Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 26

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 26
mótun. Marteinn frændi kenndi mér að lesa og að draga til stafs, og hann reyndi að þjálfa mig í reikningi: liann hafði yndi af því að fara með tölur. Síðar studdu þau systkin mig til náms. Ekki var lífsbaráttan síður hörð á Akureyri fjórða áratugsins, atvinnuleysi og sífelld atvinnuleit. Marteinn stundaði daglaunavinnu. reri til fiskjar, sagði til börnum á vetrum en var í kaupavinnu á sumrum í nokkur ár og keypti síð- ar tún og heyjaði, svo að nokkuð sé nefnt. Að hverju starfi gekk Marteinn af dugnaði og samvizku- semi. Þegar um fór að hægjast með atvinnu, urðu störfin fastari. Mirteinn vann lengi í skinnaverk- smiðiunni Iðunni, síðar við inn- heimtustörf og á skrifstofu bæjar- fógeta. Framfærslufulltrúi var hann á Akureyri 1956-60, og síð- ustu árin sem starfskraftar hans entust, rak hann verzlun ásamt konu sinni. Marteinn festi ráð sitt árið 1950 og kvæntist Einhildi Sveínsdóttur frá Eyvindará í Eiðaþinghá. Ekki varð þeim barna auðið, en á heim- iii þeirra ríkti glaðlvndi, hlýja og einbugur, jafnt í blíðu sem stríðu. Enda þótt Marteinn flytti þrítug ur inn á Akureyri, var þó hugur hans iöngum austan Vaðlaheiðar. Á heimilið komu Fnjóskdælingar í kaupstaðarferðum. gistu oft, eink um þeir eldri. og þá var skrafað og skeggrætt um menn og málefni. ekki sízt frá fyrri tíma og gengn- um kvnslóðum. Líf þeirra var eins nálægt og líf líðandi stundar. Og aðrir Fnjóskdælingar, sem fluttir voru inn eftir, voru tíðustn eest- irnir á heimili Marteins. bæði með- an hann bjó með svstkinum sín- um og á heimili þeirra Einhildar. Ánægjulegustu samverustundir rnínar með Marteini voru göngu- ferðir á sumrum austur yfir heiði og um Fnjóskadal, þar sem ör- nefni og kennileiti fengu líf í frá- sögn Marteins og gamlir sveitung- ar buðu gestum til stofu, þegar komið var á bæi. Eins og að líkum lét um þann, sem óx úr grasi í Þingeyjarsýslu á fyrstu áratugum þessarar aldar, mótaðist Mayteinn á Veturliðastöð- um af hugsjón ungmennafélags- hreyfingarinnar um fegurra og betra mannlíf og af félagsanda hennar og vaxandi samvinnuhreyf- ingar. Og eftir að til Akureyrar kom, tók hann ærinn þátt í starfi þeirra pólitísku samtaka sem af rótum þessara félagshreyfinga voru runnin, Framsóknarflokksins, og auk þess um skeið í starfi verkalýðshreyfingarinnar. Á árunum fyrir stríð og í stríðs byrjun voru verkamannafélög tvö á Akureyri, Verkalýðsfélag Akur- eyrar, sem jafnaðarmenn réðu, og Verkamannafélag Akureyrar, þar sem kommúnistar (síðar sósíalist- ar) höfðu töglin og hagldirnar. Marteinn Sigurðsson var í fyrrnefnda félaginu, en þegar að því kom fyrir atbeina Alþýðusam- bands íslands, að leitazt var við að sameina, akureyrska verkamenn í einu félagi, var Marteinn í hópi þeirra sem að því vildu stuðla, og hann var kjörinn fyrsti formaður Verkamannafélags Akureyrarkaup staðar 1943. Við stofnun hins nýja félags var þess gætt, að í því hefði enginn einn stjórnmálaflokkur meirihluta í stjórn, en ekki liðu mörg ár áður en í ljós kom, að sósíalistar ætluðu sér meiri hlut en aðrir og