Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 23
inn flytja þaðan og þangað vörur fyrir býlin við vatnið, sem ekki höföu akvegarsamband. Reyndi þá niikið á búendur Álftagerðisbæj- anna um allskonar fyrirgreiðslu og gestamóttökur, og auðvitað ekki sízt þá þeirra, sem voru frænd- niargir á þessum slóðum, eins og Jónas Einarsson var. Búskapur Jónasar og Kristjönu í Álí'tagerði var aldrei stór í snið- um, en þannig þó, að þau voru alltaf meira veitandi en þiggjandi. Ættmenn þeirra áttu þar jafnan góða bauka í horni, ef þá vantaði skjólstaði. Systkinabörn þeirra, er misstu foreldra, fengu þar mikla uppeld- ishjáíp. Má þar til nefna: Snæ- björn Kristjánsson. sem nú er tré- smíðameistari að Laugabrekku hjá Baugáskóla. Hann er bróðursonur Kristjönu og svstursonur Jónasar. Ennfremur Karl Kristjánsson bróðprson Kristjönu. Hann er bif- reiðaf- og jarðýtustjóri og á enn heima í Álftagerði. Fleiri börn — skyld og óskyld —- voru þar langdvölum. Öllum börnum og unglingum þótti þar sérstaklega gott að vera. Og þetta breyttist ekkert, þótt eigin börn hjónanna, Gestur og Guðrún. kæmu upp og færu miklu að ráða. Fjölskyldan var samrýnd svo til fyrirmyndar var og ánægjulegt að kynnast. Varla verður greint. — nema þá af skýrslum, — hve- nær Gestur tók við búsfprráðum, svo góð var sambúðin á þessu heimili, og svo samstilltir voru feðgarnir og einn þeirra hugur. Nýtt og rúmgott íbúðarhús var byggt; en hið gamla, sem Jónas byggði á frumbýlingsárunum, lag- að fyrir geymslur og verkstæði. Byggð nýtízkuleg peningshús fyr- ir sauðfé, kýr og hross, með við- tengdum þurrheys- og votheys- geymslum. — súgþurrkunartæki að sjálfsögðu í þurrheyshlöðunni. Stórar landspildur voru fengnar utan Álftagerðis (í Hofsstaðalandi Uorðan Mývatns og í Máskoti í Reykdælahreppi), lagðar undir býl ið, girtar og unnar til túnræktar. Aðstaðan til heyskapar með því ttiargfölduð. Jónas tók þátt í þessum fram- förum af lífi og sál, þótt starfs- orka hans sjálfs minnkaði. Kristjana Jóhannesdóttir andað- ist árið 1961 á Sjúkrahúsinu á Ak- Ureyri eftir mikil veikindi. Var fráfall hennar heimili hennar mik- yjólfur Jónsson frá Skagnesi Bróðurkveðja. Ég kveð þig. bróðir, með klökk- um huga, því komin er skilnaðar stund, þá vil ég mínar þakkir færa, þinni fórnandi lund, hönd þln leiddi mig ungan að árum, oft þegar móti blés. Minningin lifir um bróðurinn bezta, bundin einnig við Nes. Vegur mannsins frá vöggu til grafar, víxlast á ýmsa lund. Þú hefur gengið þá götu til erida með góðvilja hverja stund. Svo þegar ég legg á móðuna miklu, megnugur lítils ég spyr: ill móðurmissir í sterkri merk- ingu þess orðs. Jónas bar harm sinn í hljóði. Þannig var skapgerð hans. En ná- kunnugum duldist þó ekki, að hann var ekki samur maður eftir fráfall konu sinnar. Jónas veiktist af taugagigt, þeg- ar hann var um fertugt og sú veiki yfirgaf hann aldrei. Vera má að brjóskeyðing í baki hafi verið þarna að verki. Hann gat ekki gengið uppréttur fjöldamörg seinni ár sín. En þrátt fyrir þetta var hann sívinnandi, því harkan við sjálfan sig var fágæt. Fleiri veikindi sóttu á hann, svo sem gallsteinaveiki. Gekk hann undir uppskurð til þess að leita lækn- ingar á henni. Meðan hann gat staðið á fótunum gátu engin lík- amleg harmkvæli orkað þvf, að hann legði árar í bát. Svo sterk var skapgerð hans og hetjulund. Hins vegar naut hann líka þakk lætis og hlýju hjá syni sínum, Hvort muntu þá ekki á strönd- inni standa og styðja nrig rétt eins og fyr. Steinþór E. Jónsson. tengdadóttur og börnum þeirra, — og þar með sjálfræðis við bú- störfin meira en gerist og gengur um ganria menn, enda var hann alltaf að framfarahug maður nýrra tíma. Las, lriustaði og fylgdist vel meö því, sem gerðist. Þó að dóttir lians flytti í ann- að hérað. var alltaf náið samband milli hans og hennar og milli hans og tengdasonarins. Þetta var hon- um gleðigjafi. Manndómur, sem af ber, á að geymast í nrinni. Stundum sést yf- ir hann í fari þeirra, sem ganga lífsleið sína hávaðalaust. Jónas Ein arsson í Álftagerði barði ekki bumbur. En hann lifði lífi sínu mjög karlmannlega og drengilega. Ættmenn hans mega vera stoltir af dæmi hans. Ég þakka honum hér með, þótt seint sé, fyrir þá hugvekju, sem það var mér að kynnast honum. Karl Kristjánsson. ISLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.