Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Síða 13

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Síða 13
Nikulás Jónsson heppinn skotma'ður Hans var, enda ólatur að fara á þær slóðir, sem hann taldi einhverrar veiði- von. Jlann var náttúrubarn, sem unni byggð sinni og sögu, og hlynnti vel að býli sínu meðan hann átti þar athvarf. Selárdalur er sumarfagur, enda áttu útbyggðamenn oft þangað erindi, þegar tóm gafst frá dagsins önn, til þess að njóta glaðra stunda á grónum eyrum-í víði- og bjarkalundum við árnið og lindahjal. Þetta ferðafólk kom oft heim að Geirmundarstöðum, og þar var sannarlega engin afdala- kreppa, hvorki í orði né á borði, sem þeir nutu er þangað komu. Eftir að Hans fluttist til Hólma víkur breyttist starfssvið hans. Atvinnuhættir voru þar aðrir og nú fór hann að stunda ýmiss kon ar sjóverk. Heimili átti hann með Ásgerði systur sinni en þau voru bæði ógift. Samliliða eigin um- sýslu var Hans kvaddur til að gegna störfum í þágu sveitarfé- lagsins. Hann var ákveðinn og óhvikull í skoðunum og því af samherjum sínum valinn í for- ystuhlutverk. Hann var lengi odd viti sveitarstjórnar Hólmavíkur- lirepps, og mun óumdeilt, að hann vann það starf af alúð og samvizkusemi, sem bezt mátti verða. Aldrei harflaði það að Hans að nota aðstöðu sína til þess að gera sjálfan sig stóran umfram verð- leika. En mörgum þeim, sem lít- ils voru megandi, þótti gott til hans að leita og minnast með eft- irsjá samskipta við drengskapar- mann og finnst að við brottför hans sé floginn haukur úr horni. Hans byrjaði ungur sinn starfs dag og hefur því lengi að verki gengið, enda þótt ekki væri hann gamall maður, þegar vistaskipti hans voru ráðin. Hann var einn í hópi þeirra mörgu, sem vinna þýðingarmikil störf, án þess að eftir því sé tekið af öðrum en þeim, sem næstir standa. í farl slíkra manna rísa yfir- borðsöldurnar aldrei hátt og ©ft- ir þeim en sjaldan munað. Þeir hafa lengst ævinnar staðið utan alfaraleiðar eins og byggðin sem þá ól. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Hann Nikulás er látinn, og með honum fer partur af hverjum þeim er var svo lánsamur að kynnast honum. Að kynnast honum, var hverjum manni sérskóli, enda merkur maður á öllum sviðum, en þó prófessor I „Bugtinni11. Um marga af eldri skipstjórnarmönn- um hafa verið ritaðar bækur, en um Nikulás var ekki hægt að skrifa bók, hann hvorki vildi það né hefði nein bók náð Nikulási. Ég kynntist Nikulási fyrir 13 ár- um, er ég var starfsmaður Bæjar- útgerðar Reykjavíkur og vann þá undir stjórn Sigurðar heitins Sveinssonar, en hann hafði verið 1. stýrimaður hjá Nikulási, er Nikulás var skipstjóri. Sigurður, að öllum öðrum ólöstuðum, var bezti verkstjóri B.Ú.R. Má með sanni segja, að Nikulás valdi sér bezta mannskapinn, bæði til sjós, þar sem var Sigurður Sveinsson og í landi var hún Gróa betri en enginn. Gróa og Nikulás eru svo samtvinnuð í huga manns, að erf- itt er að aðskilja þau, þótt talað sé um annað þeirra. Enginn þekkti Bugtina betur en Nikulás, enda var það hið eina, sem virkt var úr Nikulási, er hann var fenginn til að fara og segja til um örnefni í Faxaflóa, til að þau týndust ekki. Það er mikill galli hjá okkur, yngri kynslóðinni, að sparka í alla menn, þegar þeir eru 70 ára, spörkum í þekkingu þeirra og reynslu, í stað þess að reyna að læra af þeirn. Að sitja hjá Nikulási á vigtinni og spekúlera, var á við anzi marg- ar kennslustundir í Háskólanum, þar sem þeir lesnu, en óreyndu prófessorar, gusa úr sér fróðleikn- um um, hvernig lifa á í skulda- bréfaþjóðfélagi. Oft ræddi ég stjórnmái við Nikulás og má segja að hans eina Stelnigrímsfjarðarhérað stend ur eftir einum farsælum starfs- manni fátækara. Ég votta vírtum Hans og vanda mönnum samúð mína. Þorsteinn frá Kaldrananesi. pólitík væF að ekki væri traðkað á lítilmagr *num. Nikulás veiddi og vigtaði fisk úr sjó. Honum var ljóst á hverju íslendingar liifa. Hon um var annt um að tertunni, sem fiskurinn gefur af sér, væri rétt- látlega skipt niður, og vildi hlut sjómanna góðan. Skelfing vildi ég að þeir, sem orðurnar, Fálkann, og hvað þær nú allar heita, bera með stolti og tilheyrandi, hefðu kynnzt Nikulási Jónssyni. Þeir hefðu eflaust fundið, að þær hanga ekki alltaf á réttum barmi, og sumir eru þeir, sem svo breið- an barm liafa, að ekki þarf orður til skreytingar. Nikulás var orð- lagður sæmdarmaður, í orðsins fyllstu merkingu. Nikulás var kvæntur Gróu Pét- ursdóttur eða Gróa gift Nikulási Jónssyni, hann vann oft nótt og dag, og Gróa hefur aldrei verk- efnalaus verið heldur. Þau hjón hafa haft það að leiðarljósi, að hugsa fyrst um aðra og síðast um sjálfa sig. Það er einkennileg reynsla, þeg ar maður er kominn út í lífið sjálft, að maður á erfitt með að finna sjálfan sig, og það eftir langa skólagöngu og með lesninguna sem sagt upp á vasann. í nærveru Nikulásar varð manni ljóst, hvaða karlar það voru sem myndað hafa kjarnann og gera enn, hjá þessu sem við rembumst við að kalla Þjóð. Ef ég þekki þig rétt gamli vin- ur, lætur þú ekki vökulögin aftra þér við að bíða þolinmóður eftir henni Gróu þinni. Hún á eftir að liðsinna fólkinu, sem er hjálpar- þurfi enn um sinn. Ég votta eftirlofandi niðjum Nikulásar samúð mína, og öfunda þá um leið af því sem þau þekktu hann betur en ég. Gróa mín, þær eru ekki margaff eiginkonurnar, sem geta yljað séí við jafngóðar minningar um lífá förunaut slnn og þú getur gert. Megi kraftur Nikulásar og andj guðs styrkja þig 1 trúnni á endur< fundi ykkar. ^ Pétur Axel Jónsson. 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.