Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Síða 13

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Síða 13
Anna Þórunn Vilborg Þorleifsdóttir húsfrú í Hólum Hún var hetja á heimaslóð. Smá vexti en hugur og dugur svo mik- ill, að efekert gat yfirbugað hana nema ellin ein, sem alla leggur að velli um síðir. Greind var hún í bezta lagi og lífsglöð svo af bar. Hún átti hugsjónir, sem rættust, því þrek hennar og þol var svo mikið. Æskuhugsjónin mesta og stærsta var húsmóðurstarfið i Hólum, þar sem foreldrarnir höfðu byggt upp skála um þjóðbraut þvera og annast móttökur gesta — innlendra og útlendra — smárra og stórra, öllum jafnvel fagnað. Stór búskapur rekinn að þeirra tíma hætti — gripir margir og mannmargt heimili. Þorleifur í Hól um sagði mér undirrituðum, að í hans tíð hefðu komið tvö fellisár, sem hann mundi vel. í bylnum á Knútsdag fórust nær allar ær heim ilisins og fellisvorið 1886 fórst flest féð, aðeins eldri sauðir og það hraustasta stóð eftir. Þrátt fyrir þetta, hélt Hólaheim- ilið rausn sinni og í hagleysum komu þangað bændur með sauði sína á hagana í Hólum, þar náði vinsældir hennar slíkar, sem raun gaf vitni. Guðrti. Þorláksson. Viðbætir: Ætlazt var til að þessi minning- argrein birtist miklu fyrr, en raun varð á, og einnig nokkuð af þeim mínningargreinum sem birtust í Morgunbl. 20. ofet. fyrra ár, en þann dag fór útför frú Láru fram að Lágafelli, að viðstöddu mifelu fjölmenni., Afsakanir fyrir þessum drætti verða liér ekki bornar fram, því það var svo með Láru, — eins og suma aðra — að hennar má lengi áð góðu geta, — og verður gert. G.Þ. fé oftast til jarðar. Matföng gengu aldrei til þurraðr á því góða heim- ili, enda fiskisæld við Hornafjörð og livalrekar tíðir kringum alda- mótin síðustu. Anna fæddist 13. nóv. 1893, að Hólum og ólst þar upp í hópi glaðra ungmenna og eldri heimil- ismanna, sem allt reyndist afbragðs þjóðfélagsþegnar er út í lífið kom. Hún giftist Hjalta Jónssyni frá Hof- felli 17. júní 1922, þann dag mun hún hafa talið mesta hamingjudag lífs síns. Á þeim árum var Hjalti talinn afbragð ungra manna í þess- um sveitum, og reyndist svo alla ævi hvers manns hugljúfi. Samt mun hennar hlutur efeki hafa ver- ið minni i Iiinum glaða og létta heimilisbrag bæði í blíðu og stríðu. Hólar hafa lengi verið hrepp- stjórasetur og Hjalti tók við af Þor- leifi. Margir áttu beint erindi við hreppstjórann og hreppurinn stór eftir að Höfn í Hornafirði tók að byggjast, þar var líka símstöð og póstafgreiðsla, veðurathugunar- stöð, veðurathugun á þriggja klst. fresti allan sólarhringinn. í mörg horn var að líta, samt hélt Anna sínum forna sið að láta engan gest koma og fara, án þess að góðgerð- ir væru bornar fram — kaffi eða matarveitingar. Þrátt fyrir allt þetta fannst mér heimilið fri'ð- sælt. Rósemi Hjalta og fjör og dugnaður Önnu áttu sinn mikla þátt í því. Hún andaðist að Hól-’ um 7. júní 1971. Mér eru skaftfellsku heimilin öll kær, alls staðar var gestrisni mikil og móttökur góðar. Þetta reyndi ég í fasteignamatsferðum — við mat jarða og húsa, fyrst á' árinu 1916—1917 og 1918. Komið var á hvert heimili, og hver kofi og krókur metinn. Foringi þessa ferðalags var Þorleifur Jónsson ’ hreppstj. í Hólum. Kynni mín við alþingismanninn og héraðshöfð- ingjann eru mér ógleymanleg og svo heimkoman að Hólum til Önnu og Hjalta vinar míns, og fólksins þeirra eldra og yngra, tel ég með mestu hátíðastundum lífs míns. Hinar björtu liliðar lífsins voru þá umræðuefnið svo góðvild- in til alls og allra gagntók gestinn. Hin bjarta framtí'ð lands og þjóð ar var hugðarmál aldamótakynslóð arinnar þá, og tuttugasta öldin hef- ur líka farið vel rneð okkur. Hús- móðirin góða í Hólum, sem átti svo sérstaka vinnugleði þrátt fyrir fötlun og heilsutjón, lifði að sjá börn sín í beztu röðum þjóðfélags- ins, og óðalsjörðina prýdda um- bótum hins nýja tíma, véla og menningarinnar. Hin fróðleiksfúsa íslenzka þjóð má ekki gleyma kvenhetjunni, Önnu í Hólum. Heldur igeyma mynd hennar og lífssögu til fyrir- myndar komandi kynslóða. Heill og þökfk só heimilinu henn* ar góða. Sigurður Jónsson, Stafafelli. ÍSLENDfNGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.