Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Síða 27
ATTRÆÐUR:
HERMANN JÚNSSON
A YZTA-MOI
leið vel. Þau höfðu oft börn á sumr
in. Ég hef átt tal við þau sem full-
orðið fólk, það er sama ástin til
þessara hjóna. Þau áttu 4 börn, 3
dætur og 1 son, mjög myndarlegt
og gott fólk, er sýnir að þau eru al-
in upp á góðu heimili. En því mið-
ur dó Þórður fyrir aldur fram, svo
hún breytti sínum högum og seldi
jörðina og keypti sér hús í Stykkis-
hólmi og fluttist þangað með börn
sín, er voru orðin uppkomin að
mestu. Hún vildi geta látið þau
njóta betri skilyrða til lærdóms en
hún sjálf naut, heldur en að vera
kyrr.
Ég og fjölskylda mín fluttumst
til Reykjavíkur fyrir 23 árum og
fylgdumst því ekki með högum
fjölskyldu frænku minnar. Því það
var komin vík milli vina.
Ég minnist þess oft í huga mín-
um, hve gaman var að koma í litla
hlýja bæinn að Glaumbæ til fjöl-
skyldunnar, þetta elskulega við-
mót. Það var ekki hátt til lofts né
vítt til veggja, en þar sem kærleik
urinn ríkir verður allt unaðslegt.
Þóra var mjög músíkölsk og hafði
fallega rödd og hefði hún lært
söng, er ég viss um, að þar hefði
hún skarað fram úr, enda átti til
söngfólks að telja má segja í allar
ættir. Þegar hún kom til okkar að
Stórahrauni, sem ung stúlka, þá
var aldeilis tekið lagið, því að við
systkinin höfðum ánægju af slíku
Ég gæti skrifað langt mál um þig
fræn'ka mín, og þína góðu foreldra
er við systkinin nutum svo oft
góðs af. En minningin um þig lif-
ir í huga fjölskyldu minnar, kon-
an mín þa'kkar þér fyrir kær-
ar stundir, er hún mun
alltaf minnast með hlýhug og
hrifningu og þegar þú ert nú horf-
in sjónum okkar, þá er það hugg-
un mest fyrir börnin þín og okkur
öll er vorum tengd þér, að eiga
minningarnar um þig slíkar, er
færa okkur heim sanninn um það
að þeim sem ganga á guðsvegi
verði allt til blessunar.
Það var sárt fyrir þig að missa
þinn góða mann, en guð gaf þér
góð og efnileg börn. Eitt veit ég,
að þú hefur oft í bænum þínum
þakkað það. Ég samhryggist börn-
um þínum og fjölskyldum þeirra
og veit að þið viljið öll feta í fót-
spor foreldra ykkar. Hafðu þökk
fyrir allt gott.
Þórarinn Árnason
frá Stórahrauni.
Áttræður varð hinn 12. desem-
ber 1971, einn hinn ágætasti Skag-
firðingur, Hermann Jónsson á
Yzta-Mói í Fljótum. Hann er að
vísu barnfæddur Vestfirðingur,
borinn á Bíldudal, sonur Jóns verk
stjóra þar Sigurðssonar og konu
hans Halldóru Magnúsdóttur. Og á
Vestfjörðum munu ættir hans
standa. En hingað til Skagafjarðar
lagði hann leíð sína árið 1909, 18
ára gamall, eftir að hafa lokið
prófi frá Verzlunarskóla íslands.
Það var okkur Skagfirðingum mik-
ið happ, er þessi ungi Vestfirðing-
Um örlög sín neitt
veit enginn maður
utan það eitt
að allir deyja,
þó verður helfregn
í hlustum vorum
oftast óvæntur
angurboði.
Vinátta okkar
var ekki bundin
stundargleði
sem stundum gleymist,
hún var ávöxtur
æskukynna
tengd gleði og sorg
á göngu lífsins.
Vel man ég þig
á morgni lífsins,
Tiávaxna, fríða
og fagurhærða,
milda á svip
með móbrún augu
sem lýstu gáfum
og göfuglyndi.
Guðstrú mildi
og mannkærleika
fékkstu í arf
úr föðurhúsum.
Það er auður,
sem aldrei glatast
þótt knýi á dyrnar
dauðans engill.
ur festi hér rætur. Og víst teljum
við okkur það til gildis, að mega
með réttu telja hann „einn af okk-
ur“.
Fyrstu árin eftir að hingað kom
stundaði Hermann verzlunarstörf.
Árið 1912 kvæntist hann Elínu Lár
usdóttur útvegsbónda í Hofsósi,
mikilli myndarkonu. Man ég gerla,
að á orði var haft hversu glæsi-
leg væru þessi ungu hión. Árið
1914 reistu þau bú 1 Málmey og
bjuggu þar til 1918. en fóru þá
búnaði sínum að Yzta-Mói, þar hef-
ur heimili þeirra síðpn staðið alla
Ung giftist þú
góðum manni.
Bjart var þá
yfir Borgarholti.
Vonar- og gleði
geislar lýstu
framtíð ykkar
ungra hjóna.
Heimili ykkar
var hvíldarstaður
aldraðs fólks,
sem ellin mæddi.
Hjúkrun ykkar
af alúð naut það
þar til dauðinn
að dyrum barði.
Sár var þín sorg
er sótti dauðinn
eiginmann þinn
til æðri heima,
en ástúð og góðvild
góðra barna
var þín huggun
á harmastundum.
Vandamenn þig
og vinir kveðja
aðeins um stund
því allir deyja.
Ég trúi á Krist
og kærra vina
endurfundi
í æðra lífi.
Kveðja frá Helgu
frá Dagverðará.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
27