Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 24
Þórarinn Snorrason, bóndi og hreppstjóri frá Bjarnastöðum í Selvogi Það hefur dregizt úr hömlu, lengur en ég hefði kosið, að minn- ast lítillega látins góðvinar míns fvrrum samsveitungs, Þórarins frá Biarnastöðum í Selvogi. Margt stuðlar að þeim drætti, sem hér hefur á orðið. Orsakir hans skulu ekki raktar hér, það myndi ekkert bæta úr. Snorri, elzti sonur Þórar- ins, bóndi á Vogsósum í Selvogi, hefur látið mér í té lífshlaup föð- ur síns í stórum dráttum, og mun ég reyna að fara sem réttast með það, svo sem honum segist. Þórarinn Snorrason fæddist 27. desember 1875 að Þorleifskoti í Flóa, sonur hjónanna Snorra Þórar inssonar og Hólmfríðar Eiríksdótt ur. Fluttist hann árs gamall með foreldrum sínum að Læk í Flóa og ólst þar upp ásamt systkinum sín- um. Þórarinn kvæntist fyrri konu sinni, Gíslínu Ingibjörgu Helga- dóttur frá Evrarbakka, árið 1902. Þá flytjast þau út í Selvog að Bjarnastöðum. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi: Snorra, Helgu og Geir. Gíslínu Ingibjörgu missti Þórarinn árið 1907, fyrsta búskanarár beirra á Biarnastöðum. Árið 1912 þann 9. maí kvæntist Þórarinn annað sinn og gekk þá að eiga Ragnhildi Jónsdóttur frá Stíflisdal í Þingvallasveit. Þau eignuðust níu böm, og eru sjö á lifi: Ingibiörg, Valgerður, Jón, Ósk ar, Kristín, Þorgeir og Hörður. Bræður tveir, sem látnir eru, hétu Sigurður og Ragnar, létust þeir báðir 1943. Ragnhildi, seinni konu sín, missti Þórarinn 14. júlí 1935. Þórarinn brá búi árið 1940. Tók þá Óskar sonur hans við búinu, og hiá honum og konu hans, Guðnýju Guðnadóttur, dvaldi Þórarinn til ársins 1955 og fluttist þá til Hafn- arfjarðar til dóttur sinnar Kristín- ar og manns hennar, Helga Helga- sonar netaserðarmanns og dvaldi hjá þeim í 13 ár. Síðustu tvö ár ævi sinnar dvaldi Þórarinn á Sól- vangi í Hafnarfirði og dó þar 7. nóvember 1970 tæpra 96 ára gam- all. Þórarinn var jarðsettur að Strönd í Selvogi. í grafreit hinnar víðþekktu Strandarkirkju hafa báðar konur Þórarins beðið hans all lengi. Nú er hann kominn að hlið þeirra. Frið ur sé með þeirra leifum. Fljótlega eftir komu sína í Sel- vog, mun Þórarinn hafa fengið sér skip, gerzt formaður og róið út, svo lengi sem það tíðkaðist, að Selvogsbændur réru út úr heima- vör. í gömlu formannavísum úr Selvogi er þessi vísa: B j arnastaðabúandinn býst með röska sveina. Þreklundaður Þórarinn þóttu starf að reyna. f þann tíma voru allir bændur í Selvogi jöfnum hondum lands- og sjávarbændur. Lífshlaup Þórarins frá Bjarna- stöðum verður ekki rakið með fá- um pennadráttum, og það yrði ann ar að gera en ég. Kynni okkar urðu ekki fyrri, en báðir voru orðnir fulltíða menn, ég um fertugt en hann um fimmtugt. Þetta skeði ár- ið 1927, þegar við hjónin ásamt fólki okkar tókum Herdísarvíkina til ábúðar. Á þeim árum mátti Selvogurinn teljast full byggður. Aðeins var ein jörð, sem ekki var búið á, Hlíð, landnámsjörðin, eftir því sem næst verður komizt, og hjájeigur allar í byggð utan ein. Áður en ég flutti í Selvoginn, vissi ég og hafði lengi vitað, að í þessari svo til litlu, afskekktu og fámennu sveit var að kalla mátti ágætur búskapur. Allar jarðir mjög vel setnar. ágætum bændum á hverri jörð og hjáleigubændur góðir bjargálna menn. Þá mun Þórarinn hafa verið með stærstu og öruggustu bændum þar. Svo sem Þórarinn var talinn góður formaður á sjó, býst ég við, að ekki hafi hann verið lakari for- maður fyrir sínu heimili, sem ávallt var stórt og mannmargt. Þórarinn reyndist einnig góður formaður fyrir sveit sína og sveit- unga. Mætti segja ýmislegt frá því, þó að sleppa verði því hér. Þórarinn var í allan máta þrifn- aðar bóndi, og hvergi hef ég séð betur gengið um hey, hvort held- ur var á vetri eða sumri, en á Bjarnastöðum, að öllum bændum þar ólöstuðum í því efni. Allir þurftu að fara vel með sín hey, þar eð lítið var þar að heyja ann- að en túnin, sem víða voru lítil og sendin, og varð því afrakstur þeirra oft misjafn. Útslægjur voru engar, utan hvað hvert býli átti sitt afskammtaða melbarð eða torfu, og var meltekja þar gott búsílag, ef melurinn spratt sæmi- lega. Þórarinn var ágætur fjármaður, mikill sauða-bóndi og hefur lík- lega átt einna lengst sauði af bændum Árnessýslu. Söngmaður góður var Þórarinn. Var hann aðal söngmaður Strand- arkirkju á minni tíð í Selvogi fyr- ir utan prestinn, síra Ólaf Magnús- son, sem var afburða söng- og raddmaður. Ég komst fljótt að því, að 24 fSLENDINGAÞÆTTlR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.