Heimilistíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 32
Sagan um Tóta og systkin hans slóðum, þvi að stundum steypti hann sér skyndilega niður á klettasyllu i klifinu bratta, sat þar lengi og horfði út yfir dalinn. Og þegar hann sat þarna, létu krákur og skjórar ætið mikið til sin heyra. En núna var hann áreiðanlega ekki þarna, þvi að það var allt svo undur hljótt. Hvernig gat staðið á þessu? Tóti leit i kring- um sig. Hvað var orðið um þau Bárð og Mariu litlu? Hann hafði algjörlega gleymt að fylgjast með þeim. Og þegar hann hugsaði sig vel um, hafði hann ekki heyrt til þeirra drjúga stund. Hann stóð strax á fætur. ,,Bárður!” kallaði hann lágt. En hann fékk ekkert svar. Þá kallaði hann á Mariu litlu, en fékk ekki heldur neitt svar frá henni. Tréskeiðin og fatan litla lágu hjá læknum, og reka Bárðar stóð þarna upp við bæjarvegginn. Tóti leit hræðslulega i kringum sig. Átti hann að hlaupa inn i bæ og leita að þeim þar, — eða átti hann að svipast um úti i hlóðaeldhúsinu gamla?...Nei, þau hlutu að vera inni. Þau hafa sennilega verið orðin svöng. Hann var i þann veginn að þjóta inn, þegar hann heyrði allt i einu kunnugt hljóð, sem stöðvaði hann. Það voru daufar drunur ofan frá fjallinu, — drunur, sem komu áreiðanlega frá einhverjum næsta tindinum. Það hlaut að hafa fallið snjó- skriða úr f jallinu. Hann hljóp að bæjarhorninu og horfði óttasleginn upp i Bárðarskarð. Jú, alveg rétt, það hafði fallið þarna litil skriða niður, en þó aðeins örlitill hluti af snjó- dyngjunní stóru, sem þar var. En honum var kunnugt um, að ef eitthvað tók að hrynja úr 32 henni, var mikil hætta á, að brátt kæmi meira á eftir. Hann varð strax að finna Mariu litlu. En hvar var hún? Eftir skamma stund heyrði hann ákafan hófadyn, og örstuttu seinna komu þau Þytur og Fjallarós á fleygiferð til hans. Hreindýrin höfðu orðið hrædd, þegar þau heyrðu drunurn- ar i snjóflóðinu, þótt þær væru raunar ekki há- ar. Þau skokkuðu óróleg i kringum Tóta og hristu hausinn. Jafnframt kom kalt trýni við hönd hans. Það var Pila, sem nú leit spyrj- andi til hans. ,,Já, ég verð að finna Mariu litlu,” tautaði Tóti Hann sagði þetta meira við sjálfan sig en hundinn, en Pila sperrti upp eyrun, strax og hún heyrði nafn Mariu litlu. Hún leit i kringum sig andartak, hljóp siðan upp á hólinn, teygði upp hausinn og þefaði. Þvi næst gelti hún ákaft. Hún gaf til kynna, að hún hefði orðið vör við eitthvað, sem hún vildi segja frá. Tóti horfði hræddur til hennar. Gat það raun- verulega átt sér stað, að.. Hann hljóp strax á eftir Pilu. Frá hólnum sá hann út yfir alla hliðina, —hættusvæðið mikla. Vonandi var hún þar hvergi. Hún mátti vera hvar sem var annars staðar, aðeins ekki þarna. Til allrar hamingju sá hann hana hvergi. Tóti andaði léttar. Hann var i þann veginn að snúa sér við og halda heim, þegar hann sá allt i einu einhverja heyfingu, á eina auða blettin- um, sem var i hliðinni, töluverðan spöl frá hon- um. Hann beindi allri athygli sinni að þessu og sá þá brátt, að þarna var Maria litla. Tóti hrökk við af hræðslu og saup hveljur. Svo kallaði hann hátt til hennar. Maria litla stóð strax upp, veifaði og kallaði eitthvað til hans. Hann heyrði ekki allt, sem hún sagði, en það var vist eitthvað um blóm, sem hún hafði fundið, og hélt á i annarri hend- inni. Tóti hljóp strax af stað i áttina til hennar. ,,Þú mátt ekki vera þarna,” kallaði hann á hlaupunum. ,,Það er hættulegt. Komdu strax á móti mér.” Maria litla skildi ekki, hvað hann átti við. Hún hélt áfram að kalla glaðlega til hans og benti i ákveðna átt. Liklega hafði hún fundið fyrsta vorblómið. Tóti flýtti sér eins og hann gat, brauzt um i ófærðinni, sökk upp i hné i meyrum vorsnjón- um og miðaði harla litið. Pila var komin langt á undan honum. Hún gelti glöð og spert yfir þvi

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (05.02.1978)
https://timarit.is/issue/257117

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (05.02.1978)

Aðgerðir: