Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Page 14
"T'«r 'v
MINNINC
Valgerður Jónsdóttir
og Guðrún Jónsdóttir
; Báðar fæddust systurnar í Hafn-
: arfirði, Guðrún 6. jan. 1878 og Val-
gerður 12. apríl 1887.
i Foreldrar þeirra voru merkis-
1 hjónin Jón Bjarnason kaupmaður
; óg kona hans Helga Árnadóttir,
; Árna Hildibrandssonar járnsmiðs
og hreppstjóra í Hafnarfirði 1880—
! Í915, og konu hans Ingibjargar
Jónsdóttur, útvegsbónda Árnason-
ar frá Ofanleiti í Reykjavík. Ingi-
björg dó ung í. á þrem börnum á
unga aldri voru það: Kristín L.
Árnadóttir, Árni Árnason og Helga
i Árnadóttir. Árni Hildibrandsson
j kvæntist í annað sinn, Valgerði
I Brynjólfsdóttur og ól hún upp
börn fyrr konu lians, en með Val-
• gerði eignaðist Árni ekki börn. Val
gerður Brynjólfsdóttir mun hafa
verið mikilhæf merkiskona en all-
skaphörð mun hún hafa verið og
alið börnin upp við hörku og vönd-
^inn, eins og alltítt var í þá daga. Til
marks um það heyrði ég eftir-
’farandi sögu. Helga hafði verið
eitthvað óþekk og stjúpan refsar
henni með vendinum og grenjar
Helga þá ein ópsöp, Kristín litla
heyrir þetta og vorkennir systur
sinni, horfir agndofa á og tekur til
að grenja lika, hættir stjúþan þá
við að flengja Helgu en tekur Krist
i ínu í staðinn. Önnur saga, sem lýs-
; ir hörku stjúpunnar og þá við
! hana sjálfa, er á þessa leið: Hún
hafði fengið það sem kallað er
„kartneglur” á fingur _.beggja
i handa, var þetta slæmur kvilli og
sórstaklega þar "sem hún var ljós-
móðir. Hún fer þá út í smiðju
, bónda síns, tekur þar föng og kipp
ir öllum veiku nöglunum burt og
mun þetta varla heiglum hent.
Valgerður Jónsdóttir Grettis-
götu 11, var vel metin og mikil-
hæf kona, félagslynd var hún og
kom það sérstaklega fram á efri
árum hennar. Þegar hæfileikar
hennar voru kunnir vildu oft hlað-
ast á hana ýmis konar félagsstörf
t.d. var hún gjaldkeri í sjálfstæð-
isfélaginu „Hvöt“ árum saman, þar
nutu sín hæfileikar og áreiðan-
leiki hennar.
Valgerður giftist ung að árum
(1908) Jens Eyjólfssyni bygginga-
meistara og var hún ávallt rnanni
sínum traustur förunautur. í starfi
hans komu hæfileikar Valgerðar
skýrast fram, vann hún með hon-
um að öllum teikningum og út-
reikningum varðandi starf hans.
Var það mikil og vandasöm vinna
þar eð hann tók að sér að byggja
mörg stórhýsi hér í borg og jafn-
vel víðar á landinif. Valgerður fór
ekki varhluta af erfiðleikum og
songum lífsins, hennar stærsta
sorg mun þó hafa verið er hún
missti unga og efnilega dóttur sína
Helgu að nafni átta ára gamla. Son
áttu þau hjónin einnig. Hann var
lieilsuveill og dó á bezta aldri. Var
hann kvæntur Helgu Ásmunds-
dóttur og var það lán Valgerðar
því tengdadóttirin reyndist henni
sem bezta dóttir. Sonarsonur henn
ar Vignir að nafni var augasteinn
ömmu sinnar.
Valgerður var höfðingleg rausn-
arkona bæði í félagsstörfum og í
einkalífl. Þá er mér minnisstætt
hve frændrækin Valgerður var og>
hjálpfús við alla og naut ég oft
þessara kosta hennar. Ég var alin
upp hjá ömmu minni og afa og
var ekki alltaf um mikla peninga
að ræða hjá gömlu hjónunum og
voru það ekki úfáar skólabækurn-
ar er ég fékk hjá henni, því henn-
ar barnaskólabækur átti hún sem
ónotaðar væru. Einnig hafði ég
t#
ÍSLENDINGAÞÆTTIR