Heimilistíminn - 05.02.1978, Page 3

Heimilistíminn - 05.02.1978, Page 3
 hvarai'brétum Kæri Alvitur. Ég ætla aö biöja þig um aö svara nokkrum spurningum fyrir mig. Hvert á ég aö snúa mér ef mig langar til aö fara i vist i eitthvert út, t.d. til Sviþjóöar eö Noregs? Hver er happalitur steinn og dagurinn minn, ég er fædd 12. júnf? Hvcrnig eiga saman tvfburi og naut? En tvfburi og vog? Hvernig eiga saman sem vin- konur tviburi og hrútur? Ein sem vonast eftir svari. Fyrst er þaö varðandi vist- ráðninguna. Ég held aö réttast væri fyrir þig aö hafa samband við sendiráð viðkomandi landa hér á landi og spyrjast þar fyrir um það hvernig auöveldast er aðkomastivinnu i landinu. Vel kæmi til greina að setja auglýs- ingu i erlent blað,en betra væri, ef þú gætir ráöið þig annaö hvort i gegn um einhvern kunnugan sem gæti athugaö heimilisaöstæður áður en þú ferðeöa þá i gegn um einhverja ráðningarskrifstofu sem ætla mætti að réði fólk ekki hvert sem er. Það er aldrei gott aö ráða sig i vist óvitandi um til hvers konar fólks maður fer. Happalitur eða litir þinir eru gulir og appelsinurauðir litir. Agat er steinninn, en samt er talið eins gott fyrir þitt stjörnu- merki að nota aðeins hreint gull en ekki steina. Happa- dagarnir eru annað hvort sunnudagar eða fimmtudagar. Vogin og vatnsberinn henta þér bezt sem makar en liklega ætti ekkert aö vera þvi til fyrir- stöðu að eiga vinkonu i ein- hverju öðru merki eins og til dæmis hrútsmerkinu. Vinkonur hafa ekki eins náið samband og makar og þvi minni ástæða til þess að ætla að slettast þurfi upp á vinskapinn i hvaða stjörnumerki sem þær annars eru. Herra Alvitur Þegar ég var aö rýna I gamia Heimilis-Tima sá ég grein um dreng „Níu ára meö greindar- vfsitölu 200”. Greinin var I Heimilis-Tfmanum I marz 1976. Vildir þú gefa mér upp allt þaö heimilisfang sem þarf til þess aö senda bréf til hans? SS Kæri SS Þvi miður get ég ekki orðiö við þessari beiðni þinni. Yfir- leitt er aldrei getið um heimilisföng fólks I greinum af þessu tagi. Sé það gert eru þau látin fylgja með I greinunum i Heimilis-Timanum. Þú ert ekki sá eini sem skrifaö hefur og beðið um eitthvað þessu likt, en okkur er sem sagt ómögulegt að verða viö þessumóskum þvi við höfum ekki minnstu hug- mynd um heimilisföng fólksins, sem greinarnar fjalla um. Greinarnar eru allar eða all- flestar þýddar úr erlendum blöðum eða timaritum og þar er sem sagt aldrei getiö um heimilisföng fólksins. Kæri Alvitur! Gætir þú haft upp á heimilis- fangi kristilega skátafélagsins i Wiesbaden í Vestur-Þýzka- landi fyrir mig eða sagt mér hvernig ég get haft upp á þvi? Þetta er mikilvægt fyrir mig og ég vona aö þú getir hjálpaö mér. Aö lokum vil ég óska þér og öllum starfsmönnum viö blaöiö góðs gengis á nýja árinu. Linda Hjá Skátasambandi Reykja- vikur fékk ég heimilisfang kristilegs skátasambands i Vestur-Þýzkalandi. Til þess ættir þú aö skrifa og vita hvort ekki er hægt að veita þér frek- ari upplýsingar varðandi Wies- baden félagið þar. Heimilis- fangið er Verband Christelich Pfadfinderinnen und Pfadfind- er D646, Delmhausen, Heszbachweg 2, W. Germany. Meðal efnis í þessu blaði: Ramses 11 fékk í sig slæmsku Fyrsti kossinn —smásaga Marlene Dietrich Þorleifur Repp Norðurlandahúsiö í Færeyjum ... bls. 6 .... bls. 14 Ryateppi úr tuskum Siöirog venjur í Sovét Eyöilagöi myndina af Churchill ... Húsgögn og heimasmíði .... bls. 16 - 3

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.