Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 9
hvorki of né van. Hún var sein til kynningar, en vinur vina sinna, enda átti hún marga vini og góða, sem hún vildi ekki bregðast. Sigríður var alin upp hjá for- eldrum sínum, sem fyrr segir, við minningu íslenzkrar sveitar til verks og bókar. Hún lifði tíma mikilla breytinga, frá æsku til elli. Fagnaði umbótum af einlægum huga, án þess að verða nýjunga- gjörn og hafði glöggt auga fyrir því sem til framfara horfði. Ekki dásamaði hún minnst þær fram- farir, sem orðið hafa um aðbúð og fóðrun búpenings landsmanna, á þessum tíma. Vegna starfa sinna á sínu stóra heimili evddi hún ekki miklum tíma til félaesstarfa. Þó var hún ætíð féla?i í Kvenfélagi Gaulveria- bæjarhrepps og unni því félagi alls góðs. enda var starf hennar og aðild vel metið af félagssystrum liennar. Börn Sigríðar bera þess merki að þeim hefur ekki verið innrætt að vikja sér undan félagsskyldum. Alla tíð og ekkert síður nú á seinni árum, hafði Sigiúður áhuga á líknarmálum. Hún kynntist öll- um fjórum héraðslæknum sínum hér, og fann sárt til hve starfsað- stöðu iæknanna var í mörgu ábóta- vant. Það gladdi hana því að nú virðist, sem nokkur birta sé fram- undan á þeirra vegi, sem annarra héraðsbúa. þegar fyrirhuguð er b.ygging nýs sjúkrahúss og lækna miðstöðvar á Selfossi. Sigríður átti góðan liug til kirkju sinnar og var vel kristin. Hún bar því vitni á allri fram- komu að hún var af góðu bergi brotin. Séra Einar Thorlacíus lýsir Sess- elju á Kalastöðum þannig í grein er hann skrifaði að henni látinni í „Vísi“ 31. júlí 1947: „Hún var prýðilega verki farin og féll aldrei verk úr hendi. Há vexti og tíguleg, mjög prúð og stillt í allri framkomu, sagði mein- ingu sína í fáum orðum, án þess henni fataðist nokkurntíma prúð- mennskan". Þessi lýsing er einnig sönn af Sigríði í Seljatungu. Sigríður bjó við lélega líkams- heilsu marga síðustu tugi ævinnar. Síðustu mánuðina lá hún á sjúkra- húsinu á Selfossi og naut þar góðr- ar hjúkrunar af hendi lækna og annars starfsfólks, hvað hún oft minntist á með þakklæti. Sálarkraftar hennar héldust ó- skertir að segja mátti til síðustu Anna Margrét Pátursdóttir F. 17. maí 1890. D. 14. apríl 1969. Ég lief lengi haft hug á því að minnast þessarar konu, sem ég á margt og mikið að þakka. Persónu- leiki hennar var svo sterkur, að hún vakir í vitund þeirra, sem hana þekktu, þó að hún sé fyrir löngu farin yfir móðuna miklu. Anna Pétursdóttir, sem var ætt- uð frá Víkurgerði, Fáskrúðsfirði, starfaði um langt skeið sem mat- reiðslukona á þekktum veitinga- húsum í höfuðborginni. Má þar nefna Hótel Vík, Brytann og Laugaveg 28B. Vann hún á þessum stöðum meira eða minna samfellt áratugina 1930—1960, milli þess sem hún var skipsþerna. Hún var snillingur í sinni grein. Kræsn- ir Reykvíkingar létu sig ekki vanta við matarborðið, þar sem hún hafði eldamennskuna með höndum. En hún setti sér hærra mark en það eitt að læra starf sitt til hlítar. Hún var öguð kona, stundvís og skyldurækin, svo að af bar, og hún krafðist hins mesta af sér sjálfri. Þess vegna hlaut hún virð- ingu og ástúð samverkafólksins, þó að skapið væri ríkt og ólgandi. Anna var af gamla skólanum í þeim skilningi, að hún heiðraði hinar fornu dyggðir. Samvizku- semi í starfi, trúmennska og hús- bóndahollusta voru henni í blóð borin. Snar þáttur í eðlisfari hennar var samúðin gagnvart meðbræðr- um og systrum. Svo hæfileikamikil kona sem Anna var, átti jafnan kost á háu kaupi, sem vinnuveit- endurnir greiddu henni með glöðu geði. Hún var einhleyp og veitti stundar. Hún lézt sem fyrr segir 27. des. 1970. Út för hennar var gerð frá Gaulverjabæjarkirkju 9. jan. 1971. Að síðustu þakka ég guði fyrir að hafa leyft mér og heimili mínu að eignast allar minningarnar um Sigríði í Seljatungu, og bið hann að blessa hana, afkomendur henn- ar, venzlamenn og vini alla. V. sér fáa þá hluti, sem til munaðar teljast. Oftast bjó hún í litlu her- bergi með nauðsynlegasta húsbún- aði aðeins. Og ekki eyddi hún fé sínu í skartklæði. Þó safnaði hún ekki auði um dagana. Ástæðan var einfaldlega sú, að hún gaf megin hluta tekna sinna — þeim, sem hún taldi hafa brýnni þörf þeirra. Munu fá dæmi um örlæti sem hennar. Þeim, sem kynntust Önnu gerla, er mjög í minni kiarkur hennar og andlegt þrek. Það meira en nægði henni til að mæta hverri raun í líf- inu af æðruleysi, einnig þungbær- um sjúkdómi í leiðarlok. Sál- arstyrkur hennar var slíkur,- að hann orkaði á aðra, gat gefið öðr- um von og mátt. Af átta systkinum lifir nú Oddný, sem býr á Stokkseyri, kom- in á háan aldur. Hana hitti ég að máli fagran sumaraftan í fyrra. Mætti ég hjá henni gestrisni, yl og hiartahlýju, sem ég kannaðist við. Ég votta systurinni diúpa samúð vegna missisins. Megi hún eiga mildar stundir á ævikvöldinu í faðmi sinnar fjölskyldu. Vinirnir munu lengi muna Önnu Pétursdóttur, hina trygglyndu, sviphreinu og svipsterku konu. Magni Guðmundsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.