Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 17
Jön Helgason
Dalakálkurinn 1 Mjóaíii'Öi hefir
löngum þótt einangruð bygg'ð og
jiokkuö sérsteeð. Þar var áðUr fjöl>
þýlt og geta heimildir um átta
byggð ból í Kálkinum. Aldrei mun
|)ó hafa verið búið á þeim öllum
samtímis. í mínu ungdœmi, aðeins
tveimur, en stundum var fleirbýlt
á Grund.
Dalaskriður skilja þetta hverfi
frá öðrum sveitarhlutum, oft
háskalegar um vetur og ógreiðfær
ar aðra árstíma. Gönguleið er norð
ur til Seyðisfjarðar, en erfið.
Þarna er og brimasamt og veður
hörð, þegar því er að skipta. En
sólar nýtur allt árið á Dalatamga
gagnstætt því, sem gerist innar í
fjörðum. Þótt há fjöll séu bak
byggðar þá sér alllangt með strönd
inni til norðurs og suðurs og vind-
vakið Atlantshafið fram undan
með daglegri umferð far- og fiski-
skipa, erlendra sem innlendra.
Jón Helgason var borinn og
barnfæddur í Dalaikálki, sleit þar
barnsskónum og vel það. Hann
fæddist á Grund, 25. apríl 1896.
Foreldrar hans voru Helgi Há-
varðsson bóndi og vitavörður þar
og kona hans, Ingibjörg Þorvarð-
ardóttir. Var hún ættuð úr Skafta-
fellssýslu. Börn þeirra voru tíu,
þau sem upp komust.
Framan af ævi dvaldist Jón
heima á Grund óslitið, að öðru
leyti en því, að hann var nokkur
sumur við sjóróðra á Brekku, sem
stendur innar með firðinum. Á
Grund vann hann jöfnum hönd-
um við búskap og vitavörzlu og
eitthvað var róið til fiskjar úr
Kálkinum á þeim árum.
Árið 1930 gekk Jón að eiga Jónu
Jónsdóttur, en hún er einnig ætt-
uð úr Mjóafirði. Þau byrjuðu bú-
skap á Grund í tvíbýli á móti Vil-
hjálmi, bróður Jóns. En árið 1934
tóku þau sig upp og fluttust norð-
ur að Sauöanesi, þar sem Jón tók
að sér vitagæzlu samhliða búskap.
Jón og Jóna bjuggu á Sauðanesi
í nítján ár, en fluttust þá til Siglu-
fjarðar. Þá var heilsu Jóns tekið
að hnigna, enda mun hann oft
hafa lagt hart að sér, og ekki allt-
af ætlað sér af við erfið störf til
sjós og lands, oft unnin við verstu
aðstæður.
Á Siglufirði vann Jón töluvert
við Sildarverksmiðjur ríkisins í
þrjú eða fjögur sumur. En 1957
fluttist fjölskyldan til Vestmanna-
eyja. Starfsþrek Jóns var þá mjög
sbert orðið, þótt enn ynni hann
ftokkuð við almenn störf þar. —
Hann andaðist 11. febrúar 1970 á
Borgarspítalanum í Reykjavík.
Jónu og Jóni var fjögurra
barna auðið, en tvö dóu í æsku.
Þau er upp komust eru Sveinn,
vélvirki, búsettur í Vestmannaeyj-
um og Helga, frú í Grindavík.
Bein kynni mín af Jóni Helga-
syni urðu nær eingöngu á meðan
ég var á barnsaldri og unglingsár-
um. Ég hygg þó, að ég hafi skynj-
að það rétt, að Jón var af þeirri
gerðinni, sem löngum var fljótari
að leggja hönd að verki en heimta
daglaun sín. Ógleymanlegt er mér
atvik eitt frá bernskudögum.
Pabbi hafði farið að fylgja granna
okkar og konu hans aldraðri og
lasburða á hestum til Seyðisfjarð-
ar. Á háfjallinu, í 700—800 m.
hæð, gafst gamla konan upp. Jón
og granni hans, Þorgrímur á Eld-
leysu, voru staddir heima þegar
pabbi kom að sækja hjálp. Hvort
tveggja er mér jafnminnisstætt,
viðbrögðin þegar kallið kom, og
svo þegar þeir komu til baka, löð-
ursveittir en ánægðir, því allt fór
vel. Þetta var neyðartilfelli og þess
vegna man ég það. En þannig var
bara líka brugðizt við, þótt minna
væri í húfi.
Eins og fyrr er að vikið reri
Jón á Brekku — Valnum, nokkur
Hjálmar
Hjálmar Gíslason fæddist á
Höfðabrekku í Mjóafirði 21. júní
1943, sonur Hrefnu Einarsdóttur
og Gísla Björnssonar, er þar búa.
Eru þau bæði af austfirzkum ætt-
um, Hrefna dóttir Jóhönnu Sigurð-
ardóttur og Einars Árnasonar, sem
bjuggu á Hofi í Mjóafirði allan
sinn búskap, og Gísli sonur Sigur-
borgar Gísladóttur og Björns Jóns-
sonar, er lengi bjuggu á Reykjum,
einnig hér í sveit.
Á Höfðabrekku ólst Hjálmar
upp og vann síðan að búi með
sumur. Á þeim árum var stundum
margt aðkomufólk heima. Mér
finnst æ síðan sem þessi liðsauki
hafi samanstaðið af miklu ágætis-
fólki. — Þegar ég leiði hugann að
þessum löngu liðnu dögum finnst
mér sem Jón hafi verið mjög af-
skiptalítill í garð okkar krakkanna.
En með einhverjum hætti varð
þessi hægláti maður okkur nákom-
inn, rétt eins og væri hann einn
af skylduliðinu. Hefur það sjálf-
sagt styrkt þessa tilfinningu, að
kært var með Jóni og foreldrum
mínum.
Fyrir nokkrum árum komu þau
Jón og Jóna í heimsókn til Mjóa-
fjarðar. Er ekki ofmælt, að þar
urðu fagnaðarfundir. Þess utan sá
ég þau örsjaldan eftir að þau flutt-
ust norður. En hvert sinn er ég
minnist Jóns Helgasonar verður
mér sú hugsun efst í huga, að þar
sem hann fór var vænn maður á
ferð.
Vilhjálmur Hjálmarsson.
Gíslason
föður sínum, unz hann fluttist í
Sandhús, næsta býli í Brekkuþorp \
inu, í lok ársins 1968. Þar hóf i
hann eigin búskap ásamt unnustu J
sinni, Hlíf Kjartansdóttur. En '
þeirra samvistir urðu skannnar. {
Hjálmar andaðist 24. september •{
1970. Einkasonur þeirra, Hjálmar )
Gísli, fæddist nokkrum mánuðum i
eftir lát föður síns.
Hjálmar Gíslason var hraust-
menni, afkastamaður þar sem
hann gekk að verki og verkhagur.
Handbragð hans við trésmíðar
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
17