Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 38
r LII IL náttúriiniiar
Lengi vel óttuðust menn, að
gaupan (Lynx lynx) væri
dæmd til algjörrar útrýming-
ar i norðlægum löndum, er
nú fer henni fjölgandi á ný. 1
Evrópu er gaupuna einungis
að finna í Noregi, Sviþjóð,
Finnlandi, Rússlandi og i Pól-
landi, en auk þess i Karpata-
fjöllunum. Ekki munu vera
gaupur i Alpafjöllunum.
1 fljótu bragði virðist dýrið
heldur klunnalegt að sjá. Höf-
uðið er hnöttótt, og hártoppar
eru á eyrnabroddunum. Einn-
ig eru eins konar skeggtoppar
á kjálkunum. Rófan er stutt og
búkurinn einnig, en fæturnir
sterklegir og loppumar lika.
Samt er gaupan óvenjulega
snör i snúningum og lipur.
Hún er dugeg að stökkva og
vegna þess hve loppurnar eru
stórar sekkur dýrið ekki niður
i snjóinn. Heyrn og sjón eru
einstaklega góð og veiðihárin
em jafnvel enn tilfinninga-
næmari en hjá kettinum.
Gaupan hvilir sig á daginn
en fer á veiðar á nóttunni. Þá
getur hún legið hreyfingarlaus
timunum saman og beðið eftir
fórnarlambi sinu, en svo
stekkur hún allt i einu á það
eins og elding.
Uppáhaldsfæðutegund
gaupunnar er hérinn, en hún
38
ræðst lika á stærri dýr, eins og
til dæmis hreindýr.
Gaupan drepur refi og
heimilisketti, en leggur sér
ekki þessi dýr til munns.
Gaupan nær kverkataki á
stórum dýrum, en takist það
ekki bitur hún sig fasta i
hnakka dýranna, og hangir
þar, þangað til dýrið yfirbug-
ast.
Á hörðum vetmm leitar
gaupan niður i byggð, og þar
ræðst hún á kindur og geitur.
Drepur hún þá gjarnan meira
heldur en hún étur. Er það
meginástæðan fyrir þvi,
hversu hötuð gaupan hefur
verið, og hefur mikið verið
gert til þess að veiða hana,
jafnvel svo, að stofninum
hefur stafað hætta af.
Gaupan er mikill óvinur
annarra rándýra, riema ef
vera skyldi bjarna og refa.
Ungarnir fæðast á skjólgóð-
um og hlýjum stöðum og eru
þeir þetta tveir til fjórir tals-
ins og blindir við fæðingu.
Nokkrar vikur líða, áður en
þeir fá sjónina.
Gæsir og kýr
Larsgætirá hverju sumri kúa og
gæsahóps. Þegar hann er spuróur
aO þvi, hvernig hann passi dýrin,
svarar hann með glampa 1 augun-
um. — Þaö er alls ckki svo crfitt,
vegna þess aö ég veit aö þaö eiga
aö vera 73 hausar og 194 fætur i
hópnum. Svo tel ég bara. Þetta er
rétt hjá Lars, en getur þd fundiö
út, hversu margar gæsir eru i
hópnum og hversu margar kýr?
I- iO
« o)
e p
U C
2*?
bJD O
O >
U
,E*
U)
o
.Ss
in
o
i %
Cy
3 %
U XI
O t/3
« «
£ d
‘S U
O CM
3 (5 l-
iO C 3
2 s?«
-c «*-
^ u
. 3
X c/i
^ C/i
t/) u ?3
__ JX 3
.2*
•3 c© >
C VH O
g jg U
5 u 3
■2 * «
•*- lM
-3 .
U U. 3 3
'g 3 'O e
W gj I? -3
M " JS X.