Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 19
e|d , i
húskrókur-
SkeriB skinkuna eöa bjúgun eöa
pylsurnar i smábita. HakkiB laukinn.
Blandiö saman kjötinu, laukum og
helmingnum af rifna ostinum og setjiö
út i makkarónurnar. Setjiö þetta i
smurt ofnfast mót. Þeytiö eggin
mjólkina, saltiö og piparinn og helliö
þessu yfir makkarónurnar. Bakizt i
miöjum ofninum þar til búöingurinn
er oröinn stífur (ca. 30 mln.) TIu mln.
áöur en búöingurinn er tilbúinn er af-
ganginum af ostinum stráö yfir.
Beriö fram hrásalat meö þessum
rétti.
Kartöflukaka
Uppskriftin er fyrir fjóra.
8-10 kartöflur, 200 grömm rifinn
ostur (sterkur) 1-2 laukar 2 msk.
smjörlfki 1 tsk. salt.
Afhýöiö og rifiö niöur kartöflurnar á
grófu rifjárni. hakkiö laukinn. Blandiö
saman kartöflum, lauk og salti. Brúniö
feitina á pönnu og helliö yfir kartöflu-
blönduna. Steikiö þetta viö hægan hita
og hræriö I þar til kartöflurnar eru
farnar aö mýkjast ca. 10 mln. Blandiö
rifnum ostinum út I. Hræriö I og sláiö
siöan út á pönnunni og steikiö viö væg-
an hita án þess aö i kökunni sé hrært
frekar. Snúiö henni svo viö eftir ca. 5
minútur. Bezt er aö gera þaö meö þvl
aö hvolfa henni á diski eöa lok. Steikist
hinum megin I ca. 10 min.
Ef notaöar eru soönar kartöflur þarf
helmingi styttri tima til þess aö búa
þennan rétt til. Berist fram á pönn-
unni. Margt má hafa meö þessu t.d.
hrásalat. _______
Og þá er komiö aö dýrari réttunum,
þ.e.a.s. rækjuréttunum tveimur.
Rækjur eru tiltölulega snauöar af hita-
einingum. I 100 grömmum eru 98 hita-
einingar en hins vegar 21,8 proteinein-
ingar og aöeins 0,9 g fita. Þær eru kal-
slumrikar og I þeim er fosfór, svolftiö
járn og B-vitamln.
Rækjur i hlaupi
125-150 gr. rækjur 1 1/2 dl. rjómi 1 dl.
majones, 3 matarlimsblöö 2 harösoöin
egg, ofurlitiö finsaxað dill, salt og
pipar.
Leggið matarlimið i vatn um stund.
Þeýtið rjómann og blandið majonesinu
Þetta er kartöflukakan sem upp-
skrift er að hér I opnunni. Hana má
bera fram meö sild;kjötafgöngum eöa
ofurlitlu af steiktu beikoni en annars
er hún nánast máltiö út af fyrir sig,
út i. Hellið vatninu af matarliminu og
bræðið það yfir vatnsbaði i eigin raka.
Hrærið þvi svo út i rjómablönduna.
Skerið eggin i sneiöar. Blandiö eggj-
um og rækjum auk dills út i blönduna.
Bragðbætið eftir þörfum meö kryddi.
Hellið þessu svo i form og látið þaö
stifna.
Auövelt á að vera aö ná hlaupinu úr
forminu með þvi aö láta heitt vatn
renna utan á það ofurlitla stund.
Fallegt er aö hvolfa þvi á fat meö sal-
atblööum. Skreytiö hlaupiö meö niöur-
skornum tómötum ogeggjum og rækj-
um ef ykkur finnst þörf á frekari
skreytingu.
Eflaust hafiö þiö oft fengiö
brauðtertu jóölandi I majonesi I boðum
eða vcizluin. Majonesiö vill gjarnan
yfirgnæfa bragðiö af öllu ööru sem I
tertunni er. Ilér kemur ný hugmynd aö
brauðtertu og i þetta sinn er ekki ein-
ungis notaö franskbrauð heldur lika
rúgbrauð eða eitthvert dökkt brauö. I
staðinn fyrir majonesiö er svo notaöur
smurostur. Reiknaö er meö aö þessi
brauðterta nægi fyrir 6-8 en það fer
auövitaö eftir brauömagninu. Ef ykk-
ur finnst þiö ekki fá nóg út úr
uppskriftinni miöaö viö brauðiö sem
þiö ætliö aö nota verðið þiö bara aö
auka viö hana.
Rækjuterta
2 sneiöar af franskbrauöi skornar eftir
brauðinu endilöngu 2 jafnstórar
sneiöar af dökku brauði eftir eigin
vali.
Fylling:
100 grömm rækjur, 100 grömm
smuröstur (Héreigum við til rækjuost
en ég held aö ekki sé nægilega mikið
magn af rækjum I honum til þess aö
hægt sé aö sieppa rækjunum sjálfum.
Þómætti kannski nota hann og komast
af meö heldur minna af rækjum, 1
græn eöa rauö paprika ofurlltiö saxa
dill, salt, paprikuduft
Skrey ting:
Harðsoðin egg, olivur og rækjur.
Skeriö brauösneiöarnar i 4 jafnar
sneiðar. Hakkiö eöa merjiö rækjurnar
i sundur. Saxið einnig paprikuna fint.
Blandið papriku og rækjum út I smur-
ostinn. Bragöbætiö meö salti og
paprikudufti.
Smyrjið svo þessari blöndu á
brauösneiöarnar og leggiö til siciptis
uuiuu o6 ijosl urauo. oinyrjio iymng-
unni einnig utan á brauötertuna og
skreytið hana með eggjum, olivum og
rækjum.
Gott er aö bera fram svolltíö hrásalat
meö þessari brauðtertu en hún getur
lika komið I staöinn fyrir þær
brauötertur sem viö eigum að venjast i
veizlum til viöbótar einhverjum kök-
um.