Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 24
þvi, að konan, sem sat ein úti við gluggann, var
móðir drengsins, sem aðgerðin hafði verið gerð
á daginn áður. Þegar konan hélt áfram að sitja
yfir hálftómum kaffibollanum, spurði Barbara
hana, hvort hún óskaði nokkurs frekar.
Konan hrærði taugaveiklunarlega i bollan-
um, og skvetti ofurlitlu kaffi á borðið, en þakk-
aði svo Barböru fyrir, er hún kom til að þurrka
upp af borðinu.
Hún sagði, að gerð hefði verið alvarleg að-
gerð á syni sinum, og John Davidson hefði
framkvæmt hana. Tár komu fram i augu henn-
ar, þegar hún minntist á þetta. Dr. Davidson
væri dásamlegur maður, sagði hún og Barbara
hlustaði og naut þess að heyra meira um
manninn, sem hún hafði svona mikinn áhuga á,
enda þótt hann væri henni gjörsamlega
ókunnur.
Þegar hún hafði endurtekið orð Daisy Fost-
ers,hafði Hugh svarað og eiginlega komið henni
á óvart: — Davidson er góður skurðlæknir. —
En Daisy hefur á réttu að standa. Hann gerir
einum of mikið af þvi, að sýnast. Mér fellur
ekki sú gerð lækna, sem leggja of mikla
áherzlu á að koma fallega fram við rúm sjúkl-
ingsins. Samt verð ég að viðurkenna að David-
son gengur einum of langt i hina áttina. Hann
er harður i horn að taka. Hann getur unnið sól-
arhinginn út. Hann á einhvern tima eftir að
súpa seyðið af þvi.
—Égefastum það, sagði Barbara, og reyndi
að láta sem minnst á áhuga sinum bera. Hún
sjálf hafði ekkert fengið nema ónot frá Dr.
Davidson. Hann var ekkert sérlega laglegur,
og aðeins augabrúnirnar og munnurinn voru
fallega löguð. En um munninn lék alltaf kald-
hæðnislegtbros. Hendurnar voru sterklegar og
fingurnir sérkennilegir. Blá augun voru i und-
arlegu ósamræmi við annað útlit hans.
Þegar hann var kominn úr læknasloppnum
hefði enginn tekið eftir honum, en á meðan
hann var i honum hafði hann eitthvert undar-
legt aðdráttarafl, sem Barbara gat ekki út-
skýrt, þrátt fyrir fráhrindandi fas.
Þegar þær Jennie voru að loka búðinni um
kvöldið, brá Barböru heldur i brún, er stúlkan
fór að minnast á dr. Davidson.
—Éghata hann, sagði hún hreinskilninslega.
— Þú ættir frekar að hafa meðaumkun með
fólki sem sýnir öðru fólki svona litinn áhuga,
sagði Barbara snöggt
— Hvers vegna?
Stúlkurnar voru komnar út úr sjúkrahúsinu
og gengu yfir bilastæðið i áttina að bil Barböru.
Barbara var glöð yfir þvi, að skörp augu
Jennie gátu ekki horft rannsakandi framan i
hana. -Kannski hann sé einmana, svaraði hún.
Jennie hálfhvæsti: — Ekki trúi ég þvi.
— Ég held hann sé einrænn, sagði Barbara.
— Ekki finnst mér neitt benda til þess.
Barbara gat ekki annað en hlegið. — Ó,
Jennie ég á við, að hann geti verið einn þeirra,
sem ekki leitar félagsskapar við aðra vegna
þess að eitthvað hefur komið fyrir hann fyrr á
árum.
— Eins og þú, sagði Jennie óskammfeilin.
Barbara snéri sér snöggt að henni: —
Hvers vegna segir þú þetta Jennie? spurði hún
áköf.
— Vegna þess að það er satt. Jennie hélt fast
við sitt. — Doktor Harding er vitlaus i þér, og
hefur verið það frá þvi þú komst hingað fyrst,
og hvað gerir þú fyrir hann?
— Við erum vinir, sagði Barbara reiðilega.
— Vinir!
24