Heimilistíminn - 21.11.1974, Side 33

Heimilistíminn - 21.11.1974, Side 33
Gunhild Hesting: □ >(< a, <&> <& 4*psíg- v (K 'o'liurín n (3c\stí ísn opnaði dyrnar. —Reyndu við næstu! sagði hún og benti með skottinu á hurð i hinum enda stof- unnar. Bastian, sem hafði tekið vel eftir, hvernig gera átti þetta, hljóp af stað og opnaði dyr inn i aðra stofu. — Þetta var gott, sagði Sheherasade, — en nú kemur það erfiðasta. Næsta hurð opnast inn, svo þá þarf maður að nota afturlappirnar til að spyrna frá svo hægt sé að opna. Siðan sýndi hún, hvernig átti að gera þetta og loks reyndi Bastian við næstu hurð. Þegar hann var búinn að þvi, hélt hann áfram, en það voru tólf herbergi i ibúðinni. Þetta var skelfing skemmtilegt og hann fékk góða þjálfun i að opna dyr. En inni i svefnherberginu tók fólkið hennar Sheherasade að bæra á sér. — Hvað gerum við nú? spurði Sheherasade, þegar þau voru búið að opna allar dyrnar. — Nú verðum við að gæta þess að okkur leiðist ekki. Veiztu, hvað við gerum. Við skulum fara i eltingaleik um allt húsið. — Nei sagði Bastian. — Þú vekur fólkið. Hann heyrði að einhver hóstaði inni i svefnher- berginu. En Sheherasade hlustaði ekki á hann. — Júhú! hrópaði hún og tók tilhlaup, stökk upp i gluggatjöldin, krækti sér fastri með klónum og sveiflaði sér fram og aftur, þangað til hún lét sig detta niður i ljósakrónuna. En i sama bili kviknaði á Ijósakrónunni og Sheherasade varð svo skelfd, að hún hlunkaðist niður á sófa- borðið með miklum dynk. Bastian varð enn hræddari, þvi i dyrunum stóð stór, hvit vofa. Vofan stökk hljóðandi fram og greip i hnakka- drambið á Bastian, sem hvæsti dauðskefldur og beit og klóraði, allt hvað hann gat. — Viðbjóðslega skepna! skrækti vofan og þá heyrði Bastian, að þetta var konan, sem kallað hafði Sheherasade öllum heimskulegu gælu- nöfnunum og að þessi kona var ein af fólkinu hennar Sheherasade og var klædd i hvitan náttkjól og var með ósköpin öll af hvítu kremi i andlitinu og járnarusli i hárinu og leit þess vegna svona hræðilega út. — Hvernig komst þetta hryllilega dýr inn til elsku Sheherasade? æpti hún. — Þessi villikött- ur hefði getað étið hana! Svo stormaði konan gegn um herbergin tólf og fram i forstofuna

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.