Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 27

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 27
MINNING ÍSAK ÁRNASON VESTMANNAEYJUM Fæddur 25. des. 1897 Dáinn 13 febrúar 1971. „Mínir vinir fara fjöld. Feigðin þeirra heimtir köld. Ég kem á eftir, kannski í kvöld með klofinn hjálm og rifinn skjöld. Brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld." Þessi orð Bólu-Hjálmars komu mér í hug er ég heyrði andláts- fregn vinar míns og mágs ísaks Árnasonar. Hann var fæddur á Hrjót í Hjaltastaðaþinghá, jörð sem nú er komin í eyði fyrir mörg- um árum. Var hann sá fjórði í röðinni af 15 systkinum, þrjú af þeim dóu í æsku, en 5 af þeim eru enn á lífi eftir því er ég bezt veit. Öll voru þessi systkini mikið dugn- aðar fólk eins og foreldrar þeirra voru, því það gera ekki aðrir en dugnaðarmenn að koma upp svo stórum barnahóp hjálparlaust að mestu, tvö börnin voru að vísu tekin af þeim til fósturs af vinum og frændum, en annan styrk fengu þau ekki. Annað barnið sem tekið var til fósturs var ísak. Svo stóð á þegar hann fæddist að foreldrar hans höfðu ekki nema eina kú og var hún þá geld og heimilið því mjólk- urlaust í svipinn, en þrjú ung börn fyrir á heimilinu. Hljóp þá frændfólk Árna, á Brennistöðum í Eiðaþinghá undir bagga með Hrjót ar hjónum og tók hvítvoðunginn til fósturs um stundar sakir, eða þar til úr rættist um mjólk á heim- ilinu. En þetta fór á aðra leið en ætl- að var í fyrstu, Isak fór aldrei að Hrjót aftur og var alinn upp hjá Árna Jónssyni á Brennistöðum og síðar á Ormsstöðum í sömu sveit, og lauk svo að Árni Jónsson arf- leiddi hann að eignum sínum, sem ekki voru raunar miklar, en urðu ísaki dýrar, því á búinu hvíldi víxilskuld við bankann á Seyðis- firði að vísu ekki há, en þó svo há að víxilinn þurfti að framlengja þá voru 200 kr. þó nokkrir pen- ingar. Til þess að framlengja víxilinn og borga af honum þurfti ísak að gera sér ferð á Seyðisfjörð, en í þeirri ferð kól liann svo að taka varð af honum tærnar á báðum fótum, og hef ég oft heyrt við- brugðið hörku hans og karl- mennsku í þeim raunum er þessu voru samfara, og eflaust hefur þetta óhapp haft mikil áhrif á framvindu lífs hins unga dugn- aðar manns. Þetta varð til þess að ísak átti eftir þetta óhægt með gang og treysti sér ekki til að stunda landbúskap, sem hann var þó gef- inn fyrir því liann hafði gaman af að umgangast skepnur, og átti lengst af einhverjar skepnur eftir að hann fluttist til Vestmannaeyja og sagði hann mér að liann ætti þær meira til skemmtunar en í gróðaskyn. Eftir að sár hans voru gróin var hann hjá mér einn vetur sem barnakennari, og var það fyrsti og ég vil segja bezti barnakennari sem ég hafði. Frá mér fór hann á Reyðarfjörð til sjóróðra, en hvort hann var þar eitt eða tvö ár man ég ekki, en óhætt er mér að segja að allir sem ég heyrði minnast á hann þar virtu hann og lofuðu sem góðan dreng og mikilvirkan að hverju sem hann gekk. Um haustið 1922 fer hann til sjóróðra til Vestmannaeyja, en um vorið fer hann aftur austur. Um haustið fór hann svo aftur til Eyja á vertíð, og þann vetur varð hann fyrir því slysi að falla útbyrð is í róðri, í miklu frosti og hauga sjó. Hann náðist, en var þá mjög aðfram kominn og þjáður. Upp úr því fékk hann lungnabólgu og brjósthimnubólgu og var lengi veikur. Náði hann sér aldrei að fullu eftir það áfall. Árið 1924 flytur hann til Jón- ínu Einarsdóttur ekkju eftir Jón Guðmundsson, Seljalandi. Átti hún tvö börn frá fyrra hjónabandi og var hún búin að vinna fyrir þeim í ekkjudómi í 10 ár, án þess að þiggja styrk. Þá tekur hann við sem fyrirvinna heimilisins upp frá því, og gengur börnunum hennar í föður stað, Einari fæddum 1911 og Guðmundu Margréti fæddri 1914 sem eru bæði gift og búsett í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust svo einn son Jón Þórmund, flug- mann, en nú flugumferðarstjóra í Reykjavík, kvæntan Þóru Karítas Ásmundsdóttur frá Lindahlíð í Aðaldal og búa þau í Reykjavík. Jónína var fædd í Hlíð undir Eyja- fjöllum 25 marz 1885 en fluttist til Eyja 7 ára gömul með föður sín- um og ólst þar upp með föður sín- um og stjúpmóður sinni Árnýju Einarsdóttur Norðurgarði í Vest- manneyjum. 1911 gekk hún í hjónaband með Jóni Guðmunds- syni og bjuggu þau í leiguhúsnæði til að byrja með, en byggðu svo ÍSLENDINGAÞÆTTIR 27

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.