Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 17
neitt fyrr en Þuríður hafði þingað
í málinu.
Einar var víst mjög fríður sýn-
um og göfugra manna var hann,
sem stóð til að erfa ríki í Varma-
hlíð, eftir föður sinn. Það var þá
ráðið að Þóra skyldi fara austur
að Varmahlíð og taka þar við bús-
forráðum næsta vor. Þannig kom
hún að Varmahlíð vorið 1881. Hafa
það verið stór umskipti fyrir kaup
staðastúlku, að gjörast allt í einu
húsmóðir á mannmörgu og um-
svifamiklu heimili, því að alltaf
var margt vinnufólk í Varmahlíð,
fyrir utan tökubörn, sem ólust þar
upp og voru vart meira en hálf-
stálpuð, þegar Þóra tók við þeirn
og reyndist hún þeim öllum sann-
ur verndari og velgjörða kona.
Var Sigríður Þórðardóttir 11 ára
þegar þetta gerðist, mikill auga-
steinn afa síns. Samaldra henni
var drengur Jóhannes Bjarni Jóns-
son að nafni. Hann hafði þetta
góða fólk tekið sáramunaðarlaus-
an, þaðan sem hann hafði verið
hafður að leiksoppi. Með gætni og
alúð hafðist að gjöra úr honum
furðu drjúgan mann, sem vel varð
fær um að afla sér brauðs. Elskaði
hann Varmahlíðina og allt það
fólk, sem hann ólst upp með. Hann
gat ekki betur sýnt það í verki, en
að láta kotið sitt, sem hann síðar
reisti í Vík í Mýrdal heita Varma-
hlíð. Hann kvæntist ekkju og áttu
þau ekki börn, en hún var amma
Magnúsar Bjarnfreðssonar, sem all
ir landsmenn þekkja frá útvarp-
inu. Þriðja barnið var Jóhanna
Bjarnadóttir frá Aurgötu. Veit ég
ekki vel hvort hún var komin á
undan Þóru að Varmahlíð. En hún
reyndist sinni fósturmóður svo
tryggur förunautur, að hún yfir-
gaf hana aldrei, meðan hún þurfti
hennar þjónustu við.
Um líkt leyti og þau Einar og
Þóra eignuðust sitt fyrsta barn,
sem var stúlka og nafn var Sigríð-
ur Anna, tóku þau hjón enn ný-
fætt barn af Guðrúnu systur Ein-
ars. Það var drengur, sem hlaut
nafnið Tómas. Hann mun hafa ver
ið 15. barn Guðrúnar ömmu og
Þórðar afa, en þau eignuðust alls
sextán börn.
Ég heyrði Þóru sjálfa segja frá
því, að Einar sinn hefði sagt við
sig, að hann langaði til að taka
þetta barn af Guðrúnu systur hans.
Hún var þá fús til þess af sinni
hálfu, og hefur víst engan iðrað
þess ráðs, því að Tumi frændi varð
góður og uppbyggilegur sonur í
Varmahlíð. Þau Þóra og Einar eign
uðust aðeins þrjú börn saman. Sig-
ríði Önnu, Torfa og Sigríði þá, sem
húsfreyja varð í Hvammi og hér
skal verða minnzt.
Hjónaband þeirra varð heldur
ekki langt, því að Einar andaðist
27. maí 1889, eftir rétta átta ára
sambúð. Þau hjónin höfðu fylgt
Jóhönnu Bjarnadóttur til ferming-
ar að Stóradal. Einar kom veikur
heim úr þeirri ferð og andaðist úr
lungnabólgu eftir stutta legu. Tóm
as faðir hans var þá enn á lífi.
Hann dó 1. desember 1890 81 árs
að aldri.
Nú stóð Þóra Torfadóttir uppi
ekkja með stórt heimili og fjögur
smá börn. Sigga litla var aðeins
tveggja ára, þegar faðir hennar dó,
því hún fæddist 16. marz 1887.
En Sigurður yngsti bróðirinn,
var þá ennþá í Varmahlíð. Hann
hafði um þessar mundir eignazt
dóttur með yngri stúlku úr ná-
grenninu, en ekki varð neitt meira
af því. Gjörðist hann nú ráðsmað-
ur og fyrirsvarsmaður heimilisins.
Ekki þótti Sigurður eins fríður og
gervilegur sem Einar bróðir hans,
en hann var allra manna léttlynd-
astur og góðlyndastur. Líka var
hann fádæma barngóður, svo að
öll börn, hvort sem þau voru skyld
eða vandalaust áttu hið traustasta
athvarf hjá honum.
Að þrem árum liðnum giftu þau
Sigurður og Þóra sig 1892 og lifðu
saman í sérlega ástriku hjónabandi
þar til Sigurður andaðist suniarið
1936.
Þau eignuðust einn son, Einar,
sem tók við jörð og búi af for-
eldrum sínum.
Enn tóku þau Sigurður og Þóra
dreng til fósturs, Axel Ólafsson
frá Eyvindarhólum. Honum var
fyrst komið að Varmahlíð í veik-
indum móður hans, en þegar hann
kom aftur heim til sín, festi hann
þar ekki yndi og varð að flytja
hann aftur út að Varmahlíð. Hann
yfirgaf heldur ekki fósturforeldra
sína, meðan þau lifðu og revndist
þeim sem hinn tryggasti sonur.
Varmahlíðarheimilið var alla
tíma mikið menningar- og risnu-
heimili. Þar ríktu góðir húsbænd-
ur og þar voru líka góð og þakk-
lát hjú, og fósturbörn. Sigurður
var af öllum á heimilinu kallaður
fræudi. Bar hann það nafn með
réttu af stjúpbörnum sínum, þar
sem þau voru bróðurbörn hans.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
17