Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 11
um, var fjölmennt í framanverð- um Laxárdal. Tvíbýli var á mörg- um bæjum, þar sem þróttmiklir búhöldar unnu sigra sína í dag- legri baráttu við aldagömul lífs- skilyrði og mislynda veðráttu, sem oft sendir kalda, norðlenzka kveðju suður yfir heiðarnar. — Hraustir æðkumenn uxu þarna úr grasi, tömdu gæðinga á grónum grundum eða glærum ísum, sungu ættjarðarsöngva, bundust vináttu- böndum og undu glaðir við sitt. Þegar atvikin höguðu þannig til, að venjulegur hversdagsleikinn þurfti að víkja fyrir aðsteðjandi vanda, er að höndum bar, mun oft- lega hafa hent, að leiðin lá heim til bóndans, og síðar, hreppstjór- ans á Hömrum, þar sem hinn sjálf menntaði, hyggni og velviljaði sam ferðamaður varðaði veginn og með djarfþrunginni hógværð losaði um hnútana. Eitt félagslegt fyrirbrigði átti sér stað að frumkvæði Jóns hreppstióra að Hömrum, sem vákti athygli i nálægum sveitum. Á fann þungum vetrum þótti oft torsótt um langa vegu á kirkjustað, en kirkjurækni í íslenzku þjóðlífi hafði þá ekki til muna vikið fyrir öðrum áhrifum. Þá safnaðist fólk- ið saman á Hömrum, eða einhverj- um nágrannabænum, og hélt sína guðræknisstund. Bóndinn á Hömr- um skioaði þarna öndvegið og þá oft með hugleiðingum, er hann sjálfur færði í búning fagurs máls. Hann var viðurkenndur trúmaður og hefur óefað lagt kapp á að ala börn sín upp í guðsótta og góðum siðum. Þetta eru viðhorfin, sem mættu einkasyni Hamrahjónanna, Sig- tryggi, á bernsku- og æskuheimili hans, þeim, er lauk jarðvist sinni þann 14. þessa mánaðar, 84 ára að aldri og sem þessi minningarorð eru eignuð. Systur hans fóru að heiman og gerðust bændakonur í ættbyggð sinni, en hlutverk einka- sonarins var að vera í samvistum Við foreldrana þar til ævi þeirra lauk, móðurinnar árið 1920 og föð Urins 20 árum síðar. Sigtrygvur Jónsson var gæddur góðum námsgáfum, þó ekki lægi fyrir honnm langskólanám. Hann taldi sér bað mikils virði þegar séra Ólafur Ólafsson prófastur f Hjarðarholti stofnaði ungmenna- skóla á heimili sínu árið 1910 Þar var Sigtryggur við nám f einn og hálfan vetur, stundaði námið af kappi og festu og taldi sig þúa að þessum námstíma ævilangt. Á þess um árum varð hann virkur þátt- takandi í ungmennafélagi sveitar sinnar. Hélt hann tryggð við þann félagsskap fram á efri ár. Með þetta veganesti gekk Sigtryggur um þáttaskil ævi sinnar, þegar hann árið 1919flutti á nýkeypta eignarjörð, Hrappsstaði í Laxárdal, með eiginkonu sína, Guðrúnu Sig- urbjörnsdóttur, ljósmóður frá Svarfhóli og tvo kornunga syni þeirra, Jón og Si'gurbjörn, sem báru nöfn afa sinna tveggja. For- eldra sína tók Sigtryggur þá einn- ig til sín. Sigtryggur fann það, þegar hann, þroskaður maður, hóf sjálf- stætt ævistarf, að sér mundi ekki henta að setjast að á afskekktri fjallajörð. Hæfileikar hans, fjöl- hæfni og starfsþróttur, þráðu sam kennd við æðaslátt samfélagsins, þar sem bjartsýn hugarró sá bjarma fyrir nýjum dögum en ætt armót og uppeldisáhrif höfðu myndað kjölfestu f fyrirætlunum framtíðarinnar. Hrappsstaðir liggja við þjóðbraut skammt frá kauptúni byggðarlagsins, það er ekki stór jörð. en var lengst af full setin f búskapartíð Sigtryggs, sem var um 30 ár. og bar þá jafnan arðsamt meðalbú. En fljótlega víkkaði verkahringur bóndans á Hrappsstöðum. Mun vafamál hvort nokkur sýslungi á þessari öld ha-'i haft fleiri og fjölbreyttari störf- um að sinna, og óhætt mun að full yrða að enginn hafi gert það með meiri trúmennsku og reglusemi. Skipti ekki máli hvort á vettvang- inn kom barnakennarinn, ung- mennafélaginn, hreppstjórinn, hreppsnefndaroddvitinn, verzlun- arendurskoðandinn, kjötvlgtar- maðurinn, kaupfélagsdeildarstjór inn, búnaðarfélagsfulltrúinn, spari sjóðsgjaldkerinn, sýslunefndar- maðurinn, sýslumannsfulltrúinn, meðhjálparinn sóknarnefndar- maðurinn, safnaðarfulltrúinn eða starfsmaður hinna fiölmörgu skyndinefnda og trúnaðarstarfa, sem hann var kvaddur til. AUtaf var kallinu hlýtt með sama æðru- leysi og prúðmennsku, hvernig sem á stóð. Það mun ekki ofmælt, þótt talið sé, að það sé meira en meðalmannsverk að sinna öllum framantöldum störfum samhliða stöðugum búrekstri. Og margir munu hafa undr- azt afkostin. En máttarstólp- arnir, sem báru þetta uppi, munu hafa verið auk fjölbreyttra starfshæfileika, langþjálfuð reglu- semi, afburðatraust eiginkona og vel uppalin og samhent börn. En þó er ótalið það sem vinir og sam- ferðamenn mundu sízt vilja gleyma. Það var gestkvæmt á Hrappsstöðum og þar var gott að koma. Hygg ég, að þeir hafi ekki verið færri, sem komu þangað með vandamál sín heldur en til Jóns á Hömrum í fyrri daga. Móttaka gesta á Hrappsstöðum bar aldrei merki tímaleysis. Hlýleiki og upp- lýsandi viðræður húsbóndans, gleðiblandin hógværð og rausn húsmóðurinnar fylgdi gestum úr garði. Hver heimsókn var likt og vinsæl kennslustund. Og ekki gladdi það minnst að sjá fyrir- myndar heimilisbraginn endur- speglast I háttsemi bamanna. Mun á engan hallað þó talíð sé, að eng- inn af jafnöldrum eða samferða- mönnum Hraopsstaðabræðranna í ættbvpvð beirra eid farsælli æsku að baki en beir. — Þeim tókst báðum að velia og hafna, áttu rníVia námehrá. cronop lan»a skóla vönvp o? hnfa á manndómsárnm ofn’im nnn’ð ríit nnn f prf’ðnm óViTrrofiarsföð”m á voftvand ooir þriðja erfingja Hrappsstaðahjón- anna, Margrétar einkadóttur ÍS- .eNDINGAÞÆTTIR 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.