Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Síða 19
MINNING
Georg Richard Hansen
bankaútibússtjóri
Hinn 21. júní s.. anda'öist Georg
Hansen útibússtjóri Landsbanfea ís-
ands á ísafirSi, einn af þekktari
bankamönnum þessa lands. Þessa
kunna bankamanns var minnzt á
fundi bankaráSs Landsbanka ís-
lands fyrir skömmu. Flutti for-
maður bankaráðsins, Baldvin Jóns-
son hæstaréttarlögmaður, ávarp,
þar sem liann minntist hins látna
útibússtjóra. Fer það hér á eftir.
Síðan við komum saman hér síð-
ast, hafa þau sorgartíðindi gerzt, að
einn af mætustu og duglegustu
starfsmönnum bankans, Georg
Hansen, útibússtjóri á ísafirði, lief-
ur látizt. Hann andaðist aðfaranótt
hins 21. júní, langt um aldur fram,
tæplega sextugur að aldri.
Andát hans kom okkur, vinum
hans og kunningjum að vísu ekki á
óvart, þar sem hann hafði um nokk
urt skeið att við ólæknandi sjúk-
dóm að etja, sem að lokum varð
honum að aldurtila. Eigi að síður
eigum við, eins og ávallt áður, örð-
ugt með að sætta okkurvið dauð-
ann, þegar hann ber að garði fyrr
en ætlað er. Þá skapast tóm, sem
erfitt er að fylla, ekki sízt þegar
mikilhæfur maður á borð við
Georg Hansen á í hlut.
Geong Richard Hansen, eins og
hann hét fullu nafni, var fæddur
hinn 27. nóvember 1911 í Reykja-
vík og voru fereldrar hans þau
hjónin Valdemar Hansen, forstj.
Hins íslenzka steinolíuhlutafélags,
danskur að ætterni, og kona hans
Hlíf Þorvarðsdóttir fædd Sívert-
sen. Ungur að árum hóf hann nám
í endurskoðun og gerðist að því
loknu starfsmaður í endurskoðun-
ardeild Landsbanka íslands árið
1931. Bókari útibúsins á ísafirði
var hann á árunum frá 1938 til
1942 og fulltrúi í ýmsum deildum
bankans frá árinu 1942 til 1954.
Frá áramótum 1955 var hann skip-
aður forstöðumaður endurskoðun-
ardeildar bankans og var í því
starfi til ársins 1961, er hann var
gerður að forstöðumanni endur-
skoðunardeildar og bankaeftir-
lits Seðlabanka íslands. Því starfi
gegndi hann til ársins 1968, er
hann var skipaður útibússtjóri
Landsbankans á ísafirði og gegndi
hann því starfi til dauðadags.
Kynni okkar Georgs heitins eiga
sér langan aldur og hófust þegar
á æskuárum okkar í Skuggahverf-
inu hér í Reykjavík, en hann átti
lengi heima á Frakkastíg 7, en ég
í næsta nágrenni. Ólst hann þar
upp ásamt Katrínu systur sinni,
konu Leifs Guðmundssonar fram-
kvæmdastjóra, á glæsilegu heimili,
þar sem ekki einungis ríkti stak-
asta reglusemi og festa, heldur og
glaðværð og hlýja húsmóðurinnar.
Var heimilisbragður þar hinn feg-
ursti og s-iyrhmeimrka svo af hrr
enda var Valdemar, faðir Georgs
stjórnsamur og smekkvís með af-
brigðum. Þessa fagra heimiis er
gott að minnast og átti ég þar
margar gleðistundir. Með okkur
Georg tókst þegar góð og einlæg
vinátta, sem aldrei bar skugga á og
entist til æviloka. Það kom fljótt í
ljós, að Georg heitinn bjó yfir
sterkri og ákveðinni skaphöfn, sem
reyndist honum gott veganesti þeg
ar út í lífið kom. Honum veittist
þó auðvelt að starfa með öðrum
og naut hvarvetna vináttu og virð-
ingar samstarfsmanna, enda veit
ég, að hann var ávallt manna rétt-
sýnastur og traustur í samskipt-
um sínum við aðra menn. Þessa
trausts naut hann einnig hjá yfir-
boðurum sínum, enda fór veg-
ur hans vaxandi eftir því sem árin
liðu og voru honum falin æ vanda-
samari og veigameiri störf.
Georg heitinn var kvæntur Gróu
Vigdísi Guðjónsdóttur og lifir hún
mann sinn ásamt þrem mannvæn-
legum börnum þeirra. þeim Valde-
mar lækni, kvæntum Ernu Andrés-
dóttur, Dóru giftri Árna Guðjóns-
syni og Hildi giftri Sigurði Ólafs-
syni.
Georg var góður'heimilisfaðir og ^
er sár harmur kveðinn að fjöl-
skyldu hans, þegar hann nú hverf-
ur af sjónarsviðinu langt um aldur
fram. Sendum við henni innilegar
samúðarkveðjur.
Ég þykist mæla fyrir munn okk-
ar allra, þegar ég nú að leiðarlok
um kveð góðan dreng og þakka hon
um frábær störf í þágu Lands-
banka íslands um meir en 40 ára
skeið.
Má ég biðja menn um að rísa
úr sætum í virðingarskyni við
hinn látna. Hann hvíli í friði.
t
Georg Hansen, bankaútibússtj, á
ísafirði, lézt í Reykjavík 21. júní
eftir langa sjúkdómsþraut. Hann
fæddist 27. nóvember 1911. Voru
foreldrar hans, Valdemar Hansen,
danskrar ættar, og kona hans Hlíf
Þorvaldsdóttir (Sívertsen úr
Hrappsey). Valdemar Hansen var
um mörg ár forstjóri Hins íslenzka
steinolíuhlutafélags, maður vin-
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
19