Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 11
margs konar greinum. Hann ritaöi um
húsagerð, breytingar tilframfara ihenni,
heilbrigðismáí, endurbætur í akuryrkju
og margt fleira. Hann lét sér ekkert óvið-
komandi, er hann hugði til framfara.
Hann varð greinilega tíl þess, að auka
sambönd og treysta vináttu og viðskipti
milli Danmerkur og Bretlands, og varð
talsverður árangur af áróðri hans. Hann
ritaði lika mikið um samgöngumál, og er
talið að það hafi leitt til aukinna verzlun-
arsambanda milli landann.
2.
Eins og nærri má geta, með eins ein-
beittan og ákveðinn mann eins og Þorleif
Repp, hafði hann ákveðnar skoðanir i
stjórnmálum. Hann var framfaramaður
og ákveðinn fylgismaöur þingræðisins og
aukinna áhrifa borgarastéttarinnar i at-
vinnu og fjármálum. Hann fylgdist þvi
með áhuga með stjórnarfarsbreytingun-
um, er urðu fyrra helming 19. aldar, og
var ákveðinn stuöningsmaður þeirra.
Hann hreifst lika af stjórnarfari Breta, er
hann taldi það fullkomnasta er þá var
bekkt I heiminum.
Arið 1848 varö mikið timamótaár i sögu
Norðurálfunnar. Þá losnaði Ur læðingi
margt er drepið var i dróma um aldarað-
ir. Framfarir jukust i löndunum með
auknu og bættu stjórnskipulagi, þegar
einveldisstjórnirnar urðu að engu, og við
tók þingræöisskipun. Þorleifur var mjög
hrifinn af hinu nýja stjórnskipulagi. Hann
var alvanur blaðamaður frá þvi hann var
i Skotlandi, þvi þar hafði hann ritaö mikið
i blöð og tímarit. Þetta ár hóf hann að gefa
út blaö, er hann nefndi ,,Tiden”, og kom
það út um tfma, alls 57 tölublöð. Hann hóf
i blaðinu ákveðinn áróður fyrir bættri
stjórnskipun i Danaveldi, frjálslegan og
frjálslyndan. Hann miðaði mjög við þaö
sem orðið var í Bretlandi og á Frakklandi.
Þorleifur samdi frumvarp um stjórn-
skipunarlög i Danmörku og gaf það Ut.
Var þetta frumvarp um margt mjög ný-
stárlegt þar i landi, og hneig það i mjög
likan farveg og orðið var á Bretlandi, en
stjórnskipulag Breta taldi Þorleifur það
fullkomnasta.
Árið 1848 fylktu ungir stúdentar i Kaup-
mannahöfn liði undir merki frelsisins i
stjórnskipun og framförum þjóðfélags-
legum. Aðalforustumennirnir uröu Jón
Siguröss. og Brynjólfur Pétursson. Þeir
mótuðu stefnuna er siöar varð ráðandi og
varleidd til sigurs, þegar timivar tilkom
inn. En eldri stúdentar i Kaupmannahöfn
létu sér fátt um finnast hinar róttæku
skoðanir, og höfðu sig litt i frammi, nema
Þorleifur Repp. Hann var þar undantekn-
ing. Hann skipaði sér bráðlega i hóp
þeirra Islendinga, sem róttækustu kröf-
urnar gerðu. Hann fór ekki duit með skoð-
anir sinar, hann lét þær ákveðið og hik-
laust i Ijós.
Fram að þessu hafði Þorleifur Repp litt
látið sig skipta málefni Islands, nema
hann hafði starfaö i bókmenntafélaginu.
Þó var ein undantekning. Eftir 1840 hófu
Islendingar i Kaupmannahöfn mjög aö
sinna tillögum tíl framfara i verzlunar-
málum þjóöar sinnar i anda frjálslyndis
og framfara, er þá var rikjandi og ráö-
andi i hugarheimi róttækra stúdenta um
noröanverða álfuna. Þeir vildu
ákveðið stuðla að þvi, að verzlun landsins
yröi frjáls og aukin þátttaka Islendinga
sjálfra i verzluninni, sérstaklega meö
félagslegum aðferö'' i. Þorleifur Repp
var mjög ákveðinn fylgismaður þessarar
stefnu, jafnt i máli og riti.
A þessum árum var Þorleifur Repp
mjög ákveðinn fylgismaður þeirra rót-
tækustu i sjálfstæöismálinu og einlægur
þingræðismaður. Hann leit mjög niöur á
þá íslendinga,sem honum þótti bregðast i
frelsiskröfunum. Til er skemmtíleg saga
af því, erlýsir honummjög vel og hugsun-
arhætti hans.
Arið 1849 ætlaði Páll Melsted amtmaður
frá Kaupmannahöfn til tslands meö boð-
skap konungs til alþingis. Honum gekk
heimferðin mjög illa, og varð tvf- eða þrf-
vegis afturreka til Kaupmannahafnar, er
hann hugðist sigla til íslands.
I fyrsta skiptið er hann varö afturreka,
hitti hann Þorleif Repp á götu, og sagði
honum meðal annars, hvað hafði gerzt um
ferðir sinar. Þorleifur varð ekkert undr-
andi en ávarpaði amtmann með þessum
oröum:
,,Fátt muntu þarflegthafa f fórum þín-
um, er landvættir blésu svo á móti þér”.
