Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Qupperneq 29
skyldi ekki veitast tækiíæri lil
þingsetu: þá fölsku stimamýkt,
sem mörgum atkvæðaveiðara sýn-
ist næstum ásköpuð, hefði hann
aldrei haft geð í sér til að temja
sér, né heldur hefði hann getað
fylgt flokksforystu svo dyggilega,
sem foringjar mundu krefjast.
Oddur mun nú vera sá skóla-
stjóri, sem langlengst hefur gegnt
slíku embætti allra núlifandi skóla
stjóra hérlendis, eða fast að hálf-
an fjórða áratug. Starf skólastjóra
er margþætt, tímafrekt og vanda-
samt, og á því sviði er ekkert sem
heitir að gera skyldu sína og þar
hieð basta Eigi vel að takast, verð
Ur skólastjóri að vera vakinn og
sofinn í stofnun sinni, eins og hún
væri hún hans eigin. Minnisstæð
er samlíking Magnúsar Landshöfð-
ingja, er hann sagðist hafa verið
eins og lús á milli tveggja nagla.
Skólastjórinn stendur ekki milli
tveggja, heldur þriggja elda: nem-
enda, foreldra og síðast, en ekki
sízf — kennara sinna, og eru
áhöld um, hver þeirra brennur
honum heitast á baki. Hann verður
því að vera ákveðinn, en ekki síð-
ur laginn og lempinn. Sumir halda
þessum aðilum í skefjum með því
að ífærast hjúp dulúðar og íbyggni.
Það hefur Oddur aldrei gert.
Ávallt hefur hann staðið mitt í
hópi síns fólks, aldrei reynt að
sýnast annar en hann var og aldrei
þótzt of góður til að blanda geði
Við aðra menn, ekki heldur þá,
sem starfað hafa undir stjórn
hans.
Þó segja megi um hann, eins og
venja er að komast að orði um
frægar stjörnur, að Iff h»ns hafi
ekki alltaf verið rósum baðað, hef-
ur honum veitzt sú gleði, sem
hverjum starfsmanni veitist mest-.
að sjá árangur erfiðis síns. Reynsla
hans er nú orðin svo fjölbreytt,
að síbreytileg tilbrigði daglegs lífs
eiga ekki að koma honum
svo mjög óvart.
í einkalífi hefur Oddur verið
lánsamur maður. Á heimili hans
hefur jafnan ríkt fjör og lífsgleði,
og má ekki síður þakka það frú
Magneu, konu hans, og börnum
þeirra hjóna, sem eru nú sum horf
in að heiman, en önnur enn heima.
Þau hjónin hafa ekki aðeins stutt
hvort annað og byggt upp heimili
sitt með sameigilegu átaki, held-
ur — og engu síður — bætt hvort
annað upp með ólíkum 'hæfileik-
um. Oddur er þéttur á velli og þétt
ur í lund, enda hefur hann því
aðeins náð sínu marki, að hann hef
ur' ekki haft fyrir sið að láta í
minni pokann. Frú Magnea er aft-
ur'' á móti gædd svo léttri glað-
værð, að enginn getur verið
öðru vísi en í sólskinsskapi í návist
hennar. Bæði eru með afbrigðum
skemmtiii. gestrisin og hjálpfús.
Og þar eð frændgarðurinn er á
báða bóga fjölmennur, hefur
hús þeirra legið svo sem um þjóð-
braut þvera. Þeir, sem hafa leit-
að þar athvarfs og átt þar gleði-
stundir, eru fleiri en tölu verður
á komið. En þvílík risna kostar
sitt. Er ekki of djúpt tekið í ár-
inni að segja, að hvorugt þeirra
hjóna hafi nokkru sinni hlíft sér
við erfiði né fyrirhöfn. Enda hef-
ur fjölskyldan lengstum verið fjöl-
menn, þó nú sé aftur tekið að
fækka í húsi þeirra:, börnin eru
sex.
Þegar Oddur nú lítur yfir far-
inn veg, sextugur, hefur hann
vissulega margs að minnast. Allt
hefur starf hans verið unnið í þágu
annarra, og mundi margur telja
það gæfuríkast líf og farsælast. En
er ekki hverjum manni liollt að
láta eftir sér nokkra eigingirni —
ögn meiri en Oddur hefur
gert, vinna ekki öðrum allt, en
ávinna sjálfum sér hluta af
afrakstri erfiðis síns? Því verður
ekki haldið hér fram, að Oddur
hafi ekki verið á réttri hillu í lif-
inu sem skólamaður, en hitt grun-
ar mit, að hann hefði getað verið á
réttari hillu. Ekki svo að skilja,
að hann hafi ekki leyst af hendi
öll störf sín þar að lútandi með
prýði og meira en það. En sú er
nú einu sinni raunin, að fræðslu-
málunum fylgja einatt smásmygli
og lágkúra og alls kyns fánýtt
rex og yfirborðsmennska, sem get-
ur átt vel við hæfileikasnauð sterti-
menni, en hlýtur að vera til ama
góðum mönnum, sem kunna sitt
fag. Á engum vettvangi þjóðfé-
lagsins er hálfmenntunin og með-
almennskan vænlegri „til frama
og áhrifa“, né heldur er skapandi
frumkvæði nokkurs staðar minna
metið í reynd. Mér segir svo hug-
ur, að mikil starfsorka Odds liefði
notið sín betur á öðrum vettvangi.
Eg get séð hann fyrir mér sem
stjórnanda stórs fyrirtækis með
fjölmennu starfsliði og miklum
umsvifum, þar sem hann hefði
haft óbundnar hendur til að tefla
til vinnings. Og enn annað: Oddur
er svo ritfær maður, að langt er
framar öllu meðallagi. En þann
hæfileika hefur hann lítt rækt-
nema í þágu þess málstaðar, sem
hann hefur helgað drjúgan hluta
tómstunda sinna, og á ég hér' við
stjórnmálin. Skáldskapariðkunum
hefur hann ekki heldur sinnt að
neinu marki, en er þó prýðilega
hagmæltur og smekkmaður á eldri
skáldskap (og kannski líka hinn
yngri, en um hann erum við gróf-
lega ósammála). _Og lesinn er Odd-
ur í beztu merking þess orðs, og
engan mann þekki ég, sem betur
vitnar í ræður og rit annarra eins
og gerst á við hverju sinni. Hitt
er þó ef til vill minnisstæðast,
hversu kjarnyrtur hann getur ver-
ið í mæltu máli, þar er hvorki
tæpt á orði né málsgrein né fals-
aður steðji sannleikans með óljósu
orðalagi.
Þegar Oddi er nú árnað heilla á
þessum tímamótum ævi sinnar,
má með sanni segja, að hann hafi
verið sinnar gæfu smiður og gæfu-
maður, mest fyrir þá skuld, að
hann hefur verið veitandi, en ekki
þiggjandi í samfélaginu. Hann er
sprottinn úr þeim rama jarðvegi,
sem má, hvort heldur vill, kenna
til fortíðar eða hreint og beint til
— forneskju Ætti hann að lifa,
varð hann að ryðja sér til rúms
eins og víkingarnir forðum. Og það
gerði hann. Þess vegna er engin
hálfvelgja með Oddi, þess vegna
er ádráttur hans haldbetri en lof-
orð annarra. Kynni af slíkum
mönnum eru meira en dægrastytt-
ing, þau eru fyrst og fremst
reynsla, lærdómur, menntun.
Erlcndur Jónsson.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
29