Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 14
Likan af Norðurlandahúsinu, eins og
þau Koibrún og Oia hugsa sér það.Kol-
brún Ragnarsdóttir er dóttir Ragnars
Þorgrimsddttir eftirlitsmanns I
Reykjavik. Hún var stúdent frá
Menntaskólanum I Reykjavik áriö
1959, en stundaði siðan nám i arki-
tektúr i Noregi. Hún er gift norskum
arkitekt og eru þau búsett i Þránd-
heimi.
NORÐURLANDA
HÚSIÐ 1 FÆREYJUM
verður byggt eftir hálfíslenzkri tillögu
Seint i haust var frá þvi
skýrt i fréttum hér, að
islenzkum arkitekt hefði
hlotnazt sá frami, að hljóta
fyrstu verðlaun i verðlauna-
samkeppni um teikningu að
Norðuriandahúsi í Færeyj-
um. Arkitekt þessi er Kol-
brún Ragnarsdóttir, og
hafði hún unnið verkefnið i
samvinnu við norska arki-
tektinnOla Steen. Hlutu þau
i sameiningu 65 þúsund
krónur danskar i verðlaun.
Frá niðurstöðum samkeppninnar
var skýrt i Þórshöfn 12. október siðast-
liðinn.eftir aðdómnefndin hafði verið á
fundum ogfarið yfir innsendar tillögur
dagana 6. til 10. október. Alls bárust
140 tillögur.
Sjaldgæft verkefni
í blaðinu Vi i Norden er sagt frá
þessari verðlaunaafhendingu og
farið nokkrum orðum um verkefnið
sjálft. Þar kemur fram, að
14
KoibrUn Ragnarsdóttir og Ola Steen
við verölaunaafhendinguna í Þórs-
höfn.
dómnenfdin lét þau orð falla, að hér
hafi verið um nokkuð venjulegt verk-
efni að ræða. Þaö hafi veriö erfitt, þar
sem sameina þurfti innan veggja
Norðurlanda hússins f jölmörg ólik at-
riði, og gera kleift að hafa þar hina
margvislegustu starfsemi i framtið-
inni. Stærð hússins var ákveðin 2000
fermetrar. 1 þvi eiga að vera salir
fyrir leiksýningar, hljómleika, kvik-
myndasýningar, listsýningar, þjóð-
dansaogþará einnig að vera hægt að
halda tizkusýningar. Einnig er ætlun-
in, að i Norðurlandahúsinu verði kaffi-
sala, lestrar- og hlustunarherbergi,
gestaherbergi og sitthvaö fleira.
1 umsögn um verkefnið var sagt i
upphafi, að svokölluð „monumental”
bygging yrði allt of yfirþyrmandi á
þessum stað. Myndi slik bygging
heldur ekki falla inn i umhverfið eins
og æskilegt væri. Var lögö áherzla á,
að tekið yrði tillit til landslagsins, fær-
eysks byggingarstils og umhverfisins i
heild, og reynt yrði að hafa bygging-
una einfalda, sveigjanlega og sem bezt
nýting fengist út úr henni i heild.
Einstök úrlausn
Dómnefndin, sem skipuð var Jan
Framhald á 16 siðu