Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 8
Sigríður Jónsdóttir
Seljatungu
1926. Þá hurfu þau aftur að Haga
og bjuggu þar á hluta jarðarinnar
til 1929. Þá fluttust þau að Gauts-
dal og bjuggu þar við ráðdeild og
rausn í 35 ár, síðari árin í sam-
býli við Jón son þeirra, er tók við
jörðinni að fullu við bröttför
þeirra. Þá brugðu þau búi og flutt-
ust til Blönduóss. Þar hafa þau
dvalið síðan og þar dvelur Harald-
ur nú. Gautsdalur er fjallabýli,
víðlent og kostaríkt, ef það nýtur
sín að fullu, en þó erfitt og vetrar-
ríkt. Geldur það þess nú mjög,
hve byggðin hefur gisnað að baki
þess hin síðari ár. Er það nú orð-
ið bakvörður hennar og því í
hinni þekktu hættu af völdum ein-
angrunar og ágangs afréttarpen-
ings. Glíma við þessi öfl er ekki
á færi þeirra, sem elli og slit
ásækja.
Þau hjón fengu í fang sér í
öndverðu fjármálabyltingar milli-
stríðsáranna. Fyrstu árin í Gauts-
dal mættu þeim hámark þeirra,
sem þekktast er undir heitinu
„heimskreppan“. Þá komst verð-
lag búsafurða svo lágt, að það
varð gróðafyrirtæki að reka dilka
norðan úr Húnavatnsþingi til
Reykjavíkur og fá tvær krónur á
dilk fyrir reksturinn. Það mun á
fárra færi að segja þessa sögu svo,
að sú kynslóð, sem nú kveður sér
hljóðs í íslenzkum þjóðmálum,
skilji hana til hlítar. En það er
sagan, sem Gautdalshjón og þeir,
er þeim urðu samferða, lifði og
skapaði. Það voru þessar byltingar
sem sköpuðu sögu íslenzkra sveita
þá. Ráðdeild og atorka voru bjarg-
ráðin. Þau voru nýtt til hins ýtr-
asta þar í Gautsdal, enda tókst
þeim að vaxa frá fátækt frumbýl-
isáranna til bjargálna og þó við
hjálpfýsi og rausn.
Sigurbjörg andaðist á Héraðs-
hæli Húnvetninga 26. nóv. 1970.
Þeim hjónum varð fimm barna
auðið. Eina dóttur misstu þau
unga. Þau, sem upp komust, eru
þessi: Jón bóndi í Gautdal, Sigur-
laug húsfreyja í Káraneskoti í
Kjós, Sverrir bóndi á Æsustöðum
í Langadal og Lára, sjúkraþjálfi á
Kleppi. Öll eru þau systkin þekkt
að frábærri atorku og hugrekki.
Falla þau eplin því skammt frá
eikinni.
Ég sendi þeim, er um sárast
eiga að binda við fráfall Sigur-
bjargar í Gautsdal, vinar- og sam-
úðarkveðjur.
Guðmundur Jósafatsson
frá Brandsstöðum.
Nú þegar starfs- og lífsferill Sig-
ríðar Jónsdóttur er allur, geri ég
mér vel ljóst að hennar er vert
að minnast. Vafalaust eru þeir
margir, sem mér eru pennavanari
og á allan hátt um það færari, að
rita á blað hugleiðingar um líf
hennar og starf, en ég er. En hitt
er mér líka ljóst, að fáum er það
skyldara en mér, eftir að hafa fyrst
þekkt fjölskyldu hennar af orð-
spori, síðan kynnzt Sigríði um ára-
tugi og síðustu árin notið góðrar
vináttu hennar.
Sigríður fæddist á Kalastöðum á
Hvalfjarðarströnd 4. júlí 1883.
Foreldrar hennar Jón Þorsteins-
son frá Kambshóli og kona hans
Sesselja Jónsdóttir frá Ferstiklu,
bjuggu á Kalastöðum um margra
ára skeið —1881—1924), eignuð-
ust ellefu börn, þar af komust átta
til fullorðinsaldurs og var Sigríð-
ur elzt þeirra er upp komust.
Sigríður ólst upp hjá foreldrum
sínum fram um tvítugsaldur, lærði
ljósmóðurfræði í Reykjavík og
varð síðan ljósmóðir í Mosfells- og
Kjalarnessumdæmi. Síðar starf-
aði hún skamman tíma, sem ljós-
móðir í Villingaholtshreppi og
gegndi alloft í forföllum annara
ljósmæðra.
Sigríður giftist 20. maí 1911,
Sigurði Einarssyni frá Holtahólum
í Austur-Skaftafellssýslu, sem þá
var til heimilis í Laxnesi. Þau voru
fyrsta hjúskaparár sitt á Kalastöð-
um, en hófu vorið 1912 búskap á
Víðinesi á Kjalarnesi. Þar bjuggu
þau til vorsins 1919, er þau fluttust
búferlum að Seljatungu í Gaul-
verjabæjarhreppi og festu kaup á
þeirri jörð. Þar var heimili þeirra
alla tíð síðan meðan ævi entist, en
Sigurður lézt 10. marz 1951 og Sig-
ríður 27. des. s.l. Þau seldu búið í
hendur sonum sínum Guðjóni og
Gunnari vorið 1945.
Þeim hjónunum, Sigríði og Sig-
urði, fæddust átta börn, sem öll
komust upp. Börn þeirra eru: Sig-
ríður gift Guðmundi Sigurðssyni,
bónda, Sviðugörðum. Þorsteinn,
trésmíðameistari á Selfossl kvænt-
ur Guðrúnu Valdimarsdóttur frá
Teigi. Sesselja, gift Vigfúsi Einars-
syni, bónda, Seljatungu. Jón bifi>
eiðaeftirlitsmaður á Selfossi,
kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur
frá Hurðarbaki. Laufey, forstöðu-
kona matsölufyrirtækis í Minnea-
polis. Kristín, gift Ólafi Nikulás-
syni bifreiðastjóra á Selfossi. Guð-
jón, bóndi í Gaulverjabæ, kvæntur
Margréti Valdimarsdóttur frá
Teigi. Gunnar, bóndi í Seljatungu,
kvæntur Vilhelmínu Valdimars-
dóttur frá Stokkseyri.
Ég hef nú í fáum orðum rakið
lífshlaup Sigríðar og stiklað þar
aðeins á því stærsta. Eftir, sem áð-
ur er saga hennar órakin, aðeins
sagt hvar hún var, en ekki hver
hún var, en þar er einmitt falið
það sem mestu máli skiptir í
minningunum um hana.
Sigríður var umfram flesta
sterk og stillt, Hún vann öll sín
störf með hreinlæti og vandvirkni
og horfði fremur til vinnugleði en
verklauna. Henni var lagið og hug-
fólgið að hjálpa þeim, sem liðu, og
bóndinn var svo inngróinn í geð
hennar, að segja mátti að litlu
skipti hvort í hlut áttu menn eða
málleysingjar. Og til hinztu stund-
ar átti hún vini, sem hún bar um-
hyggju fyrir, einnig utan bæjar.
Ég hef engan þekkt jafn mikinn
dýravin. En um þá hluti sem aðra
talaði hún ekki margt, því hún bar
ekki tilfinningar sínar á torg og
hafði góða stjórn á geði sínu og
dagfari. Hún var heimakær, en
kunni því vel að blanda geði við
aðra og undi því vel að sjá aðra
gleðjast á góðum stundum. Hún
hafði áhuga á að börn hennar og
heimafólk léti ekki sóma sinn,
hvort sem að bar sigur að ósigur.
Hún var sjálf hóglát í gleði, en
sterk þegar andbyr var á. Hún
kunni þá list að rækja fornar
dyggðir hófsemi, nýtni og spar-
semi og gerði flesta hluti með
þeirri prúðmennsku að manni
fannst, að einmitt þannig væri
8
V
ÍSLENDINGAÞÆTTIR