þeir fengu Martein felldan við stjórnarkjör. í Framsóknarfélagi Akureyrar starfaði Marteinn um langt árabil og var um skeið gjaldkeri og síð- ar formaður þess félags. í bæjar- stjórn Akureyrar var Marteinn varafulltrúi fyrir Framsóknarflokk inn 1942—46 og aðalfulltrúi 1946 —50. Hann átti m.a. sæti í hafnar- nefnd, en þá var farið að vinna að hafnargerð þeirri á Oddeyri utan- verðri, sem síðar átti eftir að verða akureyrskum atvinnuvegum mikil lyftistöng. Um og eftir forsetakjörið 1952 losnaði um flökksbönd í íslenzkum stjórnmálum. Þrátt fyrir breytileg- ar samsteypustjórnir liafði stjórn- ai'Stefnan reynzt æði lík, en flokks- foringjar höfðu gerzt æ íhlutun- arsamari um gerðir flokksmanna. Marteinn var einn þeirra mörgu Framsóknarmanna á Akureyri, sem gengu í berhögg við vilja og tilmæli ráðherra flokksins í for- setakosningunum, og noklcru síðar yfirgaf hann Framsóknarflokkinn. Við bæjarstjórnarkosningarnar 1954 var hann efstur á lista Þjóðvarnarmanna á Akureyri, og í þeim kosningum hlaut sá flokkur lilutfallslega einna mest fylgi á skömmu æviskeiði, en jafnframt voru úrslit þeirra mikill persónu- legur sigur fyrir Martein og sýndu hvert traust samborgarar hans báru til hans. Eftir þessar kosningar átti hann frumkvæði að vinstri sam- vinnu í bæjarstjórn Akureyrar. Eftir daga Þjóðvarnarflokksins gaf Marteinn Sigurðsson sig ekki að stjórnmálum, en bæði fyrr og síðar tók hann drjúgan þátt í starfi annarra félagssamtaka. Hann var um langt skeið mikill áhuga- maður um Kaupfélag Eyfirðinga. en raunar var honum sýndur minni trúnaður þar eftir að liann sagði skilið við Framsóknarflokk- inn en áður hafði verið. í stjórn Skógræktarfélags Akureyrar var Marteinn á annan áratug, og hann var einn af hvatamönnum að stofn- un Þingeyingafélagsins á Akureyri og fyrsti formaður þess. Síðast en ekki sízt beitti Mar- teinn sér fyrir stofnun Mat.thíasar- félagsins og var formaður þess frá upphafi. Marteinn hafði alla stund mikið yndi af sögulegum fróð’<' ' og íslenzkum skáldskap. og í safn- inu á Sigurhæðum tókst honum að ná saman til varðveizlu fyrir komandi kynslóðir, sögulegum minjum um það skáld, sem hon- um var hjartfólgnast, séra Matthías Jochumsson. Grundvöllun Matt- híasarsafnsins og varðveizla þess kostaði ærið framtak og ófá spor, sem Marteinn taldi ekki eftir sér, og eftir að starfskraftar hans tóku að dvína, studdi Einhildur kona hans liann dyggilega í safnstarfinu ekki síður en í öðru. Marteinn Sigurðsson var af þeirri manngerð sem lýðræðið á líf sitt undir, maður sem tók virk- an þátt í starfi hvers þess félags. sem hann var í, bæði frjálsra fé- lagssamtaka og þeirra, sem hver maður á hlutdeild að — sveitar- félagi sínu og þjóðfélagi. Hann var maður sem jafnan var reiðubúinn til þess að taka að sér ábyrgðar- störf, en hann barðist ekki til valda eða metorða. Líklega var Marteinn frændi hvorki harður verkalýðsforingi né slyngur stjórnmálamaður, 'en liann vildi vel og vann þau störf. sem honum voru falin af alúð og trú- mennsku. „Sinna verka nýtur seggja hver; sæll er sá er gott gerir“. Stefán Karlsson. 26 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.