Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 28

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 28
húsið Seljaland ásamt Guðjóni Eggertssyni 1912, en ísak keypti síðar hlut Guðjóns í húseigninni. Jónína lézt 22. sept. 1968 en upp frá því bjó ísak einn þar til hann fór á elliheimilið í Vestmannaeyj- um um sumarið 1970. Um 1935 berst taugaveiki inn á heimilið og veikjast þau mæðg- in Jónína og Jón sonur þeirra, og náði Jónína aldrei fullri heilsu upp frá því. ísak stundaði sjómennsku í um 35 ár og lengst af hjá útgerðar- félagi Ólafs Auðunssonar í Þing- hól í Vestmannaeyjum og var mik- il vinátta milli þeirra. Fyrstu árin eftir að hann fluttist til Eyja stundaði hann róðra á trillum frá Þórshöfn og Bakkfirði á sumrin. Eftir að hann hætti sjómennsku vann hann mikið í frystihúsi Ein- ars Sigurðssonar og við ýmsa vinnu sem til féll. ísak var hjálparhella margra austfirzkra sjómanna, sem leituðu atvinnu í Vestmannaeyjum bæði með því að útvega þeim vinnu, og húsnæði, sem hann oft lagði sjálf- ur til. Þar á meðal voru synir mín- ir tveir. Og allir þeir er ég hef talað við og notið höfðu liðsinnis ísaks ljúka á hann sama lofsorði, og heimili hans í Eyjum, og eflaust munu nú margir minnast þeirra hjóna með söknuði og þakkarhug fvrir góða fyrirgreiðslu. ísak þótt góður sjómaður, kvik- ur á fæti þó fatlaður væri, kátur og spaugsamur og allra manna ósérhlífnastur. Enda átti hann ekki langt að sækja það, því fað- ir hans var mikill iðjumaður og hafði glaða og létta lund. Árni Jónsson á Brennistöðum og síðar Ormsstöðum kvæntist ekki né átti börn, en bjóð með ráðskonu 'A Sigurbjörgu Hildibrandsdóttur, og gekk hún ísak í móðurstað, og virti ísak hana mikils. Hvenær þau dóu man ég ekki, en það mun hafa verið skömmu fyrir 1920. Árni faðir ísaks kallaði þá Brennistaðabræður frændur sína, en ekki hef ég getað fundið hvernig þeim skyldleika er varið, en hann ólst þar upp að einhverju leyti eftir að faðir hans missti heilsu og dó. Guðný María var móðir ísaks kona Árna fædd (18.4 1869) á Bústöðum í Seltjarnarneshreppi en lézt á Hallbiarnarstöðum í Skriðdal (Va 1938) hjá dóttur sinni Guðríði og Hrólfi Kristbjörns- syni. Foreldrar Guðnýjar Maríu voru Jóhannes Oddsson bóndi fyrst á Snartarstöðum 1 Lundareykja- dal svo frá 1859 á Bústöðum síð- ast húsmaður í Stöðlakoti í Reykja vík var f. 25.8. 1828 að Reykjum í Lundareykjadal d. hjá Davíð syni sínum á Vegamótastíg 9 í Reykjavík (22.1 1917) Kona (9.10 1852, Salgerður f. (18.1 1830), að Akurgerði í Reykjavík d. (13.9 1915) hjá Davíð syni sínum í Reykjavík Þorgrímsdóttir tómt- hússmans í Akurgerði Eyleifsson, foreldrar Jóhannesar á Bústöðum. Oddur Jónsson bóndi að Lundi í Lundareykjadal f. (1787) í Stóra- botni í Hvalfirði d. (21.12 1846) kona hans (1810) Kristrún fædd að Lundi d. 78 ára (20.10 1864) á Reykjum. Davíðsdóttir bónda á Fitjum Björnssonar lögmanns Magnússonar. Foreldrar Odds: Jón ísleifsson bónda í StórajBotni f. (1732) varð bráðkvaddur 72 ára (2.7. 1804) í Hafnarfirði og þriðja kona hans (15.1 1786) Guðrún fæddist um (1746) í Ásgarði í Grímsnesi bjó í Brautartungu í Lundareykjadal (1816—17) d. 88 ára (13.3 1834) í StaUioltsey Sig- urðardóttir bónda í Ásgarði Ás- mundssonar. Guðrún Sigurðar- dóttir var systir séra Jóns á Rafns- eyri afa Jóns Sigurðssonar forseta. Faðir ísaks var eins og fyrr seg- ir Árni bóndi á Hrjót og síðar í Hólalandshjáleigu í Borgar- firði, ísakssonar bónda á Stóra- steinsvaði í I-Ijaltastaðaþinghá og víðar. Benediktssonar bónda á Ey- vindará, Jónssonar bónda og hrepp stjóra í Tunghaga á Völlum Eyj* ólfssonar bónda og hreppstjóra í Sauðhaga í sömu sveit Jónssonar bónda á Víkingastöðum Eyjólfsson ar. En móðir Árna ísakssonar var ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.