvammi
til tvítugsaldurs. Dýrfinna mun
hafa verið móðurnafn Magnúsar og
systkina hans. Jón, faðir Þuríðar,
dvaldi lengi hjá dóttur sinni og dó
í Hvammi í mjög hárri elli 1912.
Að samanlögðu var starf þeirra
Þuríðar og Magnúsar í þágu sveit-
ar sinnar eins og Alfa og Omega,
því að Þuríður var ljósmóðir, sem
handlék hið byrjandi líf. En hann
var líkkistusmiður, er bjó hverj-
um, sem kvaddi heiminn hið
hinzta legurúm. Auk þess var
Magnús lengi hreppstjóri, allt til
dauðadags, mun líka hafa þótt vel
til foringja fallinn.
Þau hjón höfðu líka mikið barna
lán. Börn Þuríðar af fyrra hjóna-
bandi mönnuðust vel. Varð Sigurð
ur Einarsson lærður söðlasmiður
og bjó í Vík í Mýrdal. Lifir hann
ennþá hér í Reykjavík og mun
likjast móður sinni í því, að halda
minni og andlegum kröftum, en
líka er hann frár á fæti. Sigríður
dóttirin, sem er látin, bjó í Lond-
on í Vestmannaeyjum við góðan
orðstír. Eiga þau systkini bæði af-
komendur.
Saman eignuðjjst þau Þuríður
og Magnús tvo sonu, voru það Sig-
urjón, sem bóndi varð í Hvammi
eftir föður sinn og Einar, sem
lærði járnsmíði og setti á stofn
vélsmiðju í Vestmannaeyjum, er
síðar varð hans bani, þar sem
hann varð fyrir ketilsprengingu og
lézt samstundis. Hvarf hann frá
konu og 6 smábörnum, var það
elzta aðeins 9 ára.
Það liefur verið aldraðri móður
hans þungt högg, þótt hún æðrað-
ist lítt fremur en hún átti vanda
til. En þá var faðir hans látinn.
Hann lézt snögglega í skæðri in-
flúensu sumarið 1921.
Það mun nú flestum landslýð
kunnugt, hver snillingur og
öðlingsmaður Sigurjón í Hvammi
var. Það er víst að meðal ólærðra
manna átti hann engan sinn jafn-
ingja, svo þjóðhagur sem hann
var, bæði á tré og málma, en þó
ef til vill frekar á málma. Fyrir
utan snilli sína var liann mesta
hamhleypa til allra verka og svo
ólatur að hann sást aldrei fyrir
eða hirti um að hlífa sér. Það hafa
verið margir 8 stunda vinnudag-
ar, sem Sigurjón lagði að baki sér
um ævina.
Það er ekki of mælt þótt ég
segi að Sigurjón hafi verið eins
konar dýrlingur sveitar sinnar, á
þeirri tíð, meðan fátt var um úr-
kosti og fáir áttu aura til þess að
greiða fyrir viðgerðir og alla auka-
vinnu, sem ekki var hægt að fram-
kvæma af heimamönnum. En mér
er óhætt að fullyrða, að engin
vera, hvorki barn né fullorðinn,
muni hafa farið bónleiður af fundi
Sigurjóns, um hvað sem á honum
var kvabbað. Sama máli gegndi og
um Einar bróður hans, þegar hann
naut heilsu, en hann var
um tíma mjög heilsulítill, sem
ungur maður, þótt hann hlyti aft-
ur fulla heilsu. Ég er vel minnug
þess, að það var einnig gott að
hitta hann, þegar verið var að
senda mig til þess að fá gert við
skilvindugarminn, jafnvel um há-
sláttinn.
Þegar ég frétti lát Sigurjóns í
Hvammi, þann 22. sept. 1969 full-
yrti ég, að það kæmi aldrei mað-
ur, sem fyllti hans skarð, því að
þótt einhver fæddist með hans
skapgerð og hæfileika, þá mundu
breyttir tímar og lífsviðhorf sjá
fyrir því, að sá fetaði aldrei í fót-
spor Sigurjóns.
Sigurjón var líka bókelskur og
hafði ákaflega gaman að ljóðum,
hnittnar bögur voru hans eftirlæti.
Hann hafði þær oft á takteinum og
kunni vel með að fara og fella þær
að því, sem við átti hverju sinni.
Hann hafði erft næmi og stálminni
móður sinnar, og þótt hann hefði
lengi gengið vanheill á líkaman-
um, bæði eftir óvenjulegt vinnu-
slit og slys, sem hann varð fyrir
eftir miðjan aldur, þá fannst mér
hann enn ungur og ódrepinn í
anda, þegar ég ræddi við hann,
hans síðasta vor. Þá var hann átt-
ræður.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
19