Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 5
---Þaðerengin hætta á að nokkur veikist
hér nema þá Rames sjálfur, segir Balout
(lengst til hægri) i gamansömum tón,
þegar minnzt er á að hann og aðstoðar- 6
menn hans ganga með grimur til þess að
anda ekki á múmíuna bakterium.
Ramses II var smurður fyrir 32 öldum.
Þá voru tekin Ur honum innyfli og heili
einsogvenja var. Likami hans var þurrk-
aður, ogsiðantroðinnmeð stráum og öðru
þvi, sem venja var að troöa inn i mUmi-
urnar, og að þvi búnu var hann vafinn i
300 fet af umbúðum.
Þegar Balout og fimmtiu manna hópur
aöstoðarfólks hans fór aö'athuga mUml-
una kom i ljós að undir þessum um-
bUðumhöfðuhvorki meira né minna en 60
tegundir alls kyns gróðurs tekið sér ból-
festu, og engin þessara lifvera var eldri
en 10 ára. Eftir þvi sem næst verður kom-
izt fór Ramses aö skemmast i safninu i
Kairo, en þar var rakastigið of hátt og
mUmian var ekki á neinn hátt varin gegn
þeim bakterium, sem gestir gátu borið
með sér inn i safnið og að henni. Balout
ráðlagöi geislameðferð, sem stöðvaði
frekari viðgang þessara meinvættá I
mUmiunni, og komu I veg fyrir smitun.
Balout er greinilega ánægður yfir, að
hafa ekki lengur neitt meö Rases II að
gera. — Þetta er ekki lengur mitt mál,
segir visindamaðurinn. — Ég hef afhent
mUmiuna og undirritað skjöl þar að lUt-
andi, og nú er það Egyptanna að sjá um
það sem á eftir kemur, og tryggja framtið
mUmíunnar af Rames II.
Balout hefur áður vakið umtal og fengi
menn upp á móti sér. Árið 1940 lagði hann
til við páfann, að hann breytti skoðunum
páfastóls á uppruna mannsins. Vildi
Balout að kaþólska kirkjan kynnti sér og
viðurkenndi nýjustu upplýsingar visinda-
manna, sem þá lagu fyrir um það mál.
En Balout litur þannig á málin, að það
sé aðeins hluti af starfi hans, að vera á
öndverðum meiði við aðra, ef hann telur
sig hafa uppgötvað eitthvaö nýtt og hafa á
réttuaö standa.Hannfæddist árið 1907, og
var sonur tónlistarmanns. Þegar
Balout var 12 ára för hann að safna
egypzkum tindátum, og á hann þetta safn
sitt enn þann dag i dag. Fór hann i þessu
sambandi i hverri viku í Louvresafnið til
þess að skoöa þar egypzkar fornminjar.
Þegar hann hafði lokið háskólanámi við
Sorbonne-háskóla fór hann beint til
Norður Afriku og gerðist prófessor I róm-
Rames II, sem talinn er hafa verið Faraó
I þann mund er Moses sagði — Lát fólk
mitt fara. Múmia faraósins hefur hvilt I
3200 ári Egyptalandi, og það var ekki fyrr
en visindamaöurinn Baloutkomst að raun
um, að múmian var I mikilli hættu vegna
bakterfugróðurs, að eitthvað var fariö að
hreyfa við honum.
verskri fornleifafræði. Hann komst fljót-
lega að raun um, að fornleifafræðingar
voruhelzttil margir,svohannfór að huga
meira að sögu fyrri alda. Eftir að hafa
veriöí frönskum hersveitum i styrjöldinni
sneri hann sér aftur að visindum og tók
doktorspróf árið 1955, og birti þá um leið
ritgerð sina Prehistory of Nortii Africa,
sem er mikilsvert rit á sinu sviöi. Hann
hélt ennfremur áfram að gefa út fleiri
bækur og var rektor háskólans I Alsir, en
siðar tók hann við starfi forstööumanns
Paris Musée de l’Homme.
Balout er giftur og eiga þau hjón einn
son.
Þfb
----------------------------------->
Hér cr Balout að halda fyrirlcstur
yfir nokkrum hauskdpum.