Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 22
JÓNAS EINARSSON, fyrrverandi Fæddur 27. febrúar 1891. Dáinn 26. nóvember 1970. Ég sá hann síðast síðastliðið haust nokkrum sinnum. Þá lá hann á Siúkrahúsi Husavíkur og beið dauða síns. Líkaminn var út- lifaður oa orkuvana, en sálin eins og hún átti að sér að vera. Eng- inn bilhupur á áhuganum á því, sem hann viídí að kæmist í verk. Hanii varð að hvíla í vissum, ann- arlegum stellingum, ef hann átti að hafa viðböl, en ekki kveinkaði hann sér eða kvartaði. Hann var þeirrar manngerðar, sem sagt er um að hvorki kveinki sér við sárs- auka né bana. Jónas fæddist í Svartárkoti í Bárðardal. Sonur hjóna, sem þar bjuggu þá: Einars Friðrikssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Einar var af svonefndri Hraunkotsætt, en Guðrún var dóttir Jóns Illugason- ar frá Baldursheimi í Mývatns- sveit. Einar og Guðrún fluttust bú- ferlum frá Svartárkoti að Reykja- hlíð við Mfvatn vorið 1895 og áttu þar heima til dauðadags. Frá þeim er komin „Reykiahlíðarætt hin yngri“. Þau eignuðust 14 börn, en 5 létust í hemsku. Níu komust til aldurs. Jónas var yngstur þeirra. Hann fluttíst fiösurra ára með for eldrum sfnum til Reykjahlíðar og ólst þar unp í fiölmenni mikils frændgarðs. Vandist langræði til heyöflunar, stórum víðáttum smöl unar og beitilanda, — mikilli sókn til veiða f Mývatni. Hann var einn vetur í unglinga- skóla Símirðar Baldvinssonar að Ljósavatm. Það þótti góður skóli á þeim árum til þess að væða menn til siálfsnáms. Árið 1912 fór Jónas cí*->n f bændaskólann á Hól- um f Hia'tadal og útskrifaðist það an 1914. Jónas Rinarsson var mjög heil- steyptur nersónuleiki, og áhuga- samur um allt, sem hann tók sér fyrir hendur. Heiðarleiki hans og bóndi, Álftagerði orðheldni fyrsta flokks. Hann var hvorki stór vexti né kraftalegur — í líkingu við suma frændur sína — en f jaðurmagnaður og harð fylginn sér bæði f leik og starfi. Fyrst og fremst var hann þó mað- ur starfsins. Samt minnast eldri Mývetningar þess, að þegar hann kom frá Hólum, lagði hann sveit- inni til fyrsta fótknöttinn, og gerð ist um leið fyrsti kennari Mývetn- inga í þeirri íþrótt. Árin 1910—1916 var Jónas heimilismaður hjá Sigurði bróður sínum, sem bjó á hluta Reykjahlíð- ar. Vann hann honum sem vinnu- maður, utan þess tíma, sem hann var í Hólaskóla, en kom sér jafn- framt upp dálitlum bústofni. Hinn 31. október 1916 gekk Jón- as að eiga Kristjönu Jóhannesdótt- ur Sigurðssonar frá Laucaseli. Hún var fimm árum eldri en hann, fríð kona, höfðingleg og mikil- hæf á marga lund. Þau hófu bú- skap í Álftagerði f Mývatnssveit vorið 1917, á parti jarðarinnar, sem Jónas fékk úr eigu foreldra við Mývatn sinna. Þessi jarðarpartur var ná- lega húsalaus — túnið lítill blett- ur — engjar sæmilega grösugar, en votlendar og erfitt að heyja þær, nema í góðri tíð. Búfjárhag- ar ekki rúmir eða hentugir. Að- staða til silungsveiði í Mývatni all- góð. Jónas var framfaramaður að eðl isfari. Hann hóf þegar umbætur á býli sínu. Áhrif frá búnaðarskóla- göngunni ýttu undir. Vinnukappið var linnulaust. En jarðnæðið var með miklum takmörkunum og al- mennar fjárkreppur tóku í taum- ana. Hann varð að byrja á því að koma sér upp íbúðarhúsi og pen- ingshúsum. Stækka túnið, en tún- ræktinni var mjög markaður bás- inn vegna hrauns og votlendis. Þá tók hann og sinn þátt í tilraunum með félagslegar engjabætur. Mikla vinnu lagði hann alltaf í veiðiskap og var fengsæll veiði- maður. Jónas og Kristjana eignuðust tvö börn. Þau eru: 1. Gestur, fæddur 21. febrúar 1919, bóndi og bifreiðarstjóri í Álftagerði. Kona hans er Kristín Þuríður Jónsdóttir Pálssonar frá Stóruvöllum í Bárðardal. 2. Guðrún, fædd 7. febr. 1924 hús freyja að Gerði í Hörgárdal síðan 1948. Eiginmaður hennar er Ólaf- ur Skaftason, bóndi, frá Þúfnavöll um, Guðmundssonar. Kristjana og Jónas virtust ólík. Hún draumlynd og rómantfsk að eðlisfari, — hann maður virkileik- ans fyrst og fremst. En hiónaband þeirra var eigi að síður gott. Þau báru virðingu hvort fvrir öðru og voru hvort öðru nærgætin. Bæði voru sómakær. Bæði gestrisin og hjálpfús. f Álftagerði var um áraskeið nokkurs konar flutningamiðstöð eftir að akvegur úr kaupstað náðí þangað, en var ekki kominn um- hverfis Mývatn. Vélbátur var lát* 22 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.