Sagter, að Þorleifur hafisiðar bætt við,
er hann sagði frá þessu, að eigi hefði Páll
þá haft verzlunarfrelsið meðferöis.
3.
1 þjóðfundarkosningunum árið 1849
bauð Þorleifur Repp sig fram i Arnes-
sýslu. Ritaði hann Arnesingum bréf og
lét prenta og dreifði þvi slðan um kjör-
dæmið. Bréfið er hið merkasta og sýnir
hvorttveggja i senn, skoöanir Þorleifs og
mál hans, hiö sérkennilega og fornlega.
Hann vitnar þar i Gamla sáttmála af
þekkingu og leikni, enda var hann mjög
vel að sér og lesinn i fornum ritum Is-
lands. Hér eru kaflar Ur bréfinu:
„Heiðrsmönnum i Repp enum Ytra ok
Eystra, á Skeiðum ok i Flóa ok ölvesi, I
Biskupstungum, Grimsnesi, Grafningi,
Þingvallasveit ok Selvági ok öllum i Ar-
nesþingi sendir Þorleifur Guðmundsson
úr Repp enum Ytra kveðju Guðs ok sína
með þeim tilmælum, er hér fylgja.
Frelsi þaö, er forfeðr vorir týndu á
þrettándu öld, hefir nú guðlig forsjón eftir
600 ár fært oss aptr, sér til dýröar, en oss
til hamingju. Vart þyckir mér at kalla
megi, at mannligr karptr eigi lut í endur-
burði Frelsis á Islandi, þat hefr komit
ikallat, svo sem dagr fylgir heimboðs-
laust gaungu sólar, en væri þó vel, at vér
veittim viðtökum sem beztar svo göfgum
ok ágætum höföingja sem frelsit er, ok nú
fýsir mik mjök, góðir Bræðr, eptir þrjá-
tigi og sex ára útivist, at fylla Yðvarn
flokk, er þér fagnit höfðingja þessum, ok
sjá yfirbragð Islands ens aldna vit at-
komu hans, ok berr mér svo fyrir sálar-
skjáinn’ þótt ék sé I fjarska staddr, sem
heldr birtí yfir Ingólfsfell ok Hestfjall, en
niðr raddfegri ok glaöværri í Þjórsá, enn
verit hefr um sex aldir seinni. Nú þótt ek
vænti þess af Yövarri mannúö ok bróð-
urdygð, atþér vitdu láta þaö eptir mér at
vera i Yðrum flocki á sllkum hamingju
degi, þá kemr mér eigi á óvart, er margir
spyrji. „Hvat selr þú fram i sumblit, er
Frelsiskal fagna?” ok er einsætt at svara
þeirri spurningu með athygli ok einurð.
En til þess ék megi vera með i sumbl-
inu, vilda ek beiðaz þess af Yðr, Arnes-
þingmönnum,at þérvisitmértil Sætis, ok
eruþat aöal-tilgaung þessa bréfs, at beið-
ast Yövars atkvæðis til þess at ek mega fá
Sæti á Þjóöfundi enum næsta fyrir Yðra
hönd.
Eigi ber til beiðni minnar þessarar ein
saman einþyckni min, með þvi nokkrir
landar vorir hér i Höfn hafa farit þvi á
flot, at ek skyldu beiðast fulltrúa sætis, er
þeir vænta þess af mér, at ek muna I
nockrum greinum efla rétt mál ok sönn”.
Og ennfremur segir Þorleifur i fyrr-
greindu bréfi til Arnesinga:
„Amstri þvi gjörvöllu, er Danir hafa
haft á seinni ölum i lagssetningum fyrir
oss, vil ek at vér léttim með öllu af hönd-
um þeim, ok alla Landstjórn og alla Lýð-
menntun vil eg efla á Islandi sjálfu, en
Dana Konúngr staðfesti öll Islands lög, er
Alþingisetr, en hlýði þóráði Valdamanna
á tslandi, hvort sem hann skal kalla Lög-
menn eða Jarl.
Af þessum orsökum mun ek þat til
leggja, at nýta vel vor fornu lög, ok gæta
þess hvervetna, hverjar lagabætr Englar
hafa sett á seinni öldum, og hvat af þeim
hefir leitt á þeim eyjum, sem oss eru
næstar, ok væntir mik, at lög þau öll er
vér setjum I slikum anda muni láta til til
eflingar Frelsins og staðfestingar þess.
NU viröistmérsvo, sem Yðr mun skiljast,
góöir Bræðr, hvern veg ek muna atkvæði
gefa, ef ek em skjörinn fyrir Yðra hönd.
Frelsi kref ekfullkomitum trú ok ræðu ok
skript ok mannfundi ok kaupverzlun ok
alla þá luti, er tslendingar höfðu fullt
Frelsi i fyrir árit 1260, þó at óskeröri vorri
hollustu ok tryggð viðr enn göfga Dana
Konung Friörik enn sjöunda, er ek vænti
þess, meö fullri vissu, at hann haldi til
fulls Gamla sáttmála Noregs Konúngs viö
oss.
Nú bið ek Guö vera með Yðr, ok öllum
oss, ok stýra vorum málefnum gjörvöll-
um sér tillofs.enosstil heilla, Inafni Jesú
Christi.
Skrifat I Kaupmannahöfn á Mikjál-
messu-aptan, þá er liðnir voru frá holdg-
un okhingatburði vors herra Jesú Christi
átján hundruö og fjórir tigir vetra ok nlu
vetr.”
11