Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 16
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR FRÁ VARMAHLÍÐ Ritningin segir: „Ég trúði, þess vegna talaði ég“. En ég þekki og þess vegna get ég ekki þagað. Það er nú orðið þó nokkuð langt síðan mín ástkæra frændkona Sig- ríður Einarsdóttir í Hvammi lézt. Það var þann 12. júlí s.l. (1970), svo það mætti segja, að ég væri nokkuð seint á ferðinni með eftir- mæli hennar. En það er ekki af því að hún hafi verið of langt frá huga mínum, síðan hún hvarf af okkar jarðneska sjónarsviði, held- ur réðu ástæður mínar og and- leysi öllu þar um, að ég gjörði ekki tilraun til að minnast hennar fyrr. Sigríður Einarsdóttir í Varma- hlíð. (eða Sigga litla) eins og hún var stundum kölluð í hópi nánustu ástvina sinna heima í Varmahlíð, þar sem Sigríður Þórðardóttir frændkona hennar og að miklu leyti uppeldissystir hennar var auð vitað sú stærri. Þar sem hún hafði verið tekin til afa þeirra og ömmu og var orðin 17 vetra, þegar hin fæddist. En báðar báru þær nafn ömmu sinnar, Sigríðar Einarsdótt- ur Högnasonar stúdenta frá Skóg- um. Voru enda systkinabörn. Ætt Sigríðar Einarsdóttur kom að Varmahlíð með Sigurði Jónssyni stúdent langafa hennar, sem sett- ist þar að 1814. Sigurður var sonur Jóns Vigfús- sonar lögréttumanns á Fossi og í Skál á Síðu, og konu hans Sigur- laugar Sigurðardóttur prests í Holti undir Eyjafjöllum Jónssonar. Sigurður ólst upp með séra Páli móðurbróður sínum í Holti. En eft ir lát séra Páls dvaldi hann með ekkju hans Vilborgu i Hernhól, var sá bær, sem næst miðja vegu milli Holts og Varmahlíðar. Sigurður út- skrifaðist, sem stúdent frá Reykja- víkurskóla hinum eldri 1798, með góðum vitnisburði eftir 5 ára nám. Hafði hann réttindi til prestskap- ar, sem frændur hans. En hann sótti víst aldrei um brauð, var enda hinn ágætasti búhöldur, eins og verið hafði séra Sigurður í Holti afi hans. Þykist ég vita að búmannsandi hans muni oft hafa rennt hýru auga til hinnar unaðsfögru og þokkasælu Varmahlíðar og óskað sér þess að mega komast þangað og festa þar rætur í skjóli fjalls- ins háa, sem skýldi svo vel fyrir norðan góstinum og Holtsós blik- andi rétt neðan við túnið, sem þá var enn þá og lengi síðan djúp- ur og breiður, fullur með björg og blessan, þótt nú sé mjög um það skipt. Sigurður stúdent, eins og hann hefur jafnan verið kallaður, kvæntist Valgerði Tómasdóttur frá Eyvindarholti, Magnússonar. Þau Sigurður og Valgerður eignuðust sex börn, sem komust til fullorð- insára. Meðal þeirra voru: Páll al- þingismaður í Árvörn, séra Jón á Breiðabólstað í Vesturhópi og Tóm as, sem gjörðist bóndi í Varmahlíð eftir föður sinn. Valgerður Tómas- dóttir andaðist 1826, 41 árs að aldri. En ári síðar kvæntist Sigurð- ur ekkju séra Sæmundar Einars- sonar frá Útskálum, sú hét Ing- veldur ættuð frá Steinum. Þau eignuðust ekki börn og missti hann hana 57 ára 1842. Sjálfur lifði hann enn 20 ár, því að hann andaðist ekki fyrr en 1862, 86 ára að aldri. Eftir hann tók við búi í Varma- hlíð, Tómas Sigurðsson, sem kvæntur var Sigríði Einarsdóttur Högnasonar stúdents frá Skógum. Þau eignuðust að minnsta kosti sjö börn, sem komust til fullorð- insára þar af voru þrír synir, Ein- ar og tveir Sigurðar. Það eru þeir Einar og Sigurður hinn yngri, sem hér koma mest við sögu, en Sig- urður eldri fór að Árkvörn og tók ríki eftir Pál alþingismann föður- bróður sinn. Sigríði Einarsdóttur frá Skóg- «m entist ekki aldur til að koma Sigríði Þórðardóttur nöfnu sinni og dótturdóttur lengra en til 6 ára aldurs, þá lézt hún 62 ára að aldri. En afi hennar og móðursystkin héldu áfram rausnarbúskap, og væsti víst ekki um neinn, hvorki skyldan né vandalausan 1 höndum þess sæmdarfólks. Það var Margrét Tómasdóttir, sem lengst stóð fyrir búi með föð- ur sínum og bræðrum. En um 1880 giftist hún Lofti Gíslasyni í Vatnsnesi í Grímsnesi. Hafði hann áður verið kvæntur Ragnhildi Tómasdóttur systur hennar, en missti hana. Nú hefur verið farið að harðna á dalnum með húsfreyju í Varma- hlíð. En einmitt nú var hjálpin nærri, enda voru bræðurnir komn- ir á þann aldur að geta farið að festa ráð sitt. Einar 32 ára, en Sig- urður 24 ára. Víkur nú sögunni til Grímsness, þar sem þau Loftur og Margrét gjörðu brúðkaup sitt með mikilli rausn í nóvember 1880. Fóru þá auðvitað allir sem vettlingi gátu valdið frá Varmahlíð út að Vatns- nesi. Þá var prófastur að Mosfelli, séra Jón Jónsson, síðar prestur að Hofi í Vopnafirði. Hann var kvænt ur Þuríði Kjartansdóttur frá Skóg- um Jónssonar. En móðir hennar var Sigríður Einarsdóttir Högna- sonar stúdents, hún var eldri syst- ir og nafna Sigríðar í Varmahlíð. Stóð þá svo á, að á vist með maddömu Þuríði var stúlka úr Reykjavík á góðum giftingaraldri, Þóra Torfadóttir prentara Þor- grímssonar og konu hans Sigríðar Ásmundsdóttur. Hefur Þuríður efa laust verið bæði hagsýn og fram- sýn kona, því að hún gekk í það, að Einar frændi hennar færi ekki af fundi hennar fyrr en hann hefði beðið þessarrar, sér alveg ókunn- ugu stúlku. Þegar hún hafði unn- ið frænda sinn á sitt mál, taldi hún sér vísan sigurinn við skjól- stæðing sinn. Enda vissi Þóra ekki 16 ÍSLENDINGAÞÆTTSR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.