Heimilistíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 13
Popp-kornið CHIEFTAINS með írska þj óðlagatónlist The Chieftains nefnist þjóö- lagasönghópur sem hefur vakiö mikla athygli og nýtur mikilla vinsælda um allan heim. Karlarnir i þessum hópi eru sjö talsins og eru á aldrinum 30 til 60 ára. Þeir eru hvorki meö rafmagnsgitara né Hollywood- bros á andlitunum en þaö hefur ekki staöiö I vegi fyrir vinsæld- um þeirra. Þeir sérhæfa sig i irskri þjóölagatónlist og flytja hana á svipaöan hátt og gert hefur verið um aldaráöir. Og hvers vegna skyldi tónlistar- flutningur þeirra hafa náö svona miklum vinsældum? Aö þvi spyrja menn Paddy Maloney, fyrirliöa hópsins. Hann segir aö ef til vill stafi það af þvi að þeir félagar hafi unnið með fólki eins og Mike Oldfield og Paul McCartney en þó geti það ekki verið megin- ástæðan. — Ég held þetta sé vegna þess að við spilum irska þjóðlagatónlist á þann hátt sem á að spila hana. Maloney segir að Chieftains hafi starfað i mörg ár. Þeir fóru fyrst að koma fram opin- berlega eftir 1960. Sjálfur fékk hann áhuga á þessari tegund hljómlistar þegar hann hlustaði á afa sinn, en hann var lengi velþekktur tónlistar- maður i Irlandi. Þeir menn sem nú eru i Chieftains hafa verið saman frá þvi 1975. Þeir hafa spilað inn á nokkrar plöt- ur, og hafa þær selzt vel um all- an heim. Fyrir nokkrum árum voru þeir beðnir um að leika á plötu með Mike Oldfield og gerðu þeir það og öfluðu sér mikilla vinsælda af þeim sök- um. Einnig sungu þeir og spiluðu á plötu sem Paul McCartney gerði fyrir bróöur sinn. Art Garfunkel fékk þá ennfremur til þess að vera með sér á plötu. Að lokum má geta þess að þeir voru ráðnir til þess að koma fram í kvikmyndinni Barry Lyndon. Þar áttu þeir aðeins að leika og syngja i sex minútur i upphafi en að lokum var ákveðið að lengja tima þeirra i tuttugu minútur vegna þess hve góðir þeir voru. Paddy Malone spilar á hljóð- færisem kallað er uillean pipes og eru þetta nokkurs konar irskar sekkjapipur. Þar að auki er hann með blikkflauta og trommur sem nefnast bodhrán. Sean Potts er einnig með flautu og bodhrán og Martin Fay og Sean Keanp spila á fiðlu. Michael Tubridy er mest með konsertinuflautu og Derek Bell með hörpu. Bell leikur einnig á óbo og hljóðfæri sem heitir tiompán. Einsog sjá má af þess- ari upptalningu eru þeir sjö- menningarnir með mörg heldur óvenjuleg hljóðfæri. Paddy hefur verið spurður að þvi.hvers vegna þeir séu ekki meö gitar og svaraði hann þvi til að honum félli gitarinn svo sem vel i geð og léki meira að segja á hann sjálfur, en hins vegar hafi hann ekki fundið honum staö i irskum þjóðlög- um. — Við viljum hafa þetta eins raunverulegt og hægt er, bætti hann við, — og þess vegna notum við þessi hefðbundnu hljóðfæri. Það vakti athygli i Noregi fyrir nokkru þegar Chieftains voru þar á ferð og héldu hljóm- leika sama kvöldið og Abba að sizt færri komu á hljómleika þeirra en á hljómleika Abba- fjórmenninganna. Sýnir það að þeir eru sannarlega hátt skrifaðir þar i landi eins og vfðast hvar annars staðar.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (05.02.1978)
https://timarit.is/issue/257117

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (05.02.1978)

Aðgerðir: