Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Síða 18
þóttu með ólíkindum hjá ólærðum
manni og lítt vönum, því að megin
hluta var starf hans á öðrum svið-
um. Hann var ákaflega hlédrægur
maður og jafnan fámáll þar sem
fleiri voru saman komnir, en hress
og glaður í góðum hópi. í sam-
ræmi við skapgerð sina var Hjálm
ar í hæsta máta óáleitinn maður
og tróð engum um tær. En hann
átti bágt með að neita öðrum um
greiða.
Hjálmar, frændi minn, var næsti
nágranni okkar heima frá fyrstu
bernsku, nemandi minn í barna-
skóla og leikbróðir Sigfúsar sonar
míns og náinn félagi hans frá
fyrsta til síðasta. Kynnin voru því
orðin nokkuð mikil. Höfum við
heima margs að minnast og mikið
að þakka, því Hjálmar var okkur
hlýr í hlédræ^ni sinni — og alltaf
samur og jafn.
Á undrmgengnum áratugum hef
ur það síður en svo verið daglegur
viðburður, að ungt fólk haslaði sér
völl í Mjóafirði. Hjálmar og IHíf
voru í hópi þeirra, sem á allra síð-
ustu misserum snerust gegn
straumnum og stofnuðu þar heim-
ili sín. Þau festu kaup á einu af
gömlu húsunum og gengu að því
með atorku að gera það upp frá
grunni.
Það var mikið áfall fyrir fá-
mennt samfélag olckar í Mjóafirði
þegar Hjálmar veiktist svo óvænt
og skyndilega og lézt eftir skamma
legu á sjúkrahúsi, aðeins 27 ára
gamall. Það munar um mannsliðið
þótt skarðið sé höggvið í stærri
fylkingu en hér var fyrir. Og því
fremur þegar um er að ræða mann
á bezta aldri, vaskan mann og vel
meinandi, sem er reiðubúinn að
leggja lið hvenær sem nokkurs
Fjölbýlt var i Mjóafirði fyrir og
eftir aldamótin síðustu. Á sæ-
brattri strandlengjunni beggja
megin fjarðarins og í þröngum dal
fyrir botni hans höfðust við lið-
lega 400 manns, þegar flest var.
Allt graslendi var nýtt og sjór sótt
ur af kappi. Fjölmenni var á sum-
um heimilum. Svo var á Brekku,
æskuheimili Gísla, og mun tala
heimafólks um eitt skeið hafa fyíTt
fjóra tugi. Systkinin, þau er upp
komust, voru ellefu. Mikil ástúð
ríkti á heimilinu milli foreldra og
barna og svo með systkinunum.
Tengsl Gísla við ættfólk og átt-
haga voru ákaflega sterk og slökn
uðu hvorki né brustu, þótt útþráin
heillaði hann til fjarlægra landa á
ungum aldri og ytri aðstæður
gerðu honum að dvelja annars
staðar sautján síðustu æviárin.
Gísli fæddist á Brekku 17. maí
1891. Foreldrar hans voru Vil-
hjálmur Hjálmarsson Hermanns-
sonar í Firði, og kona hans Svan-
björg Pálsdóttir frá Merki á Jök-
uldal, en þau bjuggu á Brekku all-
an sinn búskap.
Hugur Gísla hneigðist snemma
að sjómennsku og vann hann við
útgerð föður síns í uppvextf. Sum-
arið 1912 var hann á hvalveiðibát,
sem gerður var ut frá hvalyeiði-
stöðinni á Asknesi. Um haustið
sigldi hann til Noregs og hélt svo
síðar þann vetur áleiðis til Suður-
Afríku og réðst á skip hvalveiði
stöðvar Ellefsens þar. Hann var í
fyrstu á „Mosvöllu“ með Ebenes-
er , kunnum hvalveiðimanni, eða
fram til 1914. En Mosvalla fórst
skömmu eftir að þeir höfðu farið
af skipinu. Snemma árs 1917 kom
Gísli aftur heim til íslands og voru
tildrög þeirrar ferðar þau, að
vinnufélagi hans og góðvinur, Hall
ur að nafni, hafði veikzt af tær-
ingu og var ekki einhlítur til lang
ferðar. Næstá haust innritaðist
þykir við þurfa. — Er þó hnekkir
samfélagsins smár hjá missi ási>
vina.
Þakkir og góðhugur samferða-
fólksins fylgir Hjálmari og hans
líkum, þegar umskipti verða og
leiðir skilur um sinn.
Vilhjálmur Hjartarson.
hann svo í Stýrimannaskólann og
lauk þaðan prófi vorið eftfr, þrátt
fyrir erfið veikindi um veturmn.
Gísli mun aldrei hafa leitað fyr
ir sér um starf á kaupskipum í
samræmi við menntun sína, en
hverfur nú heim að Brekku og gier
ist þátttakandi í búskap föður síns
og systkina á Brekku, einkum
þeirri hliðinni, er að sjósókn vissi.
Og eftir fráfall Vilhjálms ráku
þeir bræður Hjálmar, Páll og Gísli
félagsbú í mörg ár. Árið 1923 létu
þeir byggja 10 tonna mótorbát í
sjóhúsunum á Brekku. Yfirsmiður
var Þorsteinn Tómasson, skipa
smiður, sem um skeið var búsett
ur í Mjóáfirði og byggði þar og
endurbyggði a.mJk. þrjá báta. Nýi
báturinn á Brekku hlaut nafnið
Valur og leysti af hólmi „Gamla
Valinn“, sem keyptur hafði verið
1906 og gerður út frá Selhellu og
síðar frá Brekku. Nýi Valur var
hin ágætasta fleyta, gangmikill,
traustur og vandaður að allri smíð,
kantsettur með 12 ha. Vickmann
Gísli Vilhjálmsson
18
ÍSLENDINGAÞÆTTIR