Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 4
cm. Eftir að taðan var hirt, knúði „listaþráin ríka“ hann til þess að skreppa út í Náttfaravíkur með málaratæki. Fylgdi Haraldur sonur hans honum sunnudagsmorguninn 6. sept. svo langt áleiðis, er komizt verður á jeppa, eða alllangt norð- ur fyrir Björg, nyrzta setinn bæ Ljósavatnshrepps, —syðst á fjör- ur, sem hægt er aðeins að fara fót- gangandi til Víknanna, og þó þarf til þess að standa vel á sjó, vera lágsjávað og brimlaust. Voru fjör- urnar sýnilega vel færar að þessu sinni. í Naustavík stendur gamalt ibúð arhús úr steini og hugðist Einar Karl halda þar til um nætur meðan hann gisti Víkurnar. Var skjóllega búinn og vel nestaður. Erindi Einars Karls í Náttfara- vík var í þjónustu eftirlætisvið- fangspfna listaþrár hans, en þau voru: Saga íslands og mikilúðleg náttúra þess. Hann ætlaði í þessari för að undirbúa málverk af Nátt- fara, sem Landnámabók segir að þarna hafi búið, og var, ef farið er eftir frásögn hennar, fyrsti land- námsmaður á íslandi'. Samkomur miklar höfðu verið haldnar á Húsavík og að Laugum í Reykjadal í ágústmánuði til að minnast þess, að ellefu aldir eru síð an Garðar Svavarsson fyrstur nor- rænna manna reisti sér hús á Húsa- vík, — og frá því að Náttfari, sem var í fylgdarliði hans, settist að i héraðinu. Litlu áðiH- en Einar Karl lagði 1 þessa hinztu för, hafði hann, staddur á Húsavík, kastað fram hjá kunningja sínum þessari vísu: Áfram ég klifra minn Örlagahnjúk og yrki mín ferhendu stef. Hjartað er ónýtt, sálin er sjúk, — og svo hef ég smávegis kvef. í vísunni eru glögg einkenni höfundarins: Skýr hugsun, rétt stuðlun og rúm, gamansemiblær, en djúp alvara undir niðri. Hann hafði fundið til hjartabilun- ar og notaði að læknisráði meðöl við henni að staðaldri. Hins vegar tekur hann sér skáldaleyfi, þegar hann segir sálina sjúka, því hann var andlega stálhraustur. „Smáveg is kvef“, tíundar hann svo í ofaná- lag, til þess að auka á sjálfhæðn- ina, því hvað var slíkt kvef umræðuvert samtímis hinum ó- sköpunum með hjartað og sálina. Að liðnum sunnudeginum, sem Einar Karl fór út í Víkurnar, gerð- 4 ist veður vont á þessum slóðum: Stórviðri með snjókomu og sjávar- róti. Fönn hlóð í Kinnarfjöll og urðu þau hvít að rótum. Þriðjudaginn 8. september fór Haraldur sonur Einars Karls út í Náttfaravikur til þess að vitja föð- ur síns. Þá voru fjörurnar þangað aftur orðnar slarkfærar. En hann greip í tómt. Fann hvorki föður sinn né föggur hans. Eftir all- mikla leit hvarf hann að dagslok- um aftur til mannabyggðar. Næsta morgun fór flokkur manna úteftir til leitar. Fundu leitarmenn Einar Karl örendan á svonefndum Kota- dal, sem er slakki milli háfjallanna að vestan og Bakranga, sem er mikið fjall Skjálfandaflóamegin. Var þá 9. september. Kotadalur er sjaldfarinn og erf ið gönguleið milli Náttfaravíkna og nyrztu byggðra bóla í Ljósa- vatnshreppi. Einar Karl hefur ekki treyst því, að fjörurnar yrðu fljót- lega færar og því lagt á fjallveg- inn að loknum verkum þeim, er við varð komið. Snjórinn verið meiri, þegar hærra kom, og færð- in verri, en hann hefur búizt við. Langt hafði hann þó verið kominn með að sigra aðalbrattann, er lá honum í fang, en átt eftir vondan snjóakafla. Hann hafði borið all- þungan bagga í fötlum, málara- tæki og ferðaföggur. Eftir sporum að dæma hafði hann numið stað- ar einhverja stund og hnigið síð- an aftur á bak. Þannig hvíldi hann örendur upp við byrði sína með svefnró á yfirbragði, að sögn leit- armanns. Þarna í háfjallasalnum, í hug- djarfri sókn á Örlagahnjúkinn, liafði hjarta Einars Karls hætt að slá. Hann dó fyrir listhneigð sína. Einar Karl var fluttur heim að Fljótsbakka. Húskveðja fór þar fram mánudaginn 21. september. Var þá fagurt veður. Fjöll sveipuð blámóðu. Skjálfandafljót rann hæg látlega fram hjá bænum eins og dreymandi. Fljótsheiðarbrekkan skartaði fegurstu haustlitum. Frá Goðafossi bárust annað slagið djúp ir bassatónar, sem hljómuðu í eyr um manna eins og kveðjusöng- ur frá vættum byggðarinnar. Margt fólk — og sumt langt að komið — var þarna mætt. Sóknar- presturinn, Sigurður Guðmunds- son prófastur á Grenjaðarstað flutti geðfellda ræðu. Lesið var kvæði eftir Þorgeir Jakobsson rafvirkja frá Haga í Aðaldal. Einnig var flutt „Andvarp“, — ljóðkveðja frá Söru, dóttur hins látna. Kirkjukór Einarsstaðasóknar söng. Athöfnin öll var virðuleg. Að húskveðju lokinni, og þar með rausnarlegum veitingum, var ekið yfir í Reykjadal og að Einars- stöðum. í kirkjunni þar fór fram bænargjörð og söngur. Síðan var þessi innilega listhneigði bóndi og dugmikli vinnugarpur lagður til hinztu hvílu í grafreit ættbyggðar sinnar. Einar Karl lét eftir sig allmikið safn mynda og listmuna. Hafa vandamenn hans ákveðið að flytja þetta safn nú með vorinu í mál- verkasalinn á Fljótsbakka og láta það vera þar til sýnis og sölu næstu ár. Á meðan þessi sýning stendur yfir, geta vinir Einars Karls heim- sótt hann þarna og átt tal við hann á máli mynda hans. Karl Kristjánsson. f Horfinn er athafnamaður, Látinn nemandi lífsskóla. Góðum grönnum greiðamaður, faðir og afi ástvinum kær. Að yrkja var þitt unaðsstarf. Léztu Ijóðstafi leika á tungu. Gladdir gesti með góðri stöku. Gerðir Fljótsbakka gróðurreit. Að yrkja í myndum var yndi þitt. Festir á léreft ljós og skugga. Hugsýnir þínar og handaverk geymast óbornum um aldir fram. Fyrir eliefu öldum síðan Náttfari nam Náttfaravíkur. Aleinn þú lagðir í landnemans slóð, settir að innsigli þín síðustu spor. Þorgeir Jakobsson. ÍSLENDINGAÞÆTTÍ

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.