Heimilistíminn - 10.10.1974, Side 12

Heimilistíminn - 10.10.1974, Side 12
PG1 Alvin Star- dust ÞEGAR platan My Co Ca Choo’ kom á markaö og vinsældalistann i Bretlandi, varö Alvin Stardust frægur, eiginlega stjarna á einni nóttu. En þessi nýja stjarna er þó enginn nýliöi. Hann fæddist í London fyrir 28 árum og ólst upp svo að segja i leikhúsi og kom fyrst fram opinberlega fjögurra ára á leiksviöi. Hann hélt áfram aö leika. Eiginlega hét hann Bernhard Jewry og fór aö leika snemma I hljómsveit með hræðilega löngu nafni: „Johnny Theakston and the Tremloes”. En þeir skipu um nafn, sem ekki er undarlegt og kölluöu sig „The Fentones” Bernhard kallaöi sig þá Shane Fenton og þeir uröu vinsælir, einkum ár árun- um 1962—-’64 þegar fyrsta plata þeirra kom út og bæöi lögin á henni komust á vinsældalistann. Þau hétu „Moody Gay” og „Five foot two, Eyes so blue.” En Shane Fenton þreyttist á þessu, kvaddi og fór og gerðist umboösmaöur annarra söngvara, m.a. The Hollies og Lulu. En hann fékk nóg af þvi lika og hætti öllum afskiptum af poppi um tima. Hann fór i hringferð um Evrópu og stundaði alls konar vinnu hér og þar i tvö ár, en fór þá blankur til Englands aftur, fékk lánað fyrir gitar og safnaöi TheFentones saman aftur. Af tilviljun hitti hann Hal Carter, sem varð um- boösmaöur hans og útvegaði honum samning viö plötufyrirtæki og siöan fóru þeir aö safna og sátu loks uppi meö heilmörg. En þar sem ekki dugöi, að Shane Fenton sendi allt þetta frá sér I einu, varö aö finna fleiri nöfn og þannig kom Alvin Stardust til sög- unnar. En þó plöturnar væru teknar upp, kom engin þeirra út og þaö var ekki fyrr en Peter Shelley birtist meö lagiö „My Coo Ca Choo’” sem allir töldu vonlaust, að Alvin Stardust varö frægur. Næsta plata hans „Jealous Mind” varð jafnvinsæl og siðan kom albúmið „The untouchble Alvin Stardust”. — Ég er engin súperstjarna” segir Alvin. — Ég held bara aö ég hafi komið fram einmitt þegar fólk var að veröa leitt á glitrandi fötum og miklum til- þrifum. Alvin klæöist aö jafnaði svörtum, þröngum leöurfötum og einkennis- merki hans er mikið og breitt gullarm- band, sem hann lætur yfirleitt sjást á myndum. Hann hefur þaö fyrir vana, aö fleygja svörtu leiöurhönzkunum sinum fram i sal, þegar hljómleikum er lokiö og þá er mikill handagangur i öskjunni. Alvin segist hafa gaman af aö hlusta á Gary Glitter, en likar ekki aö þeim er iöulega jafnaö saman og jafnvel ruglað saman. 12

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.