Heimilistíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 12
Arnesingar urðu vel við málaleitan Þorleifs Repps og kusu hann þjóöfundar- fulltrúa sinn ásamt séra Jóhanni Krist- jáni Briem presti i Hruna. En hann gat ekki mætt til fundarins sökum vanheilsu. Hann tilkynnti þetta i tima og var annar kosinn i hans stað, en það var Gisli Magnússon úr Þorlákshöfn. 4. Eins og nærri má geta fékkst Þorleifur Repp talsvert við það að yrkja á islenzku. Er eitthvað til af kveðskap hans. Hann var fornlegur i kveðskap sinum, jafnt i háttum og oröalagi. Frumleiki hans I þessari grein var takmarkaður og naut sin litt sú bókmenntastefna sem hann vildi helzt hafa á lofti. Hér er vissa eftir hann, sem sýnir vel stilbrögð hans: Grænum lauki gróa túnin. Gyllir sóley hliða sillur. Færavikur flyðru á vori. Fuglar syngja i Trölladyngjum. Sauðir strjálast hvitir um heiðar. Hossar laxi straumar i fossi. Bella þrumur i brúnum fjalla. Blár er hifinn, snarpur er Kári. Visar er kveðin undir dróttkvæðum hætti og er vel ort eftir kröfum formsins, en litt þróttmikil i list né anda. Þorleifur var mjög unnandi forns kveðskapar og lagði sig nokkuð eftir hon- um, enda eðlilegt þar sem hann var snort- inn af anda rómantikurinnar. Talsverk liggur eftir Þorleif Repp af prentuðum ritum, auk fjöimargra greina i blöðum og timaritum, jafnt i Bretlandi og i Danmörku. Hann var iðinn við ritsmiöar og ritaði um hin ótrúlegustu efni. Þorleifur Reppá óvenjulegri æviferil en nokkur annar islenzkur stúdent á 19. öld- inni. Hann var flestum mönnum betur gerður til náms, enda varð hann allra manna fróðastur. Hann var óvenjulegur málamaður, virðist ekki hafa haft mikið fyrir þvi að nema tungumál svo að hann gat fljótlega bjargað sér i þeim og jafnvel svo að hann varð fullnuma. Þetta er frem- ur óvenjulegt með Islendinga, þvi þeim er fremur stirt um aö tala önnur mál. En visindastörf eða rit eru fá eftir Þor- leif. Hann hafði aldrei tima til sliks. Hann varð að vinna fyrir sér með timafrekri vinnu. Hann var i raun réttri alla ævi á hrakhólum menntasetranna, sem hann var skjólstæðingur. Persónueinkenni Þorleifs Repps eru ski'r og skiljanleg iljósi erfða hans og upp- runa. Hann varð heimsborgari , en gat aldrei skilið við sig einkennin og vana, er hann nam og festi með sér i æsku. Það varð fall hans og óhamingja. Svo eru mannleg örlög á stundum grimm i rökum sinum g ætlunum. Siðustu ár ævinnar var Þorleifur heilsu- tæpur. Hann andaðist 4. desember 1857; Svo segir um jarðarför hans i Kaup- mannahöfn. Þegar hann var úthafinn, voru Islendingar margir viðstaddir. Enski presturinn i Kaupmannahöfn hélt ræðu yfir kistu hans, og Islendingar sungu, „Allt eins og blómstrið eina” og tvö vers úr Passiusálmunum. ,,En með þvi út var leiddur” svo að hann var si'ðast kvaddur á tungu þeirrar þjóðar, er hann unni mest allra. Siðan báru Islendingar hann i kapelluna. Lik hans var geymt i Hólmskirkjukap- ellu i Kaupmannahöfn þar til vorskipin fóru til Islands vorið 1858, en þá var það flutt til Reykjavikur og jarðað i islenzkri mold, eftir ósk hans. Það var fyrsta áætl- unarskip gufuknúið er flutti Þorleif Repp látinn til Islands, og var það i fullu sam- ræmi við óskir hans og hugsjónir i lifanda lifi, þvi hann var sannur framfaramaður, þó hann hefði ekki tækifæri né opnar leiðir til að flytja þjóð sinni hugsjónir sfnar. Skipið sem flutti Þorleif Repp heim til Is- lands, kom við i Skotlandi, en það var leið fyrstu gufuskipanna til Islands i áætlun- arferðum. Heimildir: Merkir tslendingar, Islenzkar æviskrár, Jón Sigurðsson, Kirkjubækur og fl. HVAÐ VEIZTU Til aö byrja með ætlum við aö leiðrétta bæjarnafn, sem misrit- aðist I svörunum við Hvaö veiztu? 8. des. siðast liðinn. Þar átti aö standa, að Eggert Ólafsson hafi reist bú á Hofstöðum, en því miö- ur stóð Holtastaðir. ER það rangt. Biðjumst við velvirðingar á þessum mistökum. 1. Hvaða ár var Sputnik -1 skot- ið á loft? 2. Hvað hét kona Abrahams og móðir tsaks? 3. Var Elivis Presley orðinn fertugur, þegar hann dó? 4. Hversu hratt hleypur, hlébarö- inn? 5. Hvaö heitir höfuðborg I Rúmeniu? 6. Hvaö hét kona óðins? 7. Hvaö er Salvador Dali? 8. Hvað heitir hafið á milli Sardiníu, Sikileyjar og ttaliu? 9. Hvað eru Gyöingaprestar kallaðir? 10. Hvað hét kona sú, sem kom i veg fyrir það, að Grettir Ásmunds- son yröi hengdur, þegar byggöa- mönnum tókst eitt sinn að hand- taka hann og færa i bönd? Lausnin er á bls. 39 Hvers vegna varstu að biöja hennar, úr þvi þer fellur hún ekki? — Það var vegna þess aö við vorum að dansa tangó, og svo vissi ég bara ekki um hvað viö áttum að tala. Ég hef legiö á öllum sjúkrahúsum bæjarins. — Ekki þó á fæð- ingardeildinni? Jú reyndar, þar fæddist ég... 12 I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (05.02.1978)
https://timarit.is/issue/257117

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (05.02.1978)

Aðgerðir: