Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 32
SJÖTUGUR. Aðalsteinn Jóhann Eiríksson Aðalsteinn Jóhann Eiríksson fæddist 30. okt. 1901 í Krossavík í Þistilfirði. Foreldrar hans voru þau hjónin Páll Eiríkur Pálsson bóndi þar og Kristín Jónsdóttir. - Jón var Guðlaugsson frá Stein- kirkju í Fnjóskaclal. Faðir Páls Eiríks var bóndi og bókbindari í Kverkártungu Pálssonar. Hér er um að ræða merkar bændaættir þingeyskar. Foreldrar Aðalsteins flytja frá Krossavík 1905 til Þórshafnar. Barnahópurinn var stór, og Aðalsteinn fór úr foreldrahús- um árið 1913 að Laxárdal í Þistilfirði. Þar var tvíbýli. Aðalsteinn fór til hjónanna Kristjáns Þórarinssonar og Ingi- ríðar Árnadóttur, er reistu ný- býli árið 1914 úr hluta Laxárdals og næstu jarðar, Gunnarsstaða. Varð af stórbýlið Holt. Þar var unaðsheimur bernsku Aðatóteins og æsku. Fósturforeldr arnir tápmikið gáfu- og gæðafólk. Heimilisbragur ágætur, söngur, bóklestur, menningarheimili. Þor- steinn bróðir Kristjáns hafði verið nemandi síra Sigtryggs Guðlaugs- sonar og því hugsjónamaður. Þess skal og getið, að þótt Þórs- höfn væri ekki stór staður, var þar allmikil menning á uppvaxtar- árum Aðalsteins. Hann minnist til dæmis áhrifa frá Birni Guðmunds- syni kaupmanni og einkum Snæ- birni verzlunarstjóra hjá Örum og Wulff Arnljótssyni. Þarna höfðu prestskörungar lát- ið gott af sér leiða, fyrr síra Gunnar Gunnarsson og síðar síra Arnljótur Ólafsson, sem var vernd ari iýðfræðarans blessaða, Guð- mundar Hjaltasonar, á þriðj'a ára- tug. Starfrækti Guðmundur eins kon ar lýðháskóla á Þórshöfn í þrjú ár, þangað til hann fór til Noregs 1903. Þá tók við Ásgrímur Magn- ússon kunnur alþýðufræðari. Aðalsteinn fer í Eiðaskóla árið 1919 og lýkur þar burtfararprófi eftir 2ja vetra nám. Þar nýtur hann föðurlegrar for- sjár Ásmundar Guðmundssonar, síðar biskups, og ógleyman- legrar kennslu hans. Áh'rifarík voru og kynnin við Bene- dikt Blöndal lýðháskólamanninn eldlega. Kynnin við skólastjóra- frúna Steinunni Magnúsdóttur urðu og þýðingarmikil sem og öðr- um Eiðamönnum. Haustið 1921 réðst Aðalsteinn kennari í Svalbarðsskólahéraði. Vorið 1922 er hann á kennaranám- skeiði í Rvik og kynnist þar Magn- úsi Helgasyni og Steingrími Ara- syni. Lýkur hann svo kennaraprófi 1924. Hér er enginn meðalmaður á ferð. Seinni veturinn í Kennara- skólanum er Aðalsteinn í fullu starfi við Miðbæjarbarnaskólann og hefur mikla heimiliskennslu þar að auki. Hann tekur og virkan þátt í fé- lagsmálum. Hann er einn stofn- enda Sambands íslenzkra barna- kennara. Er hann í stjórn þeirra samtaka 1931—'36. Hann gengur í Ungmennafélag Reyfcjavíkur og tekur eins og fyrr og síðar skel- egga afstöðu, en þá voru deilur miklar í félaginu og ekfld allar ræður fluttar úr sætum, heldur ofan af þeim. Aðalsteinn fer til Noregs til þess að kynna sér nánar aðal- kennslugrein sína, söng, en tekur líka þátt í almennu kennaranám- skeiði við kennaraháskólann í Nið- arósi. Athyglisvert er, að ung- mennafélagsleiðtogar greiða götu Aðalsteins: þeir Helgi Valtýsson, A. Skástein, síðar bankastjóri, Erik Hirth kennari og Olav Gullvág skáld. Reykjavíkurbær veitti Aðal- steini fjárstyrk nokkurn til farar- innar og Knud Ziemsen hleypur undir bagga til bráðabirgða per- stónulega, sem Aðalsteinn gleymir aldrei, frekar en öðrum velgjörð- um. Aðalsteinn er síðan kennari við Miðbæjarskólann áfram og síðar við Austurbæjarskólann, árin 1924 —'34. Var hann ágætur kennari. Undir lok kennaratímabilsins í JKvk fer Aðalsteinn námsför til Norðurlanda og undirbýr mikla skólasýningu hér heima. Hann gef- ur út 3 hefti skólasöngva ásamt Páli ísólfssyni og fleiri. Hann tekur virkan þátt í kjarabaráttu kennara. 1934 fer Aðalsteinn vestur í Reykjanes við Djúp. Stofnar þar barnaskóla og 1937 héraðsskóla. Þótt skipt væri um starfsvett- vang, var hér ekki um stefnu breytimgu að ræða. Fræðslumál sveitanna voru ávallt mikið áhuga- mál Aðalsteini. Hann sat í skóla- ráði barnaskólanna, sem var all merk stofnun, sem síðar var lögð niður, en starfaði skv. lögum frá 1928 og 1930. Vann Aðalsteinn þar ötullega að bættu fræðsluskipulagi sveitanna. Birti hann tillögur sínar í Skin- faxa 1933 og í Menntamálum. Skoð anir hans koma skýrast fram í fjöl ritaÍJri greirtargerð frá 1937. Margt í þessum tillögum er nú tfmabært. Athyglisverð er t.d. sú áherzla, er Aðalsteinn leggur á fé- lagsmálalegt hlutverk skólanna. Merkur æskulýðsleiðtogi sagði við |Hr- Framhald á bls. 30. 32 